Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1990, Blaðsíða 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1990, Blaðsíða 23
auka þurfi fræðslu um öryggis- mál sjómanna, og gera sjó- menn þannig hæfari til þeirra hættulegu starfa, sem sjó- mennskan er. En við erum ós- ammáia honum um að hætta eigi að setja ný öryggistæki um borð í skipin því nóg sé komið af þeim, eins og hann segir. Mannleg mistök gáleysi eða kæruleysi í ræöunni segir J.H. m.a.: „Það eru ekki mörg ár síðan, að ekki mátti minnast á hin svo- kölluðu mannlegu mistök, þegar sjóslys urðu. Brugðust þá margir ókvæða við og töldu að verið væri að ráðast á starfsheiður sjómannastéttar- innar, ef rætt var um að slys á sjó stafaði af gáleysi eða kæru- leysi viðkomandi sjómanna. Það er óumflýjanleg staðreynd, að um 80 90% allra slysa og óhappa til sjós stafa af völdum mannlegra mistaka á sama hátt og hjá öðrum starfsstéttum í landi. Þetta er kaldur raun- veruleikinn1'. Þetta er dæmigerður mál- flutningur úr ræðum um örygg- ismál sjómanna. Lítum á þess- ar tölur. Hvað segja þær okk- ur? Hvernig eru þærtilkomnar? Hver hefur farið yfir þessi slys og metið, hvað er af kæruleysi, gáleysi og hvað ekki? Tóm vitleysa Búum til lítið dæmi. Bátur fer til veiða í góðu veðri, spáin er góð. Þrátt fyrir það gerir hið versta veður, bátnum hvolfir og hann ferst. Við rannsókn kem- ur í Ijós aö báturinn hefur mjög lélegan stöðugleika, auk þess hafði honum verið breytt án þess að gerðar væru athuga- semdir við það. Samkvæmt 80 - 90% reglunni væri þetta slys flokkað sem mannleg mistök og þar átt við skipstjóra báts- ins. En geta mistökin ekki verið víðar? Hvað um veðurspána? Hvað með þá sem hönnuðu og smíöuðu bátinn? Hvað með eftirlitið sem skoðar bátinn og gerir ekki athugasemdir? Svona mætti lengi telja. Að okkar mati er þessi 80 - 90% regla tóm vitleysa. Það eru engar tölfræðilegar stað- reyndir á bak viö hana, vegna þess að ekki er hægt aö meta það af skýrslum hvort og hvaða menn hafi gert mistökin. Vitnum áfram i ræðu Jónas- ar: „Til þess að hægt sé að vínna öryggismálum sjómanna framgang, er það að mínu mati alger forsenda, að menn starfi saman viö það. Á þetta hef ég margoft bent. Við þekkjum fjöl- mörg dæmi þess, þegar ein- staklingar, hópur manna, eða stjórnmálamenn ætla að ein- leika, spila frítt og slá sér upp á öryggismálum sjómanna í póli- tísku, persónulegu eða fjár- hagslegu ábataskyni. Hægt er að nefna hér nokkur dæmi, þar sem menn eru fyrst og fremst að ota sínum tota, þar sem ör- yggismálin eru númer tvö, þótt það yrði aldrei viðurkennt. Oft- ar en ekki hefur slíkt pot ein- stakra manna, þótt sett sé fram með góðum huga, aðeins leitt til úlfúðar milli þeirra aðila, sem hafa látið sig öryggismál sjó- manna varða og seinkað sjálf- sögðum framgangi viðkomandi máls verulega. Hér mætti nefna sleppibúnaðarmálið sem er samfelld sorgarsaga að mínu mati." Skorum á lögfræðinginn Síðan ræðir J.H. um þyrlu- málið, sem við látum liggja á milli hluta núna, en vitnum í lok ræðu hans sem er eftirfarandi: „Kapp er best með forsjá. Vinnum allir að öryggismálum sjómanna á öfgalausan og raunsæjan hátt. Bitur reynsla hefur kennt okkur, hvað getur gerst, og er að gerast varðandi öryggismál sjómanna, ef menn fara að einleika í stað þess að láta samtakamátt heildarinnar vinna að framgangi málsins." Þannig fórust lögfræðingn- um orð. Hann hefði þurft að nefna hin fjölmörgu dæmi, sem hann veit um, þar sem einstak- lingar, hópur manna, stjórn- málamenn ætla að einleika, spila frítt og slá sér upp á ör- yggismálum sjómanna í póli- tísku, persónulegu eða fjár- hagslegu ábataskyni. Ljótt er ef satt er. Við skorum hér á lög- fræðinginn að nefna hér nokk- ur dæmi um menn, sem vinna svona að öryggismálum okkar sjómanna. Sorgarsaga Jónas nefnir sleppibúnaðar- málið, sem pot einstakra manna, og segir aö það sé sorgarsaga. Það er rétt. En hversvegna er það sorgar- saga? Það er ekki þeim mönn- um að kenna, sem fyrstir börð- ust fyrir þessum tækjum og berjast enn. Það er freistandi að rifja upp þessa sögu, en verður ekki gert nú. En til fróð- leiksfyrir Jónas: Þaðvarfyrir19 árum að fyrst var farið að tala um þessi tæki í Vestmannaeyj- um. Með sjóslysum, sem síðar urðu, fékk hugmyndin meiri byr. Á árunum 1979 til 1981, þegar Sigmundsbúnaðurinn var hannaður og prófaður fór- ust hér viö Vestmannaeyjar eða á bátum frá Vestmanna- eyjum hvorki meira né minna en 15 sjómenn í 7 sjóslysum. Þetta voru persónulegir vinir okkar og félagar. Það var við þessar aðstæður, sem búnað- Að okkar mati er þessi 80 - 90% regla tóm vitleysa. Það eru engar tölfræðilegar staðreyndir á bak við hana. VÍKINGUR 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.