Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1990, Page 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1990, Page 24
Sigmundsgálginn myndin tekin 1981. AÐ SLÁ SÉR UPP Jónas segir í ræðunni að nóg sé komið af tækjum í skipin í dag, og slysum hafi ekki fækkað að neinu marki. 24 VÍKINGUR urinn varð til. Það kallast kannski að ota sínum tota, ein- leikur eða annað misfagurt, þegar sjómenn ásamt velunn- ara þeirra Sigmund hrintu þessu í framkvæmd. Sjómenn geta alls ekki beðið eftir mönn- um, sem stöðugt flækjast fyrir og tefja öryggismál þeirra eins og átakanlega hefur komið fram í sleppibúnaðarmálinu. Það er sorgarsaga. Einleikur með árangri Jónas segir í ræðunni að nóg sé komið af tækjum í skipin í dag, og slysum hafi ekki fækk- að að neinu marki. í framhaldi af þessum viljum við telja upp nokkurtæki, sem bæsthafavið öryggistæki skipa á undanförn- um árum og minna þig á hvað- an þau komu. 1. Sigmundsgálginn fundinn upp í Vestmannaeyjum 1979 - 1981. Strax var byrjað að fram- leiða hann og setja upp í báta hér. Var kominn í allan Vest- mannaeyjaflotann í janúar 1982. Útgerðarmenn voru sér- staklega áhugasamir þar um. 2. Öryggisloki á netaspil fund- inn upp í Vestmannaeyjum af Sigmund 1971. Það var fyrir áeggjan sjómanna og útgerð- armanna. Þeir sáu strax nota- gildi þessa tækis og á næsta ári var hann kominn í allan Eyja- flotann. Embættismenn þvæld- ust síðan fyrir í 9 ár, þar til hann fór í skip annarsstaðar og á þeim árum slösuðust margir við netadrátt, sem varð óþekkt með tilkomu lokans. 3. Markúsarnetið fundið upp af Markúsi B. Þorgeirssyni í Hafn- arfirði. Það kostaði Markús ómælda vinnu og mikla pen- inga að koma netinu á fram- færi. Það hefur í dag bjargað tugum sjómanna og það er alltaf að sanna gildi sitt betur og betur. En það var fyrst notað með ótrúlega góðum árangri þegar Kampen fórst við Suður- land. Þetta er gott dæmi um þegar einn maður einleikur og nær árangri. 4. Björgvinsbeltið er nýjasta dæmið, fundið upp í Vest- mannaeyjum 1987 af Björgvin Sigurjónssyni. Hann hefur lagt mikla vinnu í að koma beltinu á framleiðslustig og varið til þess miklum peningum. Það á ef- laust eftir að fara um borð í öll íslensk skip á næstu árum, og það er trú okkar að það eigi eftir að bjarga mönnum, sem fallið hafa útbyrðis, þótt lögfræðingi LÍÚ finnist nóg komið af slíkum tækjum. Þetta er annað gott dæmi um mann, sem einleikur og nær árangri. Þér til ama. Svona er lengi hægt að telja. íslenskir útgerðarmenn hafa alla tíð verið áhugasamir að búa skip sín sem bestum ör- yggistækjum. Þessvegna hlýt- ur það að hafa verið dapurlegt fyrir þá að heyra þennan starfs- mann sinn flytja fyrrnefnda ræðu á þingi FFSÍ.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.