Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1990, Side 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1990, Side 27
LJÓÐAÞÁTTUR sem að veldur ýmsum ama öðrum þó sé reyndar sama. Góðmálm er ei fært að finna á flestum síðum bóka minna. En margir brúka leir í listir, Ijóst það munt þú vita systir. Engan vægðar bið ég, bróðir bragir þó að miður góðir gisti mína sjúku sál sem að vígð er iagarál. Aö vera heima á jólum er ein heitasta ósk sjómanna, sem eiga fjölskyldur heima. Eitt- hvaö hafa veðurguðirnir dregið úr voninni um að ná jólunum 1957. Bræla veikir jólavonina - 16. des. 1957 Ég græt sáran allan fjárann, er á dynur. Afþvi nú þarf einmitt, vinur, stillur, en ekki stormahrinur. Getur þessi bölvuð bræla, boldangs-karla látið skæla eins og krakka undan rakka grimmum. Og ekki batnaði útliti daginn eftir: Rok og rifrildi - 17. des. 1957 Aftur blæs’ann — og enn dræsan er í henglum. Varla henta virðist englum veðrið stífa og síður kannski svona að rífa sundur netið. Úthafsdrengir ekki knífa aflið mega, er þeir troll í henglum hífa hafi úr, í stormi og hríð. Orðin prúð — og brosin blíð, bæta fátt, — en góðan hníf ásamt mörgum netanálum nota þarf í slíkum málum. Þegar trollin hanga í henglum, heyrast stundum orðin Ijót, og því hentar ekki englum öldurót. Eitthvað hefur ræst úr, því nú er farið að hugsa til heimferðar: Heim eftir strangan túr - 21. des. 1957 Heim við þessum beinum bát brátt, af reiða sænum. Og við sjálfsagt gefum gát gleðinni í bænum. Borgarinnar fögru fljóð fá ekki að gleyma, fiskimannsins þreyttu þjóð þegar stopp er heima. Daginn eftir eru þeir komnir á heimleið og heldur hefur lést brúnin á mannskapnum: Á heimleið - 22. des 1957 Þá er lokið þessum túr, þó ei vildi leyfa BÚR. Þessum fiski fólum frið, — á helgum jólum. Skipstjórinn í kjafti klúr klóraði þeim, sem stjórna BÚR, þangað til að þráinn úr þeim var allur barinn. Nú húrrar heili skarinn. Á meðan togararnir sóttu á Grænlandsmiö gátu menn oft lent í löngum og erfiðum túrum. Veður oft válynd og bæði hafís og ísing til að gera mönnum lífið leitt. Eitthvað hefur skáldinu verið farið að leiðast og hugsað heim á gamla Frón er þetta var ort: í löngum Grænlandstúr — 27. maí 1958 Æða stormar, ýfast sjóar, ísing hleðst á stag. Sumaryndi svona lógar sjóli heims I dag. Gras nú heima grær. Og blómin gleðjast öll í sól. Ég má þola illa dóminn yst við Norðurpól. Heima gyllir hafið slétta heita sólin björt. Meðan hér um græðinn gretta gnauðar aldan svört. Fífl var ég að fara þetta, fagurt sumar líður ört. Ýmislegt sækir á hugann þegar legið er við bryggju og oft blandast skemmtanalífið inn i þær hugsanir: Við bryggju á Akureyri — 16. nóv. 1971 Er ég þessa byrja bók bylur hríð á glugga. Svo fátt í landi farand blók finnur, nema skugga. Vín er til á börum, brennt, en blankir þess ei njóta og fýsnaríka fljóðið pent fátækir ei hljóta. Því er best að koju kall kjósi nú að gista. Ölteiti og ástarbrall ei finnst á hans lista. Ekki er laust við að skáldinu verði stundum hugsað um landsmálin og líkar ekki að lifað sé um efni fram: Erlendar lántökur — 3. jan. 1978 lllt er að sækja í annars sjóð allt, sem þarf að brúka. Samt slíkt iðkar þessi þjóð. Þarf nú slíku að Ijúka. VÍKINGUR 27

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.