Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1990, Page 38
Siguröur Steinar Ketiis-
son skipherra: Þetta
björgunarsvæði er um
ein milljón ferkílómetrar
að stærð, en landhelgin
er aðeins 758.000 fer-
kílómetrar.
38 VÍKINGUR
MEIRI HÁTTAR MÁL
björgunarflugi nema í einu
eöa tveimur tilfellum á ári.
Þarf Landhelgisgæslan
samt sem áður á annarri
þyrlu að halda?
Páll: Já, svo sanarlega. Að
vísu er sjaldgæft að það komi
tvær beiðnir um aðstoð í einu,
en það hefur samt gerst. Og í
þeim tilfellum þurfum við að
leita eftir aðstoð frá Varnarlið-
inu. En okkur finnst það alls
ekki nógu góð trygging.
Sigurður Steinar: Markmið
Varnarliðsins eru allt önnur en
að þjóna (slendingum við
björgunarflug. Þeir hjálpa
þegar þeir hafa tæki og mann-
afla til, en þetta er varnarlið hér
og þeirra hlutverk hér á landi er
fyrst og fremst að verja öryggi
þeirra hermanna sem hér eru,
og þá sérstaklega orrustusveit-
anna sem komu hingað 1971.
Menn halda nefnilega að
Varnarliðsins, en gleyma hlut-
verki þess hér. Þeir hafa vissu-
lega gert marga mjög góða
hluti og hafa á að skipa hæfu
fólki, en markmiðin eru bara
önnur. Þeirra markmið eru
hernaðarlegs eðlis. Ef við tök-
um dæmi af herþotu i neyð og
svo íslensku fiskiskipi að
sökkva, hvoru tilfellinu sinna
þeir? Það hlýtur að liggja alveg
Ijóst fyrir að þeir sinna sínum
markmiðum.
Mig langar líka að taka undir
það sem Páll sagði, að ef ein-
hverjir þurfa á öflugri og sterkri
björgunarþyrlu að halda, þá
eru það íslendingar. Við búum
á eyju norður í Atlantshafi og
það eru þrjár meginástæður
fyrir þessari þörf: það eru land-
fræðilegar ástæður, veðurfars-
legar og atvinnulegar. 75% af
okkar þjóðartekjum koma úr
greipum Ægis, og það hefur oft
verið dýrkeypt að sækja þær
tekjur.
Síðan má ekki gleyma öryggi
okkar sem vinnum við þetta
starf. Sá þáttur vill nefnilega oft
gleymast þegar verið er að tala
um stærri og öflugri tæki. Okk-
ar líf er einhvers virði líka.
Sumir hafa aldrei
komið nálægt sjó
— Talandi um Varnarliðið.
Hvernig er þeirra
björgunarbúnaði háttað?
Sigurður Steinar: Þeirra bún-
aður er ekki góður. Þeir eru
með gamlar vélar, flestar frá
1966 og “67, en svo bættu þeir
fjórðu vélinni við í fyrra, vegna
þess að hinar eru orðnar svo
gamlar og slitnar að þeir töldu
sig ekki geta haft þann viðbún-
að sem þeim er ætlað með
þremur vélum. Og vægast sagt
eru þessar vélar illa útbúnar.
Þetta er hugsað þannig hjá
þeim, að ef vél þarf að fljúga 50
sjómílur frá landi, þá er skylda
að Hercules-flugvél fylgi þeim.
það sé alltaf hægt að leita til