Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1990, Side 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1990, Side 39
Það er ekki eingöngu vegna eldsneytis, heldur eru siglinga- og fjarskiptatæki af mjög skornum skammti um borð í vélunum. Hercules-vélin á sem sagt að sjá um alla siglinga- tækni fyrir þær. Þessar vélar hafa til dæmis ekki Loran C- tæki sem er komið í nær öll för, það liggur við að það sé komið á reiðhjól líka, þetta er komið á alla snjósleða! Og þeir eru heldur ekki með fjarskiptatæki til að hafa samband við skip. Síðan má heldur ekki gleyma að þessir hermenn eru aldir upp við allt aðrar aðstæður heldur en við. Þrátt fyrir að þeir fái mjög góða þjálfun og fari í gegnum góða skóla, þá hafa margir þessara drengja aldrei komið nálægt sjó fyrr en þeir koma hingað. Ég vil samt sem áður taka það skýrt fram, að þetta eru mjög vel menntaðir menn, vel þjálfaðir og hafa gert marga góða hluti. Arnaldur: Hvaö varðar lækn- isútbúnaðinn hjá þeim, þá eru þeir ekki nálægt því eins vel búnir og við, en þeir hafa samt mjög hæfa menn. Þeir hafa ekki lækna, en hafa hins vegar mjög vel menntaða hjúkrunar- fræðinga sem fara í sjúkraflug- in. Ég vil líka nefna það, úr því við vorum að tala um vélarnar þeirra, að það er alveg hræði- legt að fljúga í þeim. Sigurður Steinar: Þeirra björgunarbúnaður er líka allt öðruvísi en okkar. Þeir hafa til dæmis ekki svokallaða björg- unarlykkju sem við höfum. Bæði hana og annan búnað höfum við frá breskum aðilum, bæði breska hernum og einka- aðilum og viö teljum að Bretar séu á meðal þeirra fremstu í þessum efnum í heiminum. Varnarliðið er hins vegar með svokallað björgunarsæti sem ekki er vel til þess fallið að hífa upp úr skipum eða gúmmíhát- um. ÞYRLUMÁL Bættur tækjakostur nauðsynlegur — Það er gert ráð fyrir því í framtíðinni, að íslendingar sjái um björgunarstörf á gríðarlega stóru hafsvæði. Er það raunhæf hugmynd eins og staðan er í dag? Sigurður Steinar: Þetta svæði sem talað er um, er um það bil ein milljón ferkílómetrar að stærð, en þess má geta að efnahagslögsaga okkar er 758 þúsund ferkílómetrar. Okkur hefur nú fundist nóg að gæta efnahagslögsögunnar með þessum tækjakosti sem við höfum. En vissulega höfum við Varnarliðið, og það hefur verið mikil og góð samvinna milli björgunarsveitar Landhelgis- gæslunnar og Varnarliðsins og við vinnum eftir svokölluðum samstarfssamningi sem er í gildi. Þegarviðerumaðtalaum þetta stóra svæði, þá horfum við að sjálfsögðu á aðila í kring- um okkur. Það eru björgunar- tæki í Noregi, það eru dönsk varðskip á ferðinni á Dorn- bankasvæðinu og síðan eru þyrlur og varðskip frá Dan- mörku í Færeyjum. En með bættum tækjakosti hér á landi gætum við hugsanlega tekið þetta hlutverk að okkur. Þurfum nýja þyrlu á þessu ári — Hversu miklu þyrfti að bæta tækjakostinn? Sigurður Steinar: Við teljum að við þurfum stóra og öfluga björgunarþyrlu. Okkur finnst hins vegar að ástandið í þjóðfé- laginu gefi ekki vonir um að það sé í sjónmáli. Við höfum þess vegna litið í kringum okkur og komist að því að það er föl þyrla hjá frönsku verksmiðjunum sömu gerðar og TF Sif, en nýrri útgáfa. Við leggjum því mikið upp úr því að fá slíka þyrlu á þessu ári og við höfum líka rætt það okkar á milli að láta TF Gró upp í til að minnka kostnaðinn. Við teljum það góðan kost fyrir íslendinga að taka þetta litla skref núna, en stóra skrefið verður þá bara að koma síðar. Það verður líka að líta til þess hvað er að gerast í heiminum. Það er mikil þíða og það á ef- laust mikið eftir að gerast bara á þessu ári. Ég efa það ekki að þessi þróun á eftir að koma eitt- hvað viö starfsemi Bandaríkj- anna á Keflavíkurflugvelli. Okk- ar skoðun í dag er sú að taka eitt skref í einu og bæta þennan tækjakost sem við erum með til að tryggja þjónustuna. Við verðum að athuga að TF Sif er komin til ára sinna, og þótt hún sé ekki gömul þá eru ýmsir hlutir sem þarf að fara að huga að. Einnig er það okkar skoðun að það ætti að athuga þann möguleika að íslendingar yfir- taki björgunarsveitina á Kefla- víkurflugvelli innan 5 ára. Og þá vitaskuld með bættum og nýjum tækjabúnaði. Varnarliðið gæti staðið í vegi fyrir eðlilegri þróun Páll: Eg hef kannski ekki þessa sömu draumsýn og Sig- urður Steinar, en við verðum samt að reyna aö horfa eitt- hvað fram í tímann. Ég held að ef ekki verður um einhverskon- ar náið samstarf að ræða, þá verði Varnarliðið, hér eftir sem hingað til, ákveðinn þröskuldur á eðlilega þróun í björgunar- málum hér innanlands. Þá á ég viö að það stendur okkur fyrir Síðan má ekki gleyma öryggi okkar sem vinnum við þetta starf. Sá þáttur vill nefnilega oft gleymast þegar verið er að tala um stærri og öflugri tæki. Okkar líf er einhvers virði líka. VÍKINGUR 39

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.