Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1990, Síða 49

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1990, Síða 49
NXJUNGAR TÆKNI Samhliða keyrsla á sambyggðum (hermetiske) kæliþjöppum Kostir samhliða keyrslu. Stundum hefur því veriö haldiö fram að kæli- og frysti- iðnaðurinn hafi verið íhalds- samur og öll þróun á þeim vett- vangi gengið hægar fyrir sig en í ýmsum skyldum tæknigrein- um. Sjálfsagt á þessi gagnrýni rétt á sér hvað varðar meða- Istór og stór kælikerfi. Til að styðja þetta álit hafa menn meðal annars bent á að hæg- gengar þjöppur voru notaðar í kælikerfum löngu eftir að litlar hraðgengar þjöppur voru orðn- ar ráðandi í loftþrýstitækninni og sömuleiðis kom skrúfu- þjappan fyrst inn í kælitæknina eftir aö hún hafði starfað um árabil innan loftþrýstitækninn- ar. Einnig hefur verið bent á að öll sjálfvirkni, mæli-og stilli- tækni hafi verið nokkuð á eftir en hinsvegar sé nú gert stórt átak í því að nýta þá möguleika sem rafeinda- og tölvutæknin býður upp á. í litlum kælikerfum, svo sem í kæliskápum, frystikistum og kæliborðum, hafa sambyggðar þjöppur verið lengi í notkun við góðan orðstír og í dag má halda því fram að þær séu háþróuð og gangörugg tæki sem krefj- ast lítils viðhalds. T alsvert hef u r borið á því upp á síðkastið að farið sé að nota sambyggðar þjöppur í meðal- stór kerfi og til að ná upp af- kastagetu eru þá fleiri þjöppur hliðtengdar inn á kælikerfið. Þeir kostir sem menn hafa fyrst og fremst séð við þetta fyrir- komulag eru eftirfarandi: 1) Hagkvæmari rekstur fæst með því að nota eitt slíkt kerfi en mörg smærri kerfi og gildir það bæði um stofn og rekstrar- kostnað. í fyrra tilvikinu er t.d. aðeins um eitt þéttihylki (vökvageymi) og eimsvala að ræða og heildarfjöldi eininga verður minni. Hinsvegar ræðst fjöldi eima m.a. af fjölda kælist- aða. Vegna mikillar fjöldafram- leiðslu eru sambyggðar þjöpp- ur tiltölulega ódýrar í innkaup- um en samt sem áður yfirleitt gangöruggar og endingargóð- ar. Reikna má með að hag- kvæmnishlutfallið (COP talan) verði betri, þegar á heildina er litið, en í mörgum smærri kerf- um. Einnig verður eftirlit auð- veldara. Þetta fyrirkomulag á t.d. vel við gagnvart matvæla- geymslum í stærri skipum eða í stórmörkuðum. 2) Kerfið er sveigjanlegt gagn- vart hámarksafköstum að því leyti að auðvelt er að bæta við eða fækka þjöppum og öðrum einingum í kerfinu. 3) Afkastastjórnun (stilling kæligetu) er einföld að því leyti að einstaka þjöppur eru ræstar og stöðvaðar eftir þörfum og getur það farið fram með þrýst- iliðum sem settir eru á mismun- andi kjörgildi og þreifa eftir þrýstingi í soggrein. Með þessu móti fæst ekki hrein tvístöðust- illing á sogþrýstinginn heldur líkist þetta meira fjölstöðustill- ingu eftir því sem fleiri þjöppur þjóna kerfinu. Síðan þarf einnig að koma til hitastillibúnaður tengdur hverjum einstökum eimi. Dæmi eru til þess að náðst hafi allt að 30 - 50% sparnaður í rekstri þar sem skipt var frá mörgum smáum kerfum yfir í eitt kerfi með fáum en stærri sambyggðum hliðtengdum þjöppum. Ef hinsvegar er reynt að benda á galla á þessu fyrir- komulagi mætti nefna að bil- anagreining í einföldu kælikerfi er auðveldari og komi fram al- varleg bilun í einu stóru kerfi hefur það víðtækari afleiðingar en ella. Einnig má minna á að brenni yfir mótor í sambyggðri þjöppu hefur það oft i för með sérmeiriháttarviðgerð þarsem mikil óhreinindi og sýrur geta farið um allt kerfið. Sambyggðar (hermetiskar) þjöppur I dag má fá sambyggðar þjöppur sem eru það öflugar að ein þjappa getur þjónað kerfi með kæligetu yfir 10 kW. Al- gengastar eru þó þessar þjöppur í minni stærðum þ.e. 0,1 til 0,33 kW, en í þessum stærðarflokki eru þær mikið notaðar í kæliskápa, frystiskist- ur og þess háttar. Algengast er að notaðar séu bulluþjöppur en einnig eru spjaldaþjöppur not- aðar. Mynd nr. 1 sýnir algenga gerð af„ Danfoss" þjöppu. Hús- ið 23 er gert úr tveim skálum sem hvolft er saman og þær soðnar á köntunum. Vélbúnað- urinn er hengdur í gormana 4 Mynd nr. 1. VÍKINGUR 49

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.