Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1990, Qupperneq 56
FROSKAR OG MÖPPUDÝR
Reynir
Traustason
stýrimaður
Þar sem grein mín „Stór froskur í lítilli tjörn“
virðist hafa sært Helga Laxdal og ýtt honum
enn og aftur út á ritvöllinn, þá finn ég mig
knúinn til að leiðrétta örlítinn misskilning.
Þar ber fyrst að telja yfirskrift
greinarinnar, þarna er ein-
göngu um að ræða alþekkt lík-
ingamál og allar vangaveltur
sem tengja hana við persónu
hins ástsæla foringja þeirra
vélstjóra eru út í hött. Varðandi
möppudýrin sem ég minntist á í
grein minni að væri nóg um í
forystusveit sjómanna, þá vil
ég taka það skýrt fram að þar
var ekki átt við neinn einn öðr-
um fremur. Þar var eingöngu
átt við að nóg væri um slika
einstaklinga. Helgi Laxdal tek-
ur aftur á móti þessa skilgrein-
ingu til sín og birtir sjóferða-
sögu sína sem spannar heil 10
ár á fiskiskipi. Við þessu er í
sjálfu sér ekkert að segja ann-
að en að það hlýtur að vera
sjómönnum fagnaðarefni að
eiga forystumann með svona
stórkostlega fortíð.
Reyndar sá ég í Strokki (gott
nafn), málgagni Helga, opnu-
viðtal við leiðtogann, prýtt heil-
síðumynd af ásjónu meistar-
ans. Þarsem hann horfir föður-
lega yfir gjörvallt landið og
miðin. í meðfylgjandi viðtali er
einnig sjóferðasaga þar sem
hann lýsir þeirri reynslu sinni
að hafa verið nánast ókunnug-
ur á eigin heimili. Þetta var hár-
rétt athugað hjá honum og til-
finning sem margir sjómenn
þekkja.
Þar sem Helgi leggur mikið
upp úr fákunnáttu minni og
misskilningi hvað varðar hans
félagsmálastörf, þá fellst ég á
að það er rétt hjá honum. Ég
viðurkenni að ég veit nákvæm-
lega ekki neitt um það hvað
liggur eftir hann af verkum eftir
6 ára starf sem formaður
stærsta hagsmunafélags sjó-
manna. Raunar er eina þekk-
ing mín og afspurn af hans
verkum þær ákúrur sem loðnu-
sjómenn, með Bjarna Sveins-
son í fararbroddi, veittu Helga á
síðasta þingi. Ég tek aftur á
móti skýrt f ram að ég er tilbúinn
að kynna mér þá sögu ekki síð-
ur en sjóferðasöguna.
Helgi ber saman annarsveg-
ar félag sitt með 2100 félaga og
hinsvegar mitt félag með tiltölu-
lega fáa félaga sem geti ekki
haldið úti almennilegri þjón-
ustu. Ég ætla aö leyfa mér að
halda því fram að hann sé ekki
dómbær um það atriði. Aftur á
móti má benda á þá staðreynd
að félagsgjöld Bylgjunnar eru
aðeins 2% af kauptryggingu á
meðan umbjóðendur Helga
greiða 1% af öllum launum.
Þrátt fyrir það heldur Bylgjan
HITAMÆLINGA-
MIÐSTÖÐVAR
Fáanlegar fyrir sex, átta, tíu, tólt, sextán, átján eða tuttugu og
sex mælistaði. — Ein og sama miðstöðin getur tekið við og
sýnt bæði frost og hita, t.d. Celcius +200+850 eða 0+1200
o.fi. Hitaþreifarar af mismunandi lengdum og með
mismunandi skrúfgangi fáanlegar. — Fyrir algengustu rið- og
jafnstraumsspennur. — Ljósstafir 20 mm háir. — Það er
hægt að fylgjast með afgashita, kælivatnshita, smurolíuhita,
lofthita, kulda í kælum, frystum, lestum, sjó og fleira.
SöyoUðEQgjyF ©@0 u/K
Vesturgötu 16 - Símar 14680 - 21480 - Telef. 26331