Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1990, Qupperneq 56

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1990, Qupperneq 56
FROSKAR OG MÖPPUDÝR Reynir Traustason stýrimaður Þar sem grein mín „Stór froskur í lítilli tjörn“ virðist hafa sært Helga Laxdal og ýtt honum enn og aftur út á ritvöllinn, þá finn ég mig knúinn til að leiðrétta örlítinn misskilning. Þar ber fyrst að telja yfirskrift greinarinnar, þarna er ein- göngu um að ræða alþekkt lík- ingamál og allar vangaveltur sem tengja hana við persónu hins ástsæla foringja þeirra vélstjóra eru út í hött. Varðandi möppudýrin sem ég minntist á í grein minni að væri nóg um í forystusveit sjómanna, þá vil ég taka það skýrt fram að þar var ekki átt við neinn einn öðr- um fremur. Þar var eingöngu átt við að nóg væri um slika einstaklinga. Helgi Laxdal tek- ur aftur á móti þessa skilgrein- ingu til sín og birtir sjóferða- sögu sína sem spannar heil 10 ár á fiskiskipi. Við þessu er í sjálfu sér ekkert að segja ann- að en að það hlýtur að vera sjómönnum fagnaðarefni að eiga forystumann með svona stórkostlega fortíð. Reyndar sá ég í Strokki (gott nafn), málgagni Helga, opnu- viðtal við leiðtogann, prýtt heil- síðumynd af ásjónu meistar- ans. Þarsem hann horfir föður- lega yfir gjörvallt landið og miðin. í meðfylgjandi viðtali er einnig sjóferðasaga þar sem hann lýsir þeirri reynslu sinni að hafa verið nánast ókunnug- ur á eigin heimili. Þetta var hár- rétt athugað hjá honum og til- finning sem margir sjómenn þekkja. Þar sem Helgi leggur mikið upp úr fákunnáttu minni og misskilningi hvað varðar hans félagsmálastörf, þá fellst ég á að það er rétt hjá honum. Ég viðurkenni að ég veit nákvæm- lega ekki neitt um það hvað liggur eftir hann af verkum eftir 6 ára starf sem formaður stærsta hagsmunafélags sjó- manna. Raunar er eina þekk- ing mín og afspurn af hans verkum þær ákúrur sem loðnu- sjómenn, með Bjarna Sveins- son í fararbroddi, veittu Helga á síðasta þingi. Ég tek aftur á móti skýrt f ram að ég er tilbúinn að kynna mér þá sögu ekki síð- ur en sjóferðasöguna. Helgi ber saman annarsveg- ar félag sitt með 2100 félaga og hinsvegar mitt félag með tiltölu- lega fáa félaga sem geti ekki haldið úti almennilegri þjón- ustu. Ég ætla aö leyfa mér að halda því fram að hann sé ekki dómbær um það atriði. Aftur á móti má benda á þá staðreynd að félagsgjöld Bylgjunnar eru aðeins 2% af kauptryggingu á meðan umbjóðendur Helga greiða 1% af öllum launum. Þrátt fyrir það heldur Bylgjan HITAMÆLINGA- MIÐSTÖÐVAR Fáanlegar fyrir sex, átta, tíu, tólt, sextán, átján eða tuttugu og sex mælistaði. — Ein og sama miðstöðin getur tekið við og sýnt bæði frost og hita, t.d. Celcius +200+850 eða 0+1200 o.fi. Hitaþreifarar af mismunandi lengdum og með mismunandi skrúfgangi fáanlegar. — Fyrir algengustu rið- og jafnstraumsspennur. — Ljósstafir 20 mm háir. — Það er hægt að fylgjast með afgashita, kælivatnshita, smurolíuhita, lofthita, kulda í kælum, frystum, lestum, sjó og fleira. SöyoUðEQgjyF ©@0 u/K Vesturgötu 16 - Símar 14680 - 21480 - Telef. 26331
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.