Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1990, Qupperneq 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1990, Qupperneq 12
9 SJÁVARÚTVEGSSÝNINGIN 12 VÍKINGUR Svona sýning er því tvímæla- laust mjög hagkvæm fyrir þá sem starfa aö sjávarútvegi og þeim verður endilega aö halda áfram. Gunnar Ragnars, forstjóri Útgerðarfélags Akureyringa. Ég held aö hún hafi tekist ágætlega, veriö vel skipulögö og - já, tekist ágætlega. Ég veit nú ekki hvort ég get tekið eitt- hvaö eitt til, sem mér þótti at- hyglisverðara en annað. Þaö var svo áður fyrr aö menn fóru til kirkju til aö sýna sig og sjá aðra, og mér er líkt farið hvaö svona sýningar snertir. Þar sér maður hlutina og getur gengið aö mönnunum á einum stað, hitt marga framleiðendur og séö og heyrt hvaö þeir eru með á prjónunum, allt á sama staðnum og sama tíma. Þaö er þetta sem mér þykir þægileg- ast við svona sýningar. Hvað gildi svona sýningar áhrærir vísa ég til þess sem ég sagöi hér að framan. Ég held að þetta hafi mjög mikið gildi þannig að þar hittast menn og koma saman. Maður hittir þarna menn úr hinum ýmsu samtökum innan sjávarútvegs og framleiðenda og það gefur þessu mikið gildi. Nei, sjávarútvegssýning hef- ur ekki haft bein áhrif á val mitt á búnaði fyrir skip. Það kann að vera að þar kvikni fyrsti neist- inn, en ég fer ekki á sýningu til að versla, það gerist öðruvísi. Ég veit í sjálfu sér ekkert um þetta, en mér dettur í hug að framboðið sé bara orðið allt of mikið. Á þessu ári eru margar sjávarútvegssýningar í Evrópu, allt of margar, og það er mjög slæmt. Ef aðeins væri ein sýn- ing á þessu svæði á ári, sýning sem væri orðin viðurkennd og þekkt, þá kæmu menn þar saman, en ef það á að fara að dreifa þessu svona mikið óttast ég að þær útþynnist. Það er ástæða til að varpa því til sýn- enda, eða þeirra sem skipu- leggja sýningamar, hvort ekki sé orðið allt of mikið af þessu. — Ættum við þá að hætta að hafa sýningar hér? Auðvitað vill enginn hætta. Það er gífurlega mikill akkur fyrir okkur að hafa svona sýn- ingu hér á landi. En eins og ég sagði; ég held að það sé orðið of mikið framboð af þeim. Þorsteinn Árnason vélfræð- ingur, starfsmaður Siglinga- málastofnunar í Vestmanna- eyjum og stjórnarmaður í FFSÍ. Mér þótti sýningin skemmti- leg og víðtæk, þar var margt að sjá. Það sem mér þótti athyglis- verðast voru auglýsingarnar frá erlendum löndunarhöfnum, þar sem þær voru að kynna sig og auglýsa, mér þótti það einna merkilegast. Það er svo gaman að sjá hin ýmsu tæki, sem voru sýnd, en ég veit ekki hvort þau voru í sjálfu sér svo merkileg eða nokkrar nýjungar. Ég les mikiö af tækniritum og ég tók ekki eftir neinu, sem ég var ekki búinn að lesa um eða sjá áður. Ég tel að svona sýningar hafi mikla þýðingu fyrir sjávarútveg og sjómenn, einkum auglýs- ingagildið, því maður sér þar ýmislegt sem maður man frek- ar eftir þegar á því þarf að halda. Það er líka mikils vert að sjá þetta allt á einum stað og geta gert samanburð. Það er vel hugsanlegt að sýning geti haft áhrif á val á tækjum, ef maður er í þeim hugleiðingum á þeim tíma sem sýningin stendur yfir. Ég held að minni aðsókn nú en áður sé alls ekki merki um dvínandi áhuga. Miklu frekar held ég að aðstandendur sýn- ingarinnar hafi rétt fyrir sér í því að þeir sem komu nú séu kjarni atvinnumanna og í sjávarút- vegi en aðrir gestir hafi verið færri. Ég held að á meðan ein- hver þróun er í þessum málum eigi sjávarútvegssýningar framtíð fyrir sér og ég vil ekki að þær leggist af. Krlnglunnl. Útbúum lyfjakistur fyrir skip og báta. Eigum ávallt tilbúin lyfjaskrín fyrir vinnustaði, bifreiðar og heimili. Almennur sími 689970. Beinar línur fyrir lækna 689935.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.