Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1990, Page 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1990, Page 19
STYRIMANNASKOLI1100 AR Mikið fjölmenni var við skólasetninguna og mátti þar kenna fjölda mikiis metinna og þjóðkunnra manna. Guðjón Ármann Eyjólfs- son skólameistari rakti aðdraganda að stofnun skólans í setningar- ræðu sinni. VÍKINGUR 19 Stýrimannaskólinn í Reykja- vík var settur í hundraðasta sinn 1. september s.l. Þegar hann hefur lokið þessu nýbyrj- aða starfsári hefur hann starf- að í hundrað ár og þá veröur afmælisins væntanleg minnst á veglegan hátt. ( skólasetningarræöu sinni rakti skólameistari aðdraganda aö stofnun Stýrimannaskól- ans, baráttu Alþingis, sjó- manna og áhugamanna fyrir að fá sérstakan sjómanna- skóla. „Stofnun skólans var á sinum tíma merkur áfangi í bar- áttu (slendinga fyrir fullu stjórn- arfarslegu og efnalegu sjálf- stæði,“ sagði hann. Hann upplýsti að nú eru 133 nemendur í skólanum og að það er meiri aðsókn en verið hefur undanfarin ár. Hann bætti við: „Ef fjöldi nemenda er borinn saman við sveiflur í þjóðarsögu, fer það saman að aukin aðsókn að skólanum speglar betri afkomu sjávarút- vegsins og þjóðarheildarinn- ar“. Nú starfa 13 fastir kennarar við skólann og fimm stunda- kennarar. Siglingasamlíkirinn sem skólinn fékk á síðastliðn- um vetri hefur valdið byltingu í tækjakennslu, en skólann vantar enn fiskveiðisamlíki, til að vera ámóta tækjum búinn og sambærilegir skólar í grann- löndunum. f tilefni afmælisins hefur Ein- ar S. Arnalds sagnfræðingur verið ráðinn til að skrifa sögu skólans og sett hefur verið fimm manna nefnd á laggirnar til að gera tillögur og sjá um hátíðahöld á 100 ára afmælinu.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.