Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1990, Síða 37
GYDJUR OG GYLTIR ERNIR
var gífurleg upphæö á þessum tíma. Þar af var
eytt 7.000 pundum í aö skera út og gylla stafnsllk-
an þar sem sjá mátti Eðvarð konung Engilsaxa á
hestbaki í fullum herklæðum og tróð undir fæti
hestsins eigi færri en sjö smákónga.
Rétt eins og byggingarlist fastalandsins hafði
sín áhrif til sjós má greina ýmis önnur áhrif frá
landi, jafnt pólitísk sem og tískustrauma. í ensk-
um söfnum eru til mörg stafnslíkön frá 17., 18. og
19. öld og þar má sjá að Ijónið er vinsælasta dýrið
í stafni enskra skipa á þessum tíma. Oftar en ekki
ber Ijónið kórónu ef um skip í eigu ríkisins er að
ræða en á þessu er þó ein veigamikil undantekn-
ing. Um nokkurt árabil á sautjándu öld var kon-
unglaust á Englandi og Ijónshöfuð sem þá voru
skorin út og sett framan á skip hins opinbera bera
engar kórónur. Þegar Karl annar endurreisti ein-
veldið árið 1660 endurheimtu Ijónin kórónuna.
Nelson og Medúsa
Þegar kom fram á átjándu öld vék skrautgirni
barokktímans fyrir einfaldari línum nýklassíkur-
innar og þá má lesa um ýmsar tilraunir yfirvalda til
að draga úr íburði við skipasmíðar. Árið 1796 gaf
breska flotastjórnin út fyrirmæli til skipasmiða um
að þeir takmarki skreytingar á skipum við einfald-
an útskurð á kinnungum. Stafnslíkön mátti ekki
setja nema á allra fínustu flaggskip.
Þessi fyrirmæli féllu í grýttan jarðveg vegna
þess að á þessum árum áttu Englendingar í
langvinnu stríði við Frakka og það var að veru-
legu leyti háð til sjós. Sjómenn voru þá og eru
jafnvel enn óvenju hjátrúarfullir og litu svo á að
skip án stafnslíkans væri hin mesta óhappafleyta.
Fyrirmæli flotastjórnarinnar voru því hundsuð
af flestum eins og best sést á því að í bresku
sjóminjasöfnunum eru mörg fallegustu og athygl-
isverðustu stafnslíkönin einmitt frá tímum Napó-
lensstyrjaldanna. Mörg þeirra vísa til glæstra
hernaðarsigra Englendinga á höfunum eins og
líkanið af hertoganum af Marlborough sem
skreytti stafn skipsins Blenheim sem hleypt var af
stokkunum árið 1813. Önnur skip voru með ný-
legri hetjur eins og herskipið Horatio sem skartaði
líkani af sjálfum Nelson sjóliðsforingja, krýndum
lárviðarlaufum og öll smáatriði á sinum stað, líka
blinda hægra augað.
Önnur skip báru stafnslíkön með goðsagna-
verum. Til dæmis var eitt af skipum Nelsons,
Implacable, skreytt líkani af hinni grísku Medúsu
og var hár hennar samsett úr höggormum. En eitt
allra glæsilegasta líkanið sem varðveitt er á
bresku sjóminjasöfnunum er að sjálfsögðu skip
krúnunnar sem smíðað var árið 1824 og gefið
nafnið Royal Charlotte eftir eiginkonu Georgs
þriðja. Skipasmiðurinn sýndi þá háttvísi að gera
ekki líkan af Charlottu hinni þýskættuðu eins og
hún var þegar hann vann að smíðinni, virðuleg
ekkja í hárri elli. Nei, hann notaði sem fyrirmynd
Charlottu eins og hún var rúmum sextíu árum
áður þegar hún kom til Englands sem ung og
fögur prinsessa.
Pólitík og erótík
En það voru ekki bara skip konunga sem sigldu
um höfin. Til eru stafnslíkön af farskipum í eigu
einstaklinga eða fyrirtækja og er Ijóst af þeim að
höfundarnir voru ekki eins bundnir af því að halda
virðuleikanum og sómdi konunglegum skipum. Á
þessum prívatskipum gátu þeir leyft sér að fá
Refiilinn frá Bayeux
sýnir skip úr flota Vil-
hjálms bastarðar með
drekahöfuð og aðrar
skepnur í stafni.