Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1994, Page 53

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1994, Page 53
VÍKINGUR aginn sé auðvitað ððruvísi um borð í varðskipi en á togurum eða bátum. „Það er tilbreyting í þessu.“ Hann segir til dæmist skemmtilegt þegar farið er yfir í togarana til mælin- ga og þess háttar. Það sé gott að skrep- pa í heimsókn og spjalla við togara- mennina. Er það ekkert einmannalegt að vera í þessum lokaða heimi úti á sjó og dvelja langdvölum fjarri ástvinum? „Jú, víst er það, en þetta venst.“ Þú hefur ekki viljað vera annarsstaðar en á sjónum? „Nei, það hefur gengið mjög illa. Eg ætlaði að fara í land á sínum tíma, ætlaði að vera duglegur strákur og fara að vinna í landi, en það var eitth- vað sem rak mig af stað aftur.“ Njáll segist vera að hugsa um það stundum að fara að hætta þessu og fara alfarið í land. „En það er bara ekkert að hafa.“ Sjómennskan í dag er hörkupúl Þrátt fyrir að hafa sjálfur hafið sinn sjómannaferil á bát fyrir nærri fimmtíu árum, segir Njáll að sjó- niennskan í dag sé alveg hörkuvinna. .,Það er rosalegt álag á þessum mön- num orðið.“ Þrátt fyrir að á þessum tíma hafi tækninn fleygt fram og reglur um vinnutíma séu orðnar skýrari og strangari. „Það er mikil vinna við svona, alveg gífurleg, eins og til dæmis á frystitogurunum.“ Mætti bæta kjör sjómanna Njáll segist ekki viss um að nægile- ga vel sé hlúð að sjómönnum hvað varðar kaup og kjör. „Launin mættu vera betri. Þau eru ekki í samræmi við þá vinnu sem sjómenn inna af hendi.“ Hann segir að of mikið sé gert úr því þegar til dæmis togarasjómenn gera góðan túr, þá sé talað um hversu mikið þeir hafí haft út úr honum. „Það eru bara ekki alltar stórir túrar. Þótt það komi kannski einn glanstúr, geta hinir verð „dántúrar". Myndi gera þetta allt aftur Njáll segir að er hann væri ungur maður í dag, legði hann sjómennsku fyrir sig. „Það er eitthvað við þetta,“ segir Njáll Guðmundsson skipverji á Óðni. Sextíu og eins árs, hóf sjó- mennsku fjórtán ára gamall og hefur því stundað sjóinn giftusamlega í nærri hálfa öld og aldrei hvarllað að honum að hætta, þrátt fyrir að hafa komist í hann krappann, að minnsta kosti tvisvar. Það er eitthvað sem stjórnar honum. Með Kristjáni Jónssyni skiþherra. 53

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.