Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1994, Page 55

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1994, Page 55
VÍKINGUR Hættulegt ástand að skapast Vaxandi áhyggjur eru vegna nýja neyðarfjarskiptakerfisins GMDSS en veruleg aukning hefur orðið á fölsk- um neyðarköllum frá kerfinu. A síðas- ta ári bárust björgunarmiðstöðinni í Falmouth um 860 fölsk neyðarköll en árið á undan voru þau 650. Þessi aukning á einni björgunarmiðstöð er ógnvekjandi. Aðalvandinn við kerfíð og fölsku neyðarköllin er ð þau eru frá Inmarsat C en ekki með A- eða E- búnaði. Þó nokkur íslensk skip eru óúin Inmarsatbúnaði, flest með Inmarsat C. Um mitt síðasta ár voru um 5.000 skip búin Inmarsat búnaði °g um 7% þeirra höfðu sent út fölsk neyðarskeyti. Ef fer sem horfir er áæt- lað að um 50.000 stöðvar verði í notkun 1. febrúar 1999 þegar GMDSS alþjóðakröfurnar verða komnar í fullt gildi. Með sömu prósentu mega þeir í Falmouth búast við um 3.500 fölskum neyðarköllum á ári sem eru um 10 á sólarhring. Með slíkan fjölda plat- sendinga á eina björgunarmiðstöð verður öryggi sjófarenda stórlega skert hvað sem hver segir. En hverjar ætli séu helstu orsakir þessara fölsku sendinga? Það eru notendurnir sem þar eiga sök að máli. Við eftirgrennsl- an á þeim fölsku neyðarsendingum sem bárust á síðasta ári voru m.a. eftirfarandi ástæður fyrir þeim. Notandinn lagðist óvart á lyklaborðið eða ræsihnappana, var sett í gang þegar verið var að þrífa búnaðinn, bækur féllu á búnaðinn, rafmagns- bilun og búnaðurinn fór sjálfvirkt að senda. Einnig hafa tölvuvírusar gert usla og má oftast kenna um að noten- dur búnaðarins eru að setja tölvuleiki inn á tölvunar sem eru búnar Inmar- sat-búnaði og notaðar til fjarskipta- sendinga um gervihnetti og neyðar- sendinga ef óhapp hendir skipið. Slíkt ætti að banna og er ljóst að ekki verð- ur langt þar til settar verða alþjóða- kröfur um skoðun á tölvubúnaði sem stjórnar Inmarsatsendingum. Getur hugsast að eitthvert íslenskt skip og áhafnir þess kannist við platsendingar af orsökum sem hér eru nefndar eða séu með tölvurnar sínar fullar af leikjum sem geta truflað neyðarsendi- búnað skipsins? Ef svo er ættu þeir sem eru í áhættuhóp að gera ráðstaf- anir til að fyrirbyggja óþarfa send- ingar um búnaðinn. Hendið leikjunum út úr tölvunum! Bylting, eða hvað? Það eru ekki mörg ár síðan farið var alvarlega að huga að hönnun skipa er gátu náð allt að 50 sjómílna hraða á klukkustund. Þegar eru til nokkur skip sem ná þessum hraða og þykir mönn- um mikið til koma. Það kom mönnum verulega á óvart þegar Rússar kynntu fyrir undirnefnd IMO „skipategund“ sem hefur verið í hönnun síðustu 15 ár. Samkvæmt lýsingum er hér um að ræða skip sem er um 100 tonn að stærð en likist talsvert flugvél í útliti. Rússar hafa nefnt þetta farartæki ekra- noplane, nafn sem ég treysti mér ekki til að snara yfir á íslensku á þessu stigi málsins. Hraðinn, já hver ætli hann sé? Skipið getur farið allt að 500 km á klst. eða um 270 sml! Þetta er ekki úr gögnum frá Shrinovski! Ótrúlegt en satt þá er þetta hraði farartækisins og undirnefndinni voru sýndar myndir af prófunum á skipinu sem Rússarnir sögðu einnig geta flogið. Rússar óskuðu eftir að undimefndin tæki tillit til þessa skips við samningu reglna um öryggi hraðskreiðra sjófarartækja en nefndin taldi að reglur fyrir farartæki eins og ekranoplane þyrfti að gera í samstarfi við Alþjóða- flugmálastofnunina ICAO. Það er ekki oft sem myndavélar ná að festa á filmu þegar skip farast. Grape One sökk eftir að kjölfestutankur sprakk þegar skipið lenti í ofsaveðri. 55

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.