Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1994, Blaðsíða 56

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1994, Blaðsíða 56
VÍKINGUR Stór stórflutningaskip Áhyggjur vegna tíðra skipstapa stórflutningaskipa fara vaxandi í skipaheiminum. Tíðni skipstapa af þessari gerð skipa hefur aukist ógur- lega og hefur að meðaltali eitt slfkt skip farist annan hvern mánuð síðastliðin þrjú ár. Um er að ræða skip af stærðargráðunni 50 til 250 þúsund tonn að stærð. Margvíslegar ástæður eru taldar fyrir þessum sjóslysum en flest skipin eiga það sameiginlegt að vera 12 ára og eldri. Talið er að skipin séu hreinlega orðin svo slitin eftir svo langa notkun að þau bókstaflega hrynji þegar þau lenda í slæmum veðrum fulllestuð. Og eitt er víst að þau sökkva mjög hratt og oftast hefur orðið mikið manntjón. Fyrsta janúar s.l. fórst stórflutningaskip í Atlants- hafinu rúmar 900 sml. vestur af Ný- fundnalandi og með því skipi fórst öll áhöfnin, 36 menn af grísku og fillipp- eysku bergi brotnir. Fimm vikum síðar sökk annað stórflutningaskip við Land's End og með því skipi 27 manns. Hálfrar aldar afmæli Það fer víst ekki framhjá neinum Islendingi að hálfrar aldar afmæli lýðveldisins er á þessu ári. En það gerðust fleiri merkir atburðir í Evrópu árið 1944 en stofnun lýðveldis hér á ”tnT7*T * felSSÉl i! i v' d > ji Vishva Paragá „strandstað". landi. Innrás var gerð í Normandí, innrás sem átti eftir að valda straum- hvörfum í stríðinu um Evrópu. D- dagsins verður minnst á ýmsan hátt en eflaust á sigling bandarísku Liberty- skipanna, John W. Brown og Jeremiah O'Brien auk Victory-skipsins Lane Victory, frá Bandaríkjunum til hafna í Evrópu eftir að vekja verðskuldaða athygli. Þessi þrjú skip eru öll safn- gripir en samtökum áhugamanna í Bandaríkjunum tókst að kaupa þessi skip áður en þau lentu í brotajárns- haug og hafa verið að gera þau upp í sinni upprunalegu mynd. Meðal annars munu Libertyskipin flytja her- menn frá Englandi til Normandí og Omaha strönd á D-daginn + 50 ár. Gaman hefði nú verið ef þessar öldnu kempur hefðu haft viðkomu á íslandi á leið sinni yfir hafið en þessar skipa- tegundir voru tíðir gestir hér við land á stríðsárunum. John W. Brotun mun heimsækja Omaha strönd á D'daginn. Góð sjómennska Áhöfnin á indverska skipinu Vishva Parag átti ekki marga kosti úr að spila þegar skip þeirra fékk slagsíðu í ofsaveðri undan Swansea á Suður- Englandi og sjór fór að flæða inn í eina lest skipsins. Skipstjórinn tók þá ákvörðun að keyra skipið á land frekar en að eiga á hættu að skipið sykki. Fimmtíu og sex manna áhöfn var á skipinu en þyrlur breska flug- hersins tóku 33 þeirra frá borði strax. Þegar veðrinu slotaði sat skipið í mjúkum leirbotni líkt og það hefði verið tekið í slipp til málningar. Á næsta flóði var skipinu siglt út fyrir eigin vélarafli. Það þarf góða sjó- mennsku til að geta siglt 13 þúsund tonna skipi óskemmdu á land og ná því síðan á flot fyrir eigin vélarafli. 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.