Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1995, Blaðsíða 22
Síldarævintýri Ólafs stóð stutt eða fram í
mars. Öllum var sagt upp og skipið þri-
fið. Ólafur kvaddi skipsfélaga sína og
síðast skipstjórann. Hann spurði hvort
Ólafur væri búinn að ráða sig annað, en
svo var ekki.
„Ég sagði bara: ,ÆtIi ég fari bara ekki
heim til að halda í halann á beljunum!“
„Komdu bara með,“ sagði skipstjórinn
og síðan hef ég ekki farið í land. Pað var
yfrið nóg að gera og fljótlega náði ég mér
í vélstjóraréttindi með því að sitja eitt
stutt námskeið í Ólafsvík. Þegar ég var
kominn með réttindi var ég tryggur með
vinnu,“ segir Ólafur.
ÁSTANDID EFTIR STRÍÐ
VAR ÆGILEGT
Ólafur settist að í Stykkishólmi og var
í sama skipsrúmi í þrjú ár. A þeim tíma
fór hann einar sex siglingar til Fleetwood
í Englandi.
„Við stoppuðum aldrei í Fleetwood
heldur fórum beint til Blackpool, — þar
var fjörið. Það var mjög sérstakt fyrir
sveitastrák frá Islandi að koma til Eng-
lands en þó ekki eins og núna. Ástandið
eftir stríð var ægilegt. Fátæktin mikil og
vöruskorturinn gífurlegur. Við fengum
óskammtaða vöru um borð og gátum
hjálpað löndum okkar, sem voru búsettir
þarna, með ýmislegt.“
Þrátt fyrir vöruskortinn voru pöbb-
arnir við lýði en Ólafur segist aldrei hafa
stundað þá. Reyndar hefúr hann ákveð-
na andúð á bjórdrykkju en þvertekur
fyrir að vera reglumaður.
MÉR FINNST BJÓRINN ALVEG
VIDBJÓDUR
„Mér finnst bjórinn alveg viðbjóður.
Brennivínið er líka vont en eitt líður mér
aldrei úr minni. Þegar ég, sveitastrákur
austan úr Flóa, kom fyrst til útlendra
hafnarborga vissi ég um leið hvar pöbba
var að finna. Ekki út af lyktinni heldur
barnsgráti. Konurnar komu með barna-
vagnana á pöbbana og sátu þar svo lon
og don meðan börnin biðu grátandi úti.
Síðan hef ég haft andstyggð á bjór og
svokallaðri bjórmenningu. Ég er ekki
heilagur maður hvað áfengi varðar en hef
þó reglur.“
Eitt árið var lítið að gera og Ólafur fór
að vinna hjá rafvirkja. Þá sá hann stelpu
sem honum leist ákaflega vel á en hún
hvarf honum sjónum um tíma. Seinna
hitti hann stúlkuna aftur og þá í
Reykjavík, því hún hafði flutt þangað.
Ólafur flutti hana aftur heim, kvæntist
henni og þau hafa búið í Stykkishólmi
síðan. Stúlkan heitir Yr Viggósdóttir og
þau eiga fjögur börn.
FÉKK STRAX BÁT UM SUMARIÐ
Árið 1956 hóf kaupfélagið rekstur
útgerðar frá Stykkishólmi og réð Ólafur
sig til þess. Eitt sinn er þeir voru að landa
síld í Grindavík beið bíll á bryggjunni
Ólafur Sighvatsson í Stykkishólmi veiðir nú túrista.
22