Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1995, Blaðsíða 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1995, Blaðsíða 22
Síldarævintýri Ólafs stóð stutt eða fram í mars. Öllum var sagt upp og skipið þri- fið. Ólafur kvaddi skipsfélaga sína og síðast skipstjórann. Hann spurði hvort Ólafur væri búinn að ráða sig annað, en svo var ekki. „Ég sagði bara: ,ÆtIi ég fari bara ekki heim til að halda í halann á beljunum!“ „Komdu bara með,“ sagði skipstjórinn og síðan hef ég ekki farið í land. Pað var yfrið nóg að gera og fljótlega náði ég mér í vélstjóraréttindi með því að sitja eitt stutt námskeið í Ólafsvík. Þegar ég var kominn með réttindi var ég tryggur með vinnu,“ segir Ólafur. ÁSTANDID EFTIR STRÍÐ VAR ÆGILEGT Ólafur settist að í Stykkishólmi og var í sama skipsrúmi í þrjú ár. A þeim tíma fór hann einar sex siglingar til Fleetwood í Englandi. „Við stoppuðum aldrei í Fleetwood heldur fórum beint til Blackpool, — þar var fjörið. Það var mjög sérstakt fyrir sveitastrák frá Islandi að koma til Eng- lands en þó ekki eins og núna. Ástandið eftir stríð var ægilegt. Fátæktin mikil og vöruskorturinn gífurlegur. Við fengum óskammtaða vöru um borð og gátum hjálpað löndum okkar, sem voru búsettir þarna, með ýmislegt.“ Þrátt fyrir vöruskortinn voru pöbb- arnir við lýði en Ólafur segist aldrei hafa stundað þá. Reyndar hefúr hann ákveð- na andúð á bjórdrykkju en þvertekur fyrir að vera reglumaður. MÉR FINNST BJÓRINN ALVEG VIDBJÓDUR „Mér finnst bjórinn alveg viðbjóður. Brennivínið er líka vont en eitt líður mér aldrei úr minni. Þegar ég, sveitastrákur austan úr Flóa, kom fyrst til útlendra hafnarborga vissi ég um leið hvar pöbba var að finna. Ekki út af lyktinni heldur barnsgráti. Konurnar komu með barna- vagnana á pöbbana og sátu þar svo lon og don meðan börnin biðu grátandi úti. Síðan hef ég haft andstyggð á bjór og svokallaðri bjórmenningu. Ég er ekki heilagur maður hvað áfengi varðar en hef þó reglur.“ Eitt árið var lítið að gera og Ólafur fór að vinna hjá rafvirkja. Þá sá hann stelpu sem honum leist ákaflega vel á en hún hvarf honum sjónum um tíma. Seinna hitti hann stúlkuna aftur og þá í Reykjavík, því hún hafði flutt þangað. Ólafur flutti hana aftur heim, kvæntist henni og þau hafa búið í Stykkishólmi síðan. Stúlkan heitir Yr Viggósdóttir og þau eiga fjögur börn. FÉKK STRAX BÁT UM SUMARIÐ Árið 1956 hóf kaupfélagið rekstur útgerðar frá Stykkishólmi og réð Ólafur sig til þess. Eitt sinn er þeir voru að landa síld í Grindavík beið bíll á bryggjunni Ólafur Sighvatsson í Stykkishólmi veiðir nú túrista. 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.