Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1995, Blaðsíða 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1995, Blaðsíða 10
Haváng við bryggju í Malmö. Þór heldur á barnabarni sínu og alnafna Þór Kristjánssyni. Hótel Esju og seinna opnaði ég Duus- hús.“ Þór flutti síðar til Svíþjóðar. „Eg var í nokkur ár hjá Esso Motor Hotel en það fyrirtæki stofnaði meðal annars Skandia- hótelkeðjuna. Fimmtíu og tvö hótel voru í eigu þeirra og ég varð hótelstjóri. Eftir að hafa verið úti um árabil ákváð- um við hjónin að fara heim. Dóttir okkar var að verða sex ára og það var spurning hvort við ætluðum að ala hana upp sem Svía eða Islending. Eftir að við komum heim tók ég við starfi veitinga- stjóra á Hótel Esju.“ STÓÐ MIG AÐ ÞVÍ AÐ RÚNTA NIÐUR AÐ HÖFN „Eftir að hafa verið í landi í nokkur ár fann ég hjá mér löngun til að fara aftur til sjós. Það lýsti sér helst í því að ég stóð sjálfan mig að því að keyra æ oftar niður að höfn. Ur varð að ég réð mig hjá Eimskip, var ýmist háseti eða kokkur. Einnig sigldi ég með skipum SIS og eins var ég hjá Nesskip, en þar gátu túrarnir verið mjög langir, eða allt að þremur og hálfum mánuði. Ég var að eldast og hugsaði mig vel um hvað ég ætti að gera, vera áfram á sjó eða ekki. Niðurstaðan varð sú að ég fór í Stýrimannaskólann. Eftir að ég lauk þriðja stiginu hafði ég enga vinnu. Islendingar hafa misst mörg skip í erlenda skráningu og fækkun far- manna hér á landi er því mjög mikil.“ Eins og Þór sagði var atvinnuástandið erfitt. Hann ákvað að reyna fyrir sér í Svíþjóð, þar sem enga vinnu var að fá hér heima. Hann sótti um starf sem stýri- maður á sænsku skipi. Fyrst varð hann að fara í próf í sænsku vinnulöggjöfinni. Prófið fer fram á skandinavísku. Svíar taka ekki próf úr íslenskum stýrimanna- skólum fullgild en standist prófið fá þeir stýrimannsréttindi. Tveir launataxtar eru í gang, sá hærri fyrir þá sem hafa skipstjóraréttindi og sá læ'gri fyrir þá sem einungis hafa stýrimannsréttindi. GETUM EKKI FENGIÐ FULL RÉTTINDI Þrátt fyrir próf í vinnulöggjöfinni geta Islendingar ekki fengið skipstjórarétt- indi, þar sem skipstjóraréttindi fengin á Islandi gilda ekki í Svíþjóð. „Mér finnst að Islendingar eigi að taka þetta upp við Svíana. Danir taka réttindin okkar gild, en ekki Svíar. Við Islendingar getum ekki fengið full réttindi. Við komum út með fuli skipstjórnarréttindi en þau gilda ekki að fullu í Svíþjóð. Þetta gerir meðal annars það að Iaunamunurinn er allt að tíu þúsund íslenskum krónum á mánuði milli stýrimanna sem vinna sömu vinnu. Danir hafa hins vegar sleppt öllum þessum takmörkunum. Hitt er annað, að í sænskum lögum er það þannig að enginn, sem ekki er sænskur ríkisborgari, getur orðið skip- stjóri á skipi skráðu í Svíþjóð. ER AÐ TAKA ÚT TVEGGJA MÁNAÐA FRÍ „Um borð í sænsku skipunum er unnið eftir kerfi sem kalla má einn á móti einum. Fyrir hvern dag sem unnið er vinnst frídagur á móti. Núna er ég að taka út tveggja mánaða frí, sem ég hafði áunnið mér, þar sem ég var tvo mánuði á sjó. Við höldum öllum launum og öðru sem tilheyrir þegar við erum í fríi. Reyndar er það svo að við fáum meira greitt í fríunum en þegar við erum á sjó. I fríunum fáum við fæðispeninga en um borð er frítt fæði. Við fáum aldrei greidda yfirvinnu. Um borð eru staðnar vaktir, sex og sex. Svíar vilja ekki hafa annað fyrirkomulag. Hjá þeim er fjöl- skyldan númer eitt, tvö og þrjú. Hásetar á sænskum skipum mega aðeins vinna 13 tíma í yfirvinnu á viku. Ef yfirtíðin verður meiri þarf að fela hana eða færa á næsta tímabil, þar sem vinnuskýrslur fara til sænsku Siglingamálastofnunar- innar. Til að ná yfirvinnunni út verðum við að láta sem yfirvinnutímar, það er ef þeir eru fleiri en þrettán á viku, háset- anna hafi komið til vegna björgun- aræfmga." DÝRT AÐ HALDA TVÖ HEIMILI Eiginkona Þórs, Erla V. Adólfsdóttir, og fjölskylda eru hér á landi. Þór hélt einnig heimili í Svíþjóð til skamms tíma en er hættur því núna. Hann kemur heim þegar hann á frí, en það lætur nærri Simrishamn, heimahöfn Borre og Haváng. 10 VlKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.