Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1995, Page 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1995, Page 29
En er ekki betra að mœta aflasam- drœtti eftir að staðgreiðslan var sett á? „Það kemur bara eitthvað annað í staðinn. Núna þurfum við að borga hátekjuskattinn fyrirfram, sama hvernig veiðist,“ svarar Askell. Við hlið Askels stóð Andrés Haralds- son frá Hornafirði. Hann hefur verið af- leysingamaður frá því í sumar, annar tveggja frá Hornafirði. VIL SÍLDINA HELDUR SEM GAFFALBITA „Það er betra að vera afleysingamaður hér um borð en fastur maður á ein- hverjum bátanna. Tekjurnar eru svo miklu betri,“ segir Andrés. Hann hefur verið á sjó frá fimmtán ára aldri eða í sautján ár, mest á bátum frá Hornafirði. Hann segir að Húnaröstin sé gott sjóskip og aðbúnaður góður um borð. Borðarþú sjálfur síld? „Kokkurinn steikir stundum síld um borð. Hún er allt í lagi en ekki meira en það. Ég vil síldina heldur sem gaffalbita eftir að Borgey hefur meðhöndlað hana.“ Andrés sagði að þeir lönduðu oft annars staðar en á Hornafirði og nefndi sem dæmi Seyðisfjörð og Raufarhöfn. Á LEÐURJAKKA OG STRIGASKÓM I miðju samtali kemur einn úr áhöfn- inni eins og fínn maður á leðurjakka og strigaskóm. Ekki þó á spariskónum, eins og Stebbi sem fór á sjó í meðförum Ríó tríós. „Hvað er þetta manneskja, ég er að fara upp í bæ. Ég er dagmaður núna og verð í slorgallanum þegar við löndum næst. Ég nýti tækifærið til hins ýtrasta og spóka mig í bænum, enda veðrið til þess,“ segir Oddur Egilsson og lítur ánægður til himins. Hann býr á Hellu en er fastráðinn á Húnaröstinni. Það liggur beinast við að spyrja hvort hann sé ekki eini sjómaðurinn frá þeim stað, langt inni í landi? „Það held ég ekki. Ég er minnsta kosti oft að skila kveðjum til sjómanna á Hellu sem hafa verið hér.“ Oddur hefur verið skráður á Húnaröstina í tvö ár og segist ánægður Áskell og Andrés sáu um löndunina. Skipið var sneisafullt af gæðasíld. með starfið. Úpps!!!!!! I sömu andrá lyftist vatnsdælan upp úr lestinni og stefnir á prúðbúinn dagmanninn, blaða- mann og ljósmyndara. Sem betur fer tókst Oddi að bjarga öllum þremur undan síldargrútnum og við sáum að tími var kominn til að hætta blaðrinu og hypja sig í land. Jóhanna A.H. Jóhannsdóttir rTTTTTTTTTTTFTTTTTTTTTTTTTTTTTTTftl Þú færö allt til rafsuöu hjá okkur, bæöi TÆKI, VÍR og FYLGIHLUTI. Forysta ESAB er trygging fyrir gæöum og góöri þjónustu jjSAB Allt til rafsuðu = HÉÐINN VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 562 4260 /// % Ék\ • '0, 29

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.