Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1995, Blaðsíða 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1995, Blaðsíða 29
En er ekki betra að mœta aflasam- drœtti eftir að staðgreiðslan var sett á? „Það kemur bara eitthvað annað í staðinn. Núna þurfum við að borga hátekjuskattinn fyrirfram, sama hvernig veiðist,“ svarar Askell. Við hlið Askels stóð Andrés Haralds- son frá Hornafirði. Hann hefur verið af- leysingamaður frá því í sumar, annar tveggja frá Hornafirði. VIL SÍLDINA HELDUR SEM GAFFALBITA „Það er betra að vera afleysingamaður hér um borð en fastur maður á ein- hverjum bátanna. Tekjurnar eru svo miklu betri,“ segir Andrés. Hann hefur verið á sjó frá fimmtán ára aldri eða í sautján ár, mest á bátum frá Hornafirði. Hann segir að Húnaröstin sé gott sjóskip og aðbúnaður góður um borð. Borðarþú sjálfur síld? „Kokkurinn steikir stundum síld um borð. Hún er allt í lagi en ekki meira en það. Ég vil síldina heldur sem gaffalbita eftir að Borgey hefur meðhöndlað hana.“ Andrés sagði að þeir lönduðu oft annars staðar en á Hornafirði og nefndi sem dæmi Seyðisfjörð og Raufarhöfn. Á LEÐURJAKKA OG STRIGASKÓM I miðju samtali kemur einn úr áhöfn- inni eins og fínn maður á leðurjakka og strigaskóm. Ekki þó á spariskónum, eins og Stebbi sem fór á sjó í meðförum Ríó tríós. „Hvað er þetta manneskja, ég er að fara upp í bæ. Ég er dagmaður núna og verð í slorgallanum þegar við löndum næst. Ég nýti tækifærið til hins ýtrasta og spóka mig í bænum, enda veðrið til þess,“ segir Oddur Egilsson og lítur ánægður til himins. Hann býr á Hellu en er fastráðinn á Húnaröstinni. Það liggur beinast við að spyrja hvort hann sé ekki eini sjómaðurinn frá þeim stað, langt inni í landi? „Það held ég ekki. Ég er minnsta kosti oft að skila kveðjum til sjómanna á Hellu sem hafa verið hér.“ Oddur hefur verið skráður á Húnaröstina í tvö ár og segist ánægður Áskell og Andrés sáu um löndunina. Skipið var sneisafullt af gæðasíld. með starfið. Úpps!!!!!! I sömu andrá lyftist vatnsdælan upp úr lestinni og stefnir á prúðbúinn dagmanninn, blaða- mann og ljósmyndara. Sem betur fer tókst Oddi að bjarga öllum þremur undan síldargrútnum og við sáum að tími var kominn til að hætta blaðrinu og hypja sig í land. Jóhanna A.H. Jóhannsdóttir rTTTTTTTTTTTFTTTTTTTTTTTTTTTTTTTftl Þú færö allt til rafsuöu hjá okkur, bæöi TÆKI, VÍR og FYLGIHLUTI. Forysta ESAB er trygging fyrir gæöum og góöri þjónustu jjSAB Allt til rafsuðu = HÉÐINN VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 562 4260 /// % Ék\ • '0, 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.