Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1995, Side 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1995, Side 14
Guðjón A. Kristjánsson, forseti Farmanna- og fiskimannasambandsins, kemur víða við í grein sinni. Hann skrifar um fiskveiðisl jórnunina, atvinnumál fiski- manna og farmanna, hvalveiðar og fleira. Við þóttum mála skrattann á vegginn Flestum landsmönnum er Ijóst að Farmanna- og fiskimannasamband Is- lands hefur síðastliðin ár haft uppi veru- legar aðfinnslur við núverandi fiskveiði- stefnu, framkvæmd hennar og til hvers kvótakerfið með frjálsu framsali myndi leiða. Við vöruðum við því að sjávar- þorp, sem stæðu veikt fjárhagslega, gætu tapað öllum sínum atvinnurétti og bent- um á leið til þess að ákveðið hlutfall afla- marksins sæti eftir hjá byggðunum. Það hefði aftur leitt til þess að þeir, sem vildu gera út frá stöðunum, hefðu aðgang að þeim aflaheimildum sem byggðin ætti varðveislurétt á. Vísir að þessu fyrir- komulagi var um stundarsakir í gildi í gamla úreldingarsjóðnum. Skilyrði voru hins vegar svo ströng að aðeins eitt sjáv- arþorp átti möguleika á að fá keyptar aflaheimildir vegna verulegs atvinnu- brests. Verð aflaheimilda var ákvarðað það hátt að sama var hvort keypt var á leigumarkaði útgerðanna, svo aðstoð var engin þegar upp var staðið. Kannski muna einhverjir eftir þessu dæmi en staðurinn sem um ræðir heitir Bíldudal- ur. Mér hefur oft fundist að skammtíma- minnið í fjölmiðlaheiminum íslenska sé haldið tölvuvírus sem eyðir furðu fljótt. Fyrir nokkrum árum bentum við hjá FFSI á að með óbreyttri fiskveiðistefnu yrðu aflaheimildir erfðafé innan fárra ára. Við þóttum mála skrattann á vegg- inn eins og venjulega, en ætli mönnum sé ekki orðið það ljóst í dag hvert stefnir. En nóg um fortíðina í bili, þótt hún sé besti skóli sem til er en oft sá dýrasti. VIÐ ÞESSU HÖFUM VID VARAÐ Hvernig lítur framtíðin út í fiskveið- um sem sfyrt er með því kvótakverfi sem er við lýði? Það, hve fá þau þorsktonn eru sem við megurn landa á Islandi, hefur þegar haft skelfilegar afleiðingar. Afleiðingar sem ég er ekki viss um að öllum séu ljósar. Það er ævinlega best að tala umbúðalaust um vandamálin. Of mikil takmörkun þorskveiða undanfarin ár er langt komin með að eyðileggja bæði karfa- og grálúðumið innan lögsögunn- ar. Flestir skipstjórar sem ég hef rætt við telja að sú harða sókn, sem við höfum haldið uppi við veiðar á karfa og grálúðu, sé nú langt komin með að þurrka upp veiðislóðir fyrir þessar tegundir. Við þessu höfum við varað í ályktunum frá þingi og formannaráðstefnum FFSI. Kvótakerfi sem slíkt verndar ekki fisk- stofna og einmitt þegar afli minnkar, hvort sem er af völdum náttúruskilyrða eða of stífrar veiðisóknar, þá er kvóta- kerfi sóknarhvetjandi vegna þess að öllum finnst að þeir eigi að ná því upp úr sjónum sem á skipið er skráð sem afla- mark þess. SAMSTARF SJÓMANNA OG FISKIFRÆÐINGA Eg tel að reynsla okkar af skrapdaga- kerfinu og síðastliðin tíu ár af kvótakerfi sýni okkur að gott eftirlit og samstarf sjó- manna og fiskifræðinga er nauðsynlegt svo að á hverjum tíma verði tiltækar upplýsingar um ástand svæða, stærð fisksins á veiðislóðinni og náttúruskil- yrði. Eg tel að verulega hafi á þetta skort 14 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.