Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1995, Blaðsíða 44
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráð-
herra ávarpaði þingið.
UM SÖLU FISKS Á MARKAÐI
37. þing FFSI ítrekar að allur fiskur
verði seldur á markaði.
UM STJÓRNKERFI FISKVEIÐA
INNAN LÖGSÖGU ÍSLANDS
37. þing FFSI telur að framkvæmd á
gildandi kerfi um stjórn fiskveiða sé and-
stæð hagsmunum sjómanna og gildir þá
einu um allar kvótabundnar fiskteg-
undir. Umsvifamikil sala og leiga á kvóta
er látin bitna á kjörum sjómanna með
því að tengja aflahlut þeirra við þessi
viðskipti með vitund stjórnvalda. Ur-
skurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna
um fiskverð er ein helsta von sjómanna
eins og nú standa sakir til þess að fá hlut
sinn Ieiðréttan gegn því óréttlæti sem
viðgengist hefur árum saman með vilja
og vitund forystu samtaka útvegsmanna.
Þessa leiðréttingu á kjörum sínum urðu
sjómenn að knýja fram með verkfalli
allra heildarsamtaka sjómanna á síðast-
liðnu vori. Það er vilji Farmanna- og
fiskimannasambands Islands að ná sátt
um réttlátt stjórnkerfi við fiskveiðar þar
sem öll viðskipti með leigukvóta innan
árs yrðu afnumin. Óbreytt framkvæmd
gildandi kvótakerfis mun ekki leggja
þann grunn að sátt verði um aðgang að
auðlindinni. Sá fiskkvóti sem ekki veið-
ist vegna þess að sala og leiga á aflaheim-
ildum yrði afnumin tryggir aðeins fljót-
ari uppbyggingu fiskistofna á
íslandsmiðum sem 37. þing FFSl vill
stuðla að með ábyrgum hætti.
UM AUKNINGU ÞORSKKVÓTA
37. þing FFSl leggur til að þorskkvóti
verði aukinn að minnsta kosti um 50
þúsund tonn í ár.
UM HVALVEIÐAR
37. þing FFSl skorar á stjórnvöld að
heimila hvalveiðar undanbragðalaust á
næsta ári. Byggt verði á tillögum
vísindamanna um nýtingu á þeim
tegundum hvala sem taldar eru þola
veiðar.
UM RÉTT NORÐMANNA TIL
SVALBARÐA
37. þing FFSl skorar á stjórnvöld að
láta reyna á réttarstöðu íslendinga og
Norðmanna varðandi Svalbarðasamn-
inginn fyrir alþjóðlegum dómstólum.
Greinargerð: Flafsvæðið kringum
Svalbarða og Barentshafsvæðið hafa
Norðmenn eignað sér og hafa hinn
svokallaða Svalbarðasamning sér til
stuðnings. En Svalbarðasamningur segir
aðeins að Norðmenn skuli hafa yfirum-
sjón með auðlindum á Svalbarða, sem og
4 sjómílna lögsögu. Þessi samningur hef-
ur verið samþykktur af fjölda þjóða, þar
á meðal Islendingum, en hann segir
ekkert um það að Norðmenn hafi átt rétt
til þess að færa út lögsögu Svalbarða, sem
og annarra eyðieyja þar um kring, í 200
sjómílur. Auk þess er það í andstöðu við
hafréttarsáttmála.
UM UPPSÖGN LOÐNUSAMNINGS
37. þing FFSI skorar á stjórnvöld að
segja upp núgildandi loðnusamningum
á milli Grænlendinga, Norðmanna og
Islendinga, þannig að fyrir liggi nú þegar
að samningurinn falli úr gildi 30. apríl
1998.
UM GAGNKVÆMAR VEIÐI-
HEIMILDIR
37. þing FFSÍ skorar á stjórnvöld að
samþykkja eldd gagnlcvæmar veiðiheim-
ildir, annars vegar í Barentshafi og hins
vegar í íslenskri efnahagslögsögu.
UM FJÁRVEITINGAR TIL
LANDHELGISGÆSLUNNAR
37. þing FFSI skorar á Alþingi og
ríkisstjórnina að beita sér fyrir auknum
fjárveitingum til Landhelgisgæslu Is-
lands, þannig að hægt verði að halda
uppi fullnægjandi eftirliti með efnahags-
lögsögu landsmanna og tryggja örugga
björgunarþjónustu fyrir sjófarendur við
Island. Þingið lýsir furðu sinni yfir þeir-
ri skerðingu sem er á fjárveitingum til
rekstrar varðskipanna í fjárlagafrum-
varpinu fyrir árið 1996 og treystir því að
þessi mistök verði lagfærð í meðförum
Alþingis á fjárlögum fyrir árið 1996.
Það er nöturlegt að kaupa nýja og full-
komna björgunarþyrlu og geta ekki gert
hana út, nema skerða útgerð varðskip-
anna
Greinargerð: A undanförnum árum
hafa stjórnvöld skorið mikið niður fjár-
veitingar til Landhelgisgæslunnar og er
nú svo komið að stofnunin er rekin í
algjöru lágmarki. Niðurskurðurinn
hefur bitnað hvað mest á útgerð
varðskipanna. Það hlýtur að verða
Grétar Mar í ræðustól.
44