Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1995, Blaðsíða 50

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1995, Blaðsíða 50
Skipverjar á Canopus þurftu oft að sætta sig við að hanga fram á rekkverkið í stað þess að fara í land. það vissi ég þegar ég réð mig. En ef ekki er hægt að treysta undirstýrimanninum verður maður að leggja á sig meiri vinnu,“ segir Agnar og bætir við að und- irstýrimennirnir hefðu talist vanhæfir hér á landi. Agnar var 1. stýrimaður, 2. stýrimaður var Pólverji og 3. stýrimaður var frá Filippseyjum. „Sá pólski vildi helst ekki hreyfa sig spönn frá rassi og kaus að sitja inni í kaffi. Þriðji stýrimaður kunni lítið sem ekki neitt, enda nýskriðinn úr skóla. Hann var aldrei látinn standa einn í brúnni og hinn þýski skipstjóri vék aldrei frá honum.“ Yfirvélstjórinn var þýskur, 2. vélstjóri var pólskur, loftskeytamaðurinn var frá Burma og undirmenn allir frá Filipps- eyjum. VINNUSAMIR HÁSETAR OG EINMANALEIKI „Allir hásetar og bátsmaður unnu mjög vel og gerðu allt sem ég bað um. Faunin eru mjög lág eða Iiðlega 30 þúsund á mánuði hjá bátsmanni og aðrir með mun minna. Filippseyingar hafa löngum verið ódýrt vinnuafl en núna er mannskapurinn frá Burma ennþá ódýr- ari. Mannskapurinn vinnur átta tíma á dag fast og yfirtíð ef þarf. Hins vegar má láta þá vinna á hvaða tíma sólarhrings sem er til þess að þeir skili þessum átta tímum. Þeir fá um dollar á tímann í yfirvinnu sem fer umfram vinnu- skylduna." Sigling um heimshöfm hljómar sem mikið ævintýri en Agnar er fljótur að leiðrétta það. „Þetta er óskaplega einmanalegt, sérstaklega af því ég var eini Islending- urinn. Þjóðarbrotin héldu saman á sjó og landi en ég var eins og Palli sem var einn í heiminum. Stéttaskiptingin er mikil um borð og haldið fast í röðina. Eg reyndi einu sinni að labba upp til skip- stjórans í spjall og sá strax að það var ekki vinsælt. Eg gat heldur ekki blandað geði við hásetana því ég vissi ekki hvernig það yrði túlkað í kjölfarið og hvort ég myndi hafa stjórn á þeim í vinnunni. Það kom mér spánskt fyrir sjónir að vera aldrei kallaður með nafni og þurfa að kalla hina mister þetta og mister hitt.“ AGNAR OG VIGDÍS Í KÍNA Öll samskipti áhafnar fóru fram á ensku og vandræðalaust. Eins og gefur að skilja voru aðstæður á svo ólíkum heimssvæðum misjafnar. Agnar var í Kína á sama tíma og Vigdís Finn- bogadóttir forseti og hennar föruneyti. „Þegar þeir fréttu að ég var Islendingur komu þeir með blöð með myndum af Vigdísi. í Shanghai skammaði þýski um- boðsmaðurinn mig fyrir að Iáta ekki vita af mér fyrirfram til þess að hann gæti komið mér í einhverja veislu með föruneyti forsetans,“ segir Agnar og hlær. „Annars voru Kínverjarnir mjög vinsam- legir. I Oinggaou höfðu lestarmennirnir mikinn áhuga á íslandi og okkar högum. Þegar þeir heyrðu að ég ætti tvenna tvíbura þótti þeim ég auðugur maður. Þeir mega aðeins eiga eitt barn og sögðu þeir að bæði hjónin gætu misst vinnuna ef annað barn fæddist.“ FANGELSI UM BORÐ í Japan fékk enginn að fara frá borði þar sem útlendingaeftirlitið bannaði það. Nokkrum mánuðum áður hafði skipverji á Canopus horfið í japanskri höfn og því var skipið á svörtum lista í heilt ár. „Við lágum þar í þrjá daga án þess að nokkur vinna væri um borð og það var alveg hroðalegt að geta ekki farið frá borði. Þetta var eins og fangelsi." I Suður-Kóreu var legið við akkeri í hálfan mánuð til að bíða eftir verkefnum en ekkert gerðist og þaðan var haldið til Texas. Agnar áætlar að á þessum sex mánuðum hafi hann eytt sem svarar sólarhringi í landi. Ymist var hann bund- inn við vinnu eða bundinn aðstæðum sem enginn réð við. Aðeins í Mexíkó hafi gefist tækifæri til að slappa af í landi. Skipstjórinn hafði þó þann góða sið að halda grillveislu um borð á hálfsmánaðar fresti til þess að hvíla mannskapinn og Canopus er 23 þúsund tonn og 160 metra langt. Skipið er í eigu þýskrar útgerðar en nafnið er sótt til stjörnu í himingeimnum. 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.