Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1995, Blaðsíða 11
Ólafur Ragnarsson og Þór í brúnni á Haváng.
að vera í sex mánuði á ári.
„Það var of dýrt að halda tvö heimili.
Eg er á rútuskipi og þar sem ég er tvo
mánuði á sjó á ég alltaf tvo mánuði í frí
og kem því heirn. Ætli ég sé ekki meira
heima hjá mér en flestir aðrir íslenskir
heimilisfeður.
Mér virðist sem Islendingar haldi að
allt sé ódýrara í Svíþjóð en hér á landi, en
svo er ekki. Það er margt dýrara þar en
hér. Samt kemur varla til greina að söðla
um og fara á skip hér á landi þótt pláss
byðist. Reyndar gæti ég hugsað mér að
vera hjá Eimskip, en hjá Samskip vil ég
ekki vera.“
LEGGUR SJÓ ALLAN VETURINN
Þór segir það ekki auðvelt að ráða sig á
skip í Svíþjóð. Því íylgi pappírsvinna og
námskeið og þá þarf að geta gert sig
þokkalega skiljanlegur á sænsku. „Þegar
ég kom íyrst til Svíþjóðar naut ég aðstoð-
ar Ólafs Ragnarssonar og Atla Michaels-
sonar, en þeir hafa báðir verið stýrimenn
á sænskum skipum í noltkur ár. Eitt það
íyrsta sem verður að gera er að fara í próf,
eins og ég nefndi áðan. Meðal þess sem
þar er kennt og prófað er vinnulöggjöfm
sænska.“
Þór er stýrimaður á Borre. Skipið er
mest í flutningum fyrir stálgerð í Norð-
ur-Finnlandi, rétt við landamæri Sví-
þjóðar og Finnlands. Þar leggur sjó allan
veturinn. Þeir sigla um alla Evrópu,
mikið til Danmerkur, Hollands og víðar.
Þegar þeir eru ekki með stál flytja þeir
mikið af lausum kolum, áburði og
timbri. Þór segir að aðbúnaðurinn og
Iífið um borð sé svipað því sem er á ís-
lenskum skipum.
En er Islendingum tekið sem inn-
fœddum ?
„Eg var heppinn, þar sem ég talaði
sænsku. Þeir sem gera það ekki eru verr
settir. Það er nauðsynlegt að geta talað
málið. Reyndar er eitt sem er ólíkt með
sænskum og íslenskum sjómönnum, en
það er hversu veðurhræddir Svíarnir eru.
Þeir hlusta á allar veðurspár og verða
órólegir ef spáð er slæmu veðri. Ég var að
stríða þeirn um daginn að til stæði að við
færum til Islands. Ég held að þeir hafi
allir viljað fara í frí! Þeim leist engan veg-
inn á að sigla yfir Norður-Atlantshafið.“
SKIPUM SKRÁÐUM í SVÍÞJÓÐ
FJÖLGAR
„Svíar hafa gert milcið til að fá skip
aftur skráð í Svíþjóð og það hefur borið
talsverðan árangur. Ég held að á þessu ári
sé búið að skrá fimmtán skip í Svíþjóð.
Skip sem áður voru undir erlendum
fánuin. Það hafa verið gefin eftir gjöld á
útgerðina, sem skilar sér með þessu. Mér
virðist sem nú sé auðveldara að fá vinnu
en áður. I apríl var undantekning ef
auglýst voru störf stýrimanna á sænskum
skipum. Nú eru auglýst þrjú til fjögur
störf í hverri viku. Þeir sem hugsa sér að
fara út verða að vera tilbúnir að fara í
gegnurn pappírsvinnuna, sem er nauð-
synleg og gefa sér þann tíma sem nauð-
synlegur er. Þeir sem eru sæmilegir í
sænsku þurfa að gera ráð fyrir að það taki
um mánuð að öðlast stýrimannsrétt-
indi.“
Þór segir að meira sé gert fyrir farmenn
á sænskum skipum en íslenskum í er-
lendum höfnum. „Sænska sjómanna-
kirkjan er mjög virk víða um Evrópu.
Hún sér okkur fyrir afþreyingarefni á
sjóinn og eins gengst hún fyrir íþrótta-
mótum, þar sem meðal annars er keppt í
fótbolta, handbolta, frjálsum og fleiru.
Við höfðum trassað það mikið að vera
með, en fyrir skömmu tók ég þátt í kúlu-
varpi og náði fjórða sæti, sem gaf okkur á
Borre 760 stig. Það er létt yfir þessum
mótum og gaman að taka þátt í þeim.“
Þór segist tilbúinn að aðstoða þá sem
hugsa sér að ráða sig á sænsk skip.
Heimilisfang Þórs í Svíþjóð er; Þór
Kristjánsson, Betgatan 148 b, Simris-
hamn, Sverge.
Borre á siglingu. Skipum skráðum í Svíþjóð hefur fjölgað mikið á allra síðustu árum. Nú eru 146 skip skráð í þar í landi.
VlKINGUR
11