Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1995, Blaðsíða 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1995, Blaðsíða 36
„Sjóslys eru ekkert náttúrulögmál og ég sætti mig ekki við orð eins og „að svona hafi þetta alltaf verið til sjós og því verði ekki breytt“. Það er ógnvænlegt að tíðni slysa á sjómönnum í starfi skuli vera hærri en annarra stétta, en það er athyglisvert að þeir eru í meiri slysahættu í landi líka samkvæmt nýbirtri kön- nun. Við eigum ekki að vera sátt við sjóslys. Markmiðið er að fækka þeim og best að uppræta þau alveg. Alvarlegust eru dauðaslysin en það eru alltof margir sem bera ævarandi örkuml eftir slys á sjó.“ Eftir hvert slys safnast mikið af gögnum hjá Rannsóknarnefnd sjóslysa. Arlega er gefin út skýrsla um sjóslys liðins árs og fá sjómenn upplýsingar um slys í þeirri bók. ÉG VONA AÐ ÞAÐ SÉ RÉTT TILFINNING Ragnhildur er fyrsta konan sem tekur sœti í Rannsóknarnefnd sjóslysa. En hvernig er þaðfyrir hana að vinna staif sitt í eins fastheldnu karlaumhverfi og sjó- mennskan er? „Ég hef hvorki notið þess að vera kona í starfi mínu fyrir nefndina né heldur goldið þess. Ég vona að það sé rétt tilfinn- ing,“ segir Ragnhildur og hlær. ,,I nefndinni er skipaverkfræðingur, vélfræðingur og tveir skipstjórnarmenn. Ég er eini aðilinn sem ekki hefur beina reynslu af sjómennsku í starfi. Ég kem til þessa starfs fyrst og fremst sem manneskja og sem lögfræðingur.“ Ef sjóslys er ekki náttúrulögmál, hvað getur fólk í nánasta umhverfi sjómanna gert til aðfœkka slysum á sjó? „Við getum gert ýmislegt til að koma í veg fyrir slys á sjó. Það er hægt að bæta menntun og fræðslu, verkstjórn, skipin sjálf og öryggisbúnað. En það er alltaf sjómaðurinn sjálfúr sem verður að sýna árvekni í starfi. Hann verður að vera meðvitaður um að þetta er hans líf og limir. Áhöfn eins skips er ein heild og því verða allir að hugsa sem hópur. Um borð er samfélag manna sem eru fjarri öllu og eru á vinnustað og heimili sem er við- kvæmt fyrir veðri og vindum. Venjulegt fólk í landi er ekki í lífshættu á vinnustað sínum eða heimili þótt úti geisi fárviðri." Ragnhildur segir að þrátt fyrir að skip séu betri, menntun hafi aukist og öryggisbúnaður batnað hafi slysum ekkert fækkað. Dauðaslysum hefur þó fækkað eitthvað, skipstöp eru færri en hins vegar hefur slysum sem tilkynnt eru til Trygg- ingastofnunar ekki fækkað. „Það er ákaflega sorgleg staðreynd að slysum fækkar ekki. Öflugra forvarnarstarf á að skila betri árangri í fækkun slysa. Samstarf sjómanna, okkar sem vinnum við þetta í landi, heilbrigðisstétta og fleiri þarf að koma til. Það verður að taka með í reikninginn að hvert einstakt slys kostar stórfé, svo ekki sé minnst á þann skaða, beinan og óbeinan, sem hinn slasaði verður fyrir persónulega. Björgunar- og öryggisbúnaður er dýr en slysin kosta ennþá meira.“ SAMRÆMDA SKRÁNINGU SKORTIR Ekki er fyrir hendi samræmd skráning á slysum á sjó. Hún segir það sitt hjartans mál að slíkri skráningu verði komið á. CLARITY Vatnssíur Allar gerðir gD®dfflJEIC3R]ö Cfl & Vatnagörðum 26- 104 Reykjavlk «: (354)568 0160 Fax: 568 0161 Tíðni slysa sjómanna í starfi er hærri en hjá öðrum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.