Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1995, Blaðsíða 63

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1995, Blaðsíða 63
dur enn niðri á stétt og er nú í eigu Leikfélagsins. Eftir að Bjarni hætti lagði ég upp hjá Iðjuverinu.“ GÓÐ FISKIMID VIÐ TJÖRNESIÐ Hvert sóttirðu helst á trillunni? „Ut að Mánáreyjum fyrir utan Tjörnesvitann. Það var alveg gullnáma þar og þessi stóri fiskur gekk upp á slóðina, leifarnar af netafiskinum. En svo voru lúður þar stundum en sjaldnast stórar. Fimmtán til fjörutíu kíló mest. Sums staðar á þessu svæði var líka ýsa. Það var bara upplagt að fara og fá sér í soðið og fara upp á grunnið og ná sér í smáýsu. En stóru lúðurnar sem ég fékk voru fram við Lágey fram á Mánárbrekasundi. Þar eru ntið sem ég vissi alveg um nákvæmlega frá gömlum körlum. Þar var hún stóra lúðan, þessi sem ég tók inn ginklofa. Ég var bara að skaka með ásinn minn, en þetta var bara ballans með tveimur taumum og tveir önglar á hvorri taug. Þetta voru stórir önglar með rauðu gúmmíi. Lúðan tók og það fór allt á flugaferð. Ég var þá með Albin-vélina svo að ég stímaði bara á eftir henni og lét hana ráða ferðinni, því að ég vissi að það var svona skepna á króknum. Það var norðaustan hafgola og fínasta veður, svolítill velt- ingur en báturinn var ekki hár á borðið. En eins og ég sagði hafði hún gleypt þennan öngul með rauða gúmmíinu og það stóð vel í henni. Svo kom hún upp að borðinu svona þversum og ég rak bara handlegginn ofan í hana upp að olnboga og náði taki undir tálknin og það var ekkert átak að draga hana inn fyrir. Hún kom eiginlega sjálf inn en ég var allur rispaður eftir tennurnar í henni. Það var búið að segja mér þetta að þær yrðu ginklofa og bitu ekki ef maður kæmist undir tálknin. En þessi lúða var 185 kíló og með allra stærstu lúðum. Hann keypti hana hann Stefán Bárðarson, en hann var á gömlu Esjunni með stóran hóp af fólki á hringferð um- hverfis landið. Stefán var lítill og sver karl og kom niður á bryggjuna og Ieit á aflann og sagði: Mér þykir þú hafa dregið úr sjó. Þarna er heljarstór lúða. Viltu ekki selja mér hana? Ég er með fullt skip af fólki og þetta passar handa mér. Jú, ég sagði að kannski réði ég því. Svo kom verkstjórinn frá Iðjuverinu og hann sagði að það væri alveg sjálfsagt að Stefán fengi lúðuna. Svo var lúðan vigtuð og keyrð um borð og ferðafólkið varð ánægt. Verðið var fimm krónur á kílóið hjá Iðjuverinu en hann borgaði mér fimmtán krónur sá gamli. Stefán sagði að það væri stórkostlegur fengur fyrir sig að fá þessa Iúðu, en hún var engin smásmíð, tæpar þrjár álnir á Iengd. Þegar ég var að taka við greiðslunni rann blóðið undan peysunni en það greri nú fljótt þegar ég var búinn að fá aurana. Þetta var ævintýri." HEILSUHRAUSTUR AÐ UPPLAGI Þú hefur verið heilsuhraustur um œvina og alltaf getað róið alla tíð? „Jú, ég hefi verið það. En það kom samt fyrir mig slys þegar ég var sjötugur. Trillan mín var utan á annarri stærri 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.