Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1995, Blaðsíða 37
„Ef markmiðið er að fækka slysum verður að skrá þau kerfis-
bundið cil að hægt sé að staðfesta hvar og hvers vegna þau verða
og hverju eigi að breyta. Markvissar rannsóknir og kerfis-
bundin skráning eru öflugasta forvarnarstarfið.“
Að mati Ragnhildar hefur Slysavarnaskóli sjómanna skilað
mjög góðum árangri og það sjáist best í sjóprófum þegar
menn hafa bjargað sér. Hún segir að sjómenn séu harðir af
sér - stundum um of. Þeir njóti ekki sömu heil-
brigðisþjónustu og landkröbbum þyki sjálfsögð réttindi.
Það standi vonandi til bóta þegar starf annarrar nefndar,
sem hún situr í, skilar af sér.
„Hugmyndin er að auka menntun skipstjórnarmanna í
því að skilgreina sjúkdóm eða ástand hins slasaða. Bæta
lyfjakistur um borð og síðan en ekki síst að koma á fót sól-
arhringsþjónustu vakthafandi læknis í landi. Læknirinn
þarf að þekkja aðstæður um borð í skipum, vita hvernig
lyfjakistan er samsett og tala sama tungumálið og skipstjór-
inn. Skipstjórinn gegnir miklu hlutverki, því hann er
tengiliðurinn við lækninn. Hvernig á hann að vita hvort
maður er illa brotinn eða að blæða út innvortis nema hann
hafi fengið einhverja þjálfun í greiningu? Skipstjórinn
hefur margvíslegu hlutverki að gegna. Hann á að sigla skip-
inu heilu í höfn, hann á að koma með mokafla og svo er
hann líka læknirinn um borð. Það er áhugi á þessu máli,
sem má sjá á ályktun Farmanna- og fiskimannasam-
bandsins.“
Ragnhildur fékk á sig gagnrýni sem formaður nefndar
sem átti að gera tillögur um hvernig sporna mætti gegn
skráningum skipa erlendis. Hún er dóttir Hjalta Geirs
Kristjánssonar, sem sæti á í stjórn Eimskipafélags Islands,
og var Ragnhildur sögð vanhæf af þeim sökum.
Hefur þú verið gagnrýnd fyrir formennsku þína í
Rannsóknarnefnd sjóslysa á sömu forsendum?
„Nei, ég hef ekki orðið vör við það. Af því ég hef þessi
tengsl við Eimskipafélagið vík ég alltaf sæti úr nefndinni ef
skip þess félags eiga í hlut. Til að fá ekki á mig gagnrýni
vegna þessara tengsla ákvað ég sjálf
að víkja alltaf sæti þegar slíkt kæmi
upp. A sínum tíma sárnaði mér
SEGULL HF.
Nýlendugötu 26
Sími: 551 3309
Fax: 552 6282
gagnrýnin, sem mér fannst mjög óréttmæt, en þá var verið að
tala um útflöggun skipa, sem snýst um allt annað en líf og heil-
su sjómanna.“
Jóhanna A.H. Jóhannsdóttir
iÆmgBB
býður upp á eftirfarandi
námsbrautir á tœknisuiði:
1., 2. og 3. stig vélstjórnar og 1. önn í 4. stigi.
Grunn- og framhaldsdeild tréiðna
Grunn- og framhaldsdeild málmiðna
Grunndeild rafiðna og fyrsta ár
rafeinda virkjunar
Tæknibraut sem týkur með
tæknistúdentsprófi
Tækniteiknun
Auk ýmissa annarra bók- og verknámsbrauta.
Upplýsingar gefur skrifstofa skólans
ísíma 461 1710 • Símbréf 461 1148
Verkmenntaskólinn á Akureyri
Krlnglunnl.
Útbúum lyfjakistur
fyrir skip og báta.
Eigum ávallt tilbúin lyfjaskrín
fyrir vinnustaði, bifreiðar og
heimili.
Almennur sími 568 9970
Beinar línur fyrir
lækna 568 9935
Útgerðarmenn — vélstjórar.
Önnumst allar raflagnir og viögerðir í bátum, skipum og verk-
smiðjum. Áratuga þjónusta við íslenskan sjávarútveg tryggir
reynslu og öryggi frá sérþjálfuðu starfsfólki.
37