Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1995, Blaðsíða 51

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1995, Blaðsíða 51
Hásetarnir frá Filippseyjum eru dug- legir sjómenn og þægilegir í um- gegni. halda móralnum uppi. Þó voru sumir orðnir léttfúlir þegar þeir höfðu verið bjórlausir í tvo mánuði. Annars var matur og aðbúnaður góður, segir Agnar. Kokkurinn var filippeyskur og eldaði bæði evrópskan og asískan mat. Agnar saknaði þess að fá aldrei soðinn fisk í þessa mánuði, allur matur var steiktur. Hann segist hafa borðað alls konar kvikindi, bæði góð og vond. Allir skipverjar, háir og lágir, höfðu sérkáetu með salerni og baði. BARÁTTA VIÐ ÞJÓFA Agnar segir að hann hafi orðið vitni að mikilli fátækt í Suður-Ameríku en fólk hafi yfirleitt virst hamingjusamt nema í Santo Domingo. „Við vorum að berjast við það allan tímann að verkamennirnir stálu seglun- um til að byggja sér hús. Margoft þurft- um við að vísa mönnum í land vegna þess að þeir voru að stela. Allir verðir eru vopnaðir og skipin vöktuð allan sólar- hringinn. Samt tókst þeim að stela vídeótæki og karaoke frá strákunum fyrstu nóttina.“ KRAKKARNIR VERÐA FYRIR VONBRIGÐUM Þótt Agnar sé nýkominn í land eftir sex mánaða úthald er hann að þreifa eftir plássi. „Skiljanlega verða krakkarnir fyrir vonbrigðum ef ég verð á sjó um jólin. Þau höfðu búist við að ég myndi eyða jólunum heima með þeim eftir svona langa fjarveru. En ef ég fæ pláss þýðir ekkert annað en að taka því. Við erum enn að ná okkur fjárhagslega eftir þann tíma sem ég var atvinnu- og bótalaus,“ segir Agnar. Hann segir að þau hafi haft tiltölulega litlar skuldbindingar þegar hann missti vinnuna, aðeins lífeyris- sjóðslán og húsnæðisslán. Síðan hafa skuldirnar aukist um rúmar tvær milljónir. Hann segist hafa lagt sín mál á borð Oldunnar en ekki fengið neina lausn ennþá. SJÓMANNSKONUR LÍTILS METNAR HJÁ RÍKINU „Það eru fleiri sjómenn en ég í þessari stöðu. Eg hef greitt skatta og gjöld síðan ég byrjaði að vinna fyrir mér. Það er dáldið hart að standa uppi réttlaus í atvinnuleysisbótakerfmu eftir áratugi á vinnumarkaði.“ Kona Agnars, Margrét Eggertsdóttir, hefur verið heimavinnandi en saumað barnaföt og dúkkuföt til að drýgja heim- ilistekjurnar. Ekki hefur borgað sig fyrir hana að fara að vinna því hún hefði þurft að hætta um leið og hann fékk pláss. „Sjómannskonur eru lítils metnar hjá ríkinu þrátt fyrir að þær reki heimilið nánast einar. Fyrir nokkrum árum var komið til móts við bændur og þeirra mökurn veittur fullur skattaafsláttur. Við getum aðeins notað 80% af skattkorti makans þótt hann standi einn í daglega amstrinu.“ SJÓMENN ERU ALGJÖRT NÚLL í LANDI Bróðir Agnars hefur verið að líta eftir bitastæðri vinnu í landi en ekkert orðið ágengt. Nauðsynlegt er fyrir fjölskylduna að hann fái þokkaleg laun til þess að framfleyta henni. „Sjómenn eru algjört núll þegar þeir koma í land. Þeir ættu að vera hæfir í verkstjórastöður en það er ekki litið við þeim. Að mínu mati ættu stýrimanna- félögin að hjálpa félagsmönnum sínum um vinnu í landi og koma á fót atvinnu- miðlun. Félögin eru að deyja út af því starfandi stýrimönnum fækkar ár frá ári. Heima er rukkun frá stýrimannafélaginu fyrir félagsgjöldum þessa árs en því miður hef ég ekki efni á að borga þau,“ segir Agnar. Hann er hlynntur sam- einingu allra sjómanna í eitt félag. „Það er hart sótt að öllum sjómönnum í þessu landi og því verða þeir að sameinast í eitt öflugt félag. Það skiptir engu hvort þeir heita stýrimenn, vél- stjórar eða hásetar, það er fækkun í öllum störfum. Ef við stöndum saman sem sjó- menn ættum við að vera betur í stakk búnir til að verjast áföllum sem dynja á okkur alla, fiskimenn sem farmenn.“ Jóhanna A.H. Jóhannsdóttir Fólkið við Amason-fljót virtist hamingjusamt þrátt fyrir mikla fátækt. 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.