Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1995, Blaðsíða 47

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1995, Blaðsíða 47
vélstjóra, en fæstir sinntu því svo nokkru næmi. Eg sinnti því reglulega. Eftirlitsferðir voru á vissan hátt „pása“ fyrir mig ef þannig viðraði. Þessar ferðir fór ég þegar verið var að taka trollið eða skvera það sem kallað var. Ég fór í og upp úr fiskilestunum gegnum hringlaga op sem var notað fyrir fiskirennur þegar verið var að setja fisk í lestar. Þarna fór ég mína venjulegu eftirlitsferð. Það var verið að skvera trolið. Trollspilið var ekki í gangi og því lágu togvírarnir slakir á lestarlúgunum. Engin átök á þeim. Búið var að taka toghlerana í gálgana og því lágu vírarnir slakir á lúgunum. Sem fyrr notaði ég mína öruggu aðferð. Togarinn á ferð í hring við að skvera trollið. Ollu átti að vera óhætt. Skipstjórinn í brúnni „með augun opin“. Ég kom upp og steig á trollvírinn. Auðvitað ekki yfir hann vegna hættu á að geta fengið hann í klofið, í kynfærin. Nú, þar sem ég steig á togvírinn skipti engum togum að 1. sfyrimaður, sem var á spilgrindinni og sá mig auðvitað á lestarlúgunni, kúplaði að og hífði inn togvírana (grandarana) af fullum krafti. Það strekktist á vírnum eins og hann væri fjöður. Allt gerðist nú á sek- úndubroti. Ég skaust upp í loftið. Hver veit hvað hátt. Svo kom ég niður með höfuðið á undan ofan á dekkið við lunn- inguna, í svelgnum. Höfuðið skall í dekkinu,. Ég steinrotaðist, lá þarna þar til mér var dröslað aftur dekkið og niður í klefann minn. Þar var mér hent upp í koju þótt steinrotaður væri og hurðinni lokað. Vissi ég ekkert af mér í nokkurn tíma. Ég segi það núna að minna skadd- aður hefði ég verið ef ég hefði komið niður úr fluginu í sjóinn, ef þeir hefðu haft áhuga á að ná mér um borð. Þá er það spurningin hvort þeir hefðu getað náð mér rotuðum upp úr sjónum. Þegar ég rankaði við mér varð ég þess var að ég sá ekkert. Það var þreyta til augnanna og fann ég að þau voru kaf- bólgin. Bæði augun voru sokkin. Ég gerði tilraun til þess að fara fram úr kojunni, en það gat ég ekki. Mér hafði verið dröslað aftur dekkið og hent upp í rúmið mitt meðvitundarlausum. Svo var hurðinni að klefanum lokað og ég skil- inn eftir eftirlitslaus. Það er óskemmtileg upprifjun að hafa unnið með svona mönnum. Ég hafði verið á vakt í vélarrúminu þegar þetta atvik átti sér stað. Kynd- arinn, Sigurður Guðmundsson, sem var með mér á vaktinni, vissi ekkert hvað mér dvaldist. Fannst eftirlitsferðin taka langan tíma. En það kom að því að hann frétti hvað hafði komið fyrir. Ég lá í kojunni fram á næsta morgun, um kl. 16:00. Þá fór ég á mína vakt, sem hófst klukkan hálfsjö um morguninn. Annað augað var alveg sokkið og ég var óffynilegur að sjá þegar ég horfði í spegil. Ég var illa útleikinn eða eins og ég hefði sloppið úr illþyrmilegri líkamsárás. Ég hugsaði mikið um það af hverju stýrimaðurinn hafði sett togvinduna á fulla ferð þegar ég var á lestarlúgunni. Þetta atvik hefur alla tíð valdið mér heilabrotum því þetta var lífshættulegt. Á öðrum degi eftir að ég dröslaðist á fætur var farið í höfn á Flateyri í Onund- arfirði. Það var komin bræla og því lítt sjóveður. Lagst var að bryggju og ákveðið að tveir af hásetunum, sem voru dópist- ar, færu til læknisins á staðnum. Það þótti ástæða til að ég færi einnig til hans. Læknirinn þar var að nokkru leyti nafn staðarins. Jæja, við fórum þrír til hans, hann leit á okkur og hefur líklega númerað okkur í röð í huga sér inn á læknastofu sína. Ég varð þriðji í röðinni. Það var svo sem skiljanlegt. Útlitið á andliti mínu var skuggalegt. Læknirinn afgreiddi dóp- istana og þá var komið að mér. Ég sá á honum að hann hafði ekki ekki mikið álit á mér. Hann spurði mig út úr. Hann varð hvumsa og bylt við þegar ég sagði honum hvað hafði komið fyrir. Ég var settur í röntgenmyndatöku. Að skoðun lokinni sagði hann: „Þú ert greinilega með heilahristing.“ Ég varð ekkert undrandi við þennan úrskurð. Ég vissi það. Ekki sagði læknirinn að ég yrði eftir í landi, að mér væri ekki vogandi heilsu minnar vegna að halda starfi mínu áfram og fara til sjós. Nei, og það þótt veður væri óffynilegt. Eftir á hugsaði ég: „Ég hafði kannski gott af því, með minn heilahristing, að fara aftur á sjóinn — í bræluskrattann.“ NEI - en á sjóinn fór ég. Þetta var nú meiri lífsreynslan æ ofan í æ. Bæði það að skipstjórinn og sfyri- maðurinn sáu mig, en héldu samt áfram og settu í gang hífingu á togvírum. Skipstjórinn hlýtur að hafa kallað „hífa“ einmitt þegar ég stóð á togvírunum og sfyrimaðurinn þá sett togvinduna á fulla ferð. Svo þessi neikvæða meðhöndlun hjá Iækninum á Flateyri. Ég sá alltaf eftir því að hætta ekki alveg á Neptúnusi þegar ég var kominn í land um tíma og byrjaður með verkstæði mitt. Þessi tími með nýjurn mönnum var ekkert annað en afturför í lífsreynslu.“ 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.