Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1995, Síða 49

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1995, Síða 49
að fá atvinnu í þessu fagi innanlands. Þegar ég byrjaði hjá Eimskip 1976 átti félagið 21 skip. Nú eru þau átta eða níu og auk þess fækkar mannskap um borð. Ég hafði verið atvinnulaus í níu mánuði þegar ég frétti af þessu plássi í gegnum kunningja minn sem starfar hjá sömu útgerð. Það var ekki um annað að ræða en að taka pokann sinn, kveðja konu og börn og halda út í heim,“ segir Agnar. Agnar réð sig á skipið Canopus sem er 23.000 lestir og 160 metra langt. Frá Reykjavík flaug hann til Amsterdam, St. Martin í Karíbahafi, Puerto Rico og lenti að lokum í Dóminíska lýðveldinu. Það- an var siglt upp Amazon-fljót til Manaus í Brasilíu, í gegnum Panama til Esmer- alda í Ekvador, Lake Charles í Texas í Bandaríkjunum, Huston í Texas, aftur í gegnum Panamaskurðinn til Gaya Maus í Mexíkó, þaðan til Oinggaou í Kína, Shanghai í Kína, frá Kína til Osaka, Yokohama og þriggja annarra hafna í Japan, til Bangkok í Taílandi og aftur til Japans, þá til Suður-Kóreu, San Fran- siskó og Brownswille í Texas. ENGAR ATVINNULEYSISBÆTUR TIL ÞEIRRA SEM VINNA HJÁ „ÚTLENDUM" FYRIRTÆKJUM Stýrimannsferil sinn byrjaði Agnar hjá Eimskipafélaginu. Þaðan réð hann sig til Nesskips og var þar í nokkur ár. Síðustu tvö árin var hann ráðinn hjá dóttur- fýrirtæki Nesskips á Kýpur. Þegar Agnar missti vinnuna hjá dótturfyrirtækinu stóð hann uppi réttlaus á íslandi þrátt fyrir að hafa greitt skatta og skyldur. I níu mánuði var Agnar atvinnulaus án þess að fá nokkrar atvinnuleysisbætur. Hann taldi fram samkvæmt íslenskum lögum og greiddi sín stéttarfélagsgjöld til Öldunnar. En því miður var sagt hjá Atvinnuleysistryggingasjóði - engar bætur greiddar til þín. Agnar varð að bíta í það súra epli að hafa unnið hjá „út- lendu“ fyrirtæki. Skítt með það þótt heima biðu tvennir tvíburar, tólf ára og tveggja ára, og eiginkona. En aftur að útlegðinni á höfunum. Fyrsti farmur skipsins var hluti olíu- verksmiðju sem skipið flutti frá Manaus í Brasilíu til Esmeralda í Ekvador. Frá Ekvador var skipið tómt til Huston þar sem lestaður var pappír til Mexíkó. Þaðan var farið með baðmull til Kína. Frá Kína var farið til Japans til að sigla með gáma til Taílands og þaðan til Japans. á ný Síðustu tvo mánuði hafði skipið engin verkefni þrátt fyrir að alltaf stæði til að lesta skipið og í þeim tilgangi fór það til tíu hafna en ekkert að hafa. Það hafði þó ekki áhrif á laun skipverja heldur tapaði leigutaki skipsins mestu. VANHÆFIR UNDIRSTÝRIMENN Útgerðin sem Agnar réð sig til á fimm skip í rekstri. Þegar áhöfn Canopus yfir- gaf það í Brownsville var skipið selt. Agnar veit að það vantar stýrimann á annað skip hjá sömu útgerð og ef ekkert annað verður í boði ætlar hann að falast efir því plássi. „Það er allt í lagi að vera hjá þessari útgerð. Miðað við vinnuálag eru launin lægri en hér heima en heildartekjur eru svipaðar. Ekki er greitt fyrir yfirtíð og Agnar á veitingastað í Kína. Kín- verska stúlkan borðaði matinn sem hann hafði ekki lyst á þar sem kjúk- lingurinn var hrár. Raytheon V850 and V8010 Color Fishf inder/Plotters DÝPTARMÆLAR fyrir lítil og stór skip RAFHUS Fiskislóð 94-101 Reykjavík Sími: 562 1616 - Fax: 562 7366 Hafnargötu 38 - 230 Keflavík Sími:-421 1775 - Fax: 421 5844 49

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.