Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1995, Blaðsíða 60
á okkur hita. Stuttu síðar rétti einn af
mönnunum út báðar hendur og fór að
snúa sér í hringi. Þetta hiaut að vera
merki um að þyrla væri á leiðinni.
Okkur létti en þungar ágjafirnar héldu
stöðugt áfram að dynja á okkur.“
Blumentritt og áhöfn hans höfðu gott
forskot á vél Sills þegar flogið var með
fram ströndinni.
Lítið sást út um glugga vélar hans -
flugmennirnir horfðu á mælaborðið —
það var ekkert annað að styðjast við í
öllum titringnum og hávaðanum. Hinn
lágvaxni og snaggaralegi flugstjóri lét
ekki deigan síga:
„Við merktum eyjar og sker sem við
sáum á kortunum inn á ratsjána. Hend-
erson fylgdist með út um gluggana
meðan ég stjórnaði þyrlunni. Þegar við
nálguðumst sker sem við sáum á rat-
sjánni sagði Henderson mér til.
„Við ættum að sjá eyju fram undan
núna, hún ætti að birtast á hverri sek-
úndu,“ sagði Henderson. „Allt í einu
birtist hún og ég sveigði þyrlunni
hlémegin við eyjuna. Eg var mest hrædd-
ur um að við ættum eftir að fljúga fram
hjá skerjum eða eyjum sem ekki voru
merktar inn á kort. Hvað tækjum við til
bragðs ef óvænt sker birtist allt í einu
fyrir framan okkur úti í sortanum? Svona
þræddum við okkur áfram eftir strönd-
inni áleiðis að slysstað. Þetta virtist ætla
að ganga. Vindurinn stóð af austri og
ókyrrðin var farin að réna. Snjókoman
var þó mikil og skyggnið slæmt og stutt
íað færi að dimma. Við nálguðumst nú
Vöðlavík. Ég var spenntur að sjá hvernig
aðstæðurnar væru við skipið."
Sills reyndi að fljúga þyrlu sinni eins
hratt og mögulegt var:
„Við náðum aðeins um 140 kílómetra
hraða og stundum var skyggnið ekki
neitt. Við gátum því ekki stuðst við nein
kennileiti. Þetta var stöðug barátta. Ekki
bætti úr skák að skammt var í að birtu
tæki að bregða. Við horfðum á kortin og
ratsjána og fórum eftir mælunum. Loftið
var þrungið spennu. Fram að þessu
höfðum við verið í sambandi við
Biumentritt og áhöfn hans. Hann sagði
að þeir væru nánast komnir að Vöðlavík.
Nú hættum við að heyra frá þeim, þeir
höfðu um annað að hugsa en að tala við
okkur.“
Blumentritt og Henderson voru orðn-
ir óþreyjufullir að sjá hvernig umhorfs
væri á slysstað og rýndu út í sortann.
Jesse Goerz sigmaður, sem þarna var í
fyrsta raunverulega björgunarleiðangri
sínum þar sem líf lá við, var að undirbúa
stóru stundina: að fara út í óveðrið, síga
niður og reyna að bjarga Islendingunum
sex:
„Ég hafði allan sigbúnaðinn til reiðu
fyrir björgunina og fór stöðugt yfir það í
huganum hvað biði mín á slysstað. Ég
Gary Copsey flugmaður skömmu
fyrir brottför frá Neskaupstað.
Ljósm.: Bjarni Stefánsson
var nokkuð viss um að ég þyrfti að festa
mig við skipið meðan á björguninni
stæði. A leiðinni hafði ég reynt að gera
mér í hugarlund hvernig skipverjunum
liði, hve mikið þeir væru hugsanlega
slasaðir og hvers konar sjúkraáhöld ég
þyrfti. Ég hugleiddi einnig hvaða
spurningar ég myndi leggja fyrir menn-
ina þegar niður kæmi til að komast að í
hvaða ástandi þeir væru. Þeir voru
örugglega mjög kaldir. Því var ljóst að ég
og Matt Wells, sem átti að síga niður
með mér, þyrftum að „koma skipverjun-
um í gang“ áður en þeir yrðu hífðir
upp.“
Nú var stóra stundin einnig að renna
upp hjá Blumentritt flugstjóra. Honum
hafði tekist að fljúga vélinni alla leið til
Vöðlavíkur:
„Við flugum fyrir nesið og sáum nú
hvað var að gerast. Við Henderson
komum báðir auga á bát eða skip úti á
víkinni og ég hægði á þyrlunni.
Ég varð agndofa.
Hópur manna stóð uppi á þaki
skipsins sem var hálfsokkið í briminu.
Ég varð mjög óstyrkur við að sjá þetta og
hugsaði: „Þetta er hræðilegt. Ég er ekki
viss um að ég geti bjargað þessum mönn-
um. Þetta lítur mjög illa út og ég hef
aldrei híft við svona aðstæður. Þetta er
erfiðara verkefni en nokkuð annað sem
ég hef glímt við á ævi minni."
Fram að þessu höfðum við lent í
hremmingum en höfðum þó alltaf átt
möguleika á að snúa við. En nú vorum
við komnir á slysstaðinn. Við vorum
ekki bara að tala um að bjarga sex mönn-
um eins og við höfðum gert á leiðinni
því blákaldur og ótrúlegur raunveruleik-
inn blasti við okkur - nú þurfti að
framkvæma björgunina. Þarna voru sex
sjómenn í sjónum fyrir neðan okkur.
Mér til mikillar skelfingar sá ég þá
skyndilega hverfa í hafrótinu þegar
brimskaflarnir riðu yfir skipið. Ekki var
hægt að líta framhjá því að mikil hætta
var á að einhver ætti eftir að deyja meðan
á björgunaraðgerðum stæði. En við
máttum ekki örvænta.
„Það er ekki eftir neinu að bíða. Við
skulum fara að vinna. Talið þið við mig,
strákar. Hvernig eigum við að standa að
þessu?“ sagði ég við hina.
„Ég sé skipið vel,“ sagði Jeff Frembling
spilmaður.
Við vorum byrjaðir.
Ég ákvað að fljúga hring yfir flakinu
og við töluðum stöðugt saman. Matt og
Jesse sögðu mér hvernig þeir ætluðu að
láta spilvírinn síga niður. Við ræddum
hvort væri betra að nota lykkju eða stól
og ákváðum að láta strákana síga fyrst
niður í lykkju.”
Orð fá ekki lýst því hvernig skipbrots-
mönnunum sex og björgunarmönnun-
um í fjörunni leið þegar þeir sáu þyrluna
koma fyrir Krossanesið. Mennirnir
hugleiddu þó hvernig þyrla ætti yfir höf-
uð að geta athafnað sig í þessum gífur-
lega veðurham.
Dyrnar aftan á þyrlunni voru opnaðar
og Jesse Goerz var að hefja sína fyrstu
björgun:
„Þegar ég var tilbúinn með lykkjuna
utan um mig athugaði ég hvort ekki væri
allt á sínum stað. Ég sagði: „Matt, hor-
fðu á mig. Er ekki allt rétt, er nokkuð
sem er ekki eins og það á að vera á gall-
anum?“ Ég var taugaóstyrkur og adrena-
línið flæddi um líkamann. Ekkert mátti
fara úrskeiðis. Aður en Jeff slakaði mér
60