Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1997, Page 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1997, Page 10
Asgeir Magnússon, skipstjóri á Þorsteini GK frá Grindavík, gleymir vetrarvertíðinni 1997 aldrei. Hann hefur fiskað vel, það er miðað kvóta, en kvótans vegna hefur ekki verið með róið með fullum afköstum, langt því frá. Það er ekki bara mikið af þorski og sú sára staðreynd að mega ekki fiska eins og hugur og hendur heimila, sem verður til þess að þessi vertíð er sú eftirminnileg- asta. Það er annað sem gerir vertíðina Ásgeiri ógleymanlega. Þann 10. mars sl. fékk Þorsteinn í skrúfuna og ekkert varð við ráðið, bátinn rak und- ir Krísuvíkurbjarg, þar sem hann á örfáum vikum liðaðist í sundur. Allri áhöfninni, tíu mönnum, var bjargað um borð í TF-LÍF. Ásgeir fór síðastur frá borði og segir það erfiðustu ákvörðun sem hann hefur tekið, það er þegar hann varð gefast upp og skilja bátinn eftir mannlausan. en „Vertíðin í vetur er þriðja eða fjórða vertíðin, á jafn mörgum árum, sem við verðum varir við meiri þorsk, en árið áður. Það eru engar ýkjur að það er alls- staðar þorskur. Ég, og fleiri, er búinn að gera ýmislegt til að freista þess að fá ufsa eða ýsu, en það gengur ekkert. Við erum búnir að leggja smáriðin net á slóðir þar sem við höfum á undangengnum árum fengið ufsa og ýsu, en það kemur allt fyrir ekkert. Netin eru þá búkk- uð af smáum þorski. Við erum í standandi vandræðum þar sem það er það mikið af þors- ki,“ segir Ásgeir Magnússon skipstjóri. Eins og kom fram hér að framan verður þessi vertíð æ í hugs Ásgeirs. Við ræddum saman á fallegu heimili hans og Svanfríðar Sigurðardóttur að Baðsvöllum 5 í Grindavík. Barnabarn er í heimsókn hjá afa og ömmu, það er í laug- inni, en myndarleg sundlaug er í garði þeirra hjóna. Ásgeir rifj- ar upp hinn örigaríka dag, 10. mars 1997, þegar net festist í skrúfu Þorsteins, ekkert varð að gert og bátinn rak upp í bjargið og endaði þar með hlutverk sitt, sem ekki er lítið, því oft hefur fiskast vel á bát- inn. En við erum ekki bara að ræða það sem vel fer, nú er hugurinn við óhappið. „Þegar mér þykir allt ganga mér á móti tek ég hann þenn- an, held á honum smástund og legg hann síðan frá mér aft- ur, segir Ásgeir og sýnir mér bikar, bikar sem hann fékk í viðurkenningarskyni fyrir að vera aflakóngur þeirra Grind- vikinga á vertíðinni 1986. „Þá var ég með Hrafn Sveinbjarn- arson II og við fengum 930 tonn þá vertíð." Róið eftir viku brælu „Það var búinn að vera bræla í viku þegar við rérum 10. mars. Veður var ekki gott og talsverður sjór. Við fórum austur undir Krísuvíkurbjarg. Við lögðum átta trossur og út- litið var gott. Ég var forvitinn og ákvað að draga tvær tross- ur, það var lítið í fyrri trossuna en háift annað tonn í þá síðari. Óhappið varð þegar við vorum að leggja hana aftur. Það hafði bætt í veður og samkvæmt upplýsingum, sem ég nú hef, þá hann sló upp í ellefu vind- stig þegar mest var og einmitt á svipuðum tíma og við vorum að leggja þessa trossu. Það voru dimm éi og við sáum ekki bjargið, en vorum tæpa mílu frá landi. lýað drapst á vélinni um leið og- það festist í skrúf- unni. (fyrstu hafði ég samband við Reykjavík til að fá upplýs- ingar um næstu báta, Freyr reyndist vera næst okkur, en hann var 11 mílum frá okkur. Við tókum að reyna allt sem við gátum, störtuðum vélinni ítrekað í von um að skrúfan hreinsaði sig, en allt kom fyrir ekki. Þegar Ijóst var að ekki tækist að setja í gang kallaði ég eftir formlegri aðstoð og við létum ankerin falla, en þá vor- um við aðeins 0,6 mílur frá landi. Ég hef aldrei orðið vitni af öðrum eins átökum, það tók hrikalega í ankerisfestingarnar, ég hélt stundum að spilið myndi hreinlega rifna upp af dekkinu, átökin voru með ólík- 10 Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.