Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1997, Síða 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1997, Síða 13
sá dagur að hann hugsi ekki til 10. mars og þeirra atburða sem hann upplifði þá. Þar sem frá var horfið „Vertíðin var búin að vera góð. [ janúar fengum við 100 tonn, 180 tonn í febrúar og þá fjóra daga sem við drógum í mars, fengum við 55 tonn. Eftir óhappið vissi ég ekki hvað biði mín, eða okkar sem vorum á Þorsteini. Þorsteinn GK 16 var 179 tonn smíðaður í Noregi 1963, en hann var lengdur 1964 og yfirbyggður 1985. Hóp hf. í Grindavík, sem gerði bátinn út, leitaði að nýjum báti og fyrir valinu varð Svanur SH 111, 138 tonna stálbátur, en hann var smíðaður á ísafirði 1971. Eftir að Hóp hafði keypt Svan- inn voru höfð nafnaskipti og Svanurinn varð Þorsteinn GK 16. Ásgeir, sem og allir aðrir sem voru á Þorsteini, voru ráðnir á hinn nýja Þorstein. „Ég átti allt eins von á að ekki yrði keyptur annar bátur. En ég er mjög ánægður með þessa ákvörðun og kann vel við þennan nýja bát. Þegar við lögðum á ný, nú á öðrum bát, fór ég strax á þann stað þar sem við fengum í skrúfuna 10. mars og lagði á sama stað og ég var að leggja þegar óhapp- ið varð. Ég sagði í gríni við strákana hvort ekki væri best að byrja þar sem frá var horfið.“ Þorskurinn er okk- AR VANDI Ásgeiri, sem og öðr- um skipstjórum, er tíð- rætt umhversu mikil þorskgegnd er á mið- unum. Hann nefnir margar sögur máli sínu til sönnunar. Merkileg- ast er þegar segir frá hvað hafi verið reynt til að fá aðrar teg- undir. Þeir eru búnir að leggja net á slóðum sem lítill sem enginn þorskur hefur verið á, en það hefur „brugðist". Búið er að gera margar tilraunir með að leggja smáriðin net á slóð- um þar sem á síðustu árum hefur fengist ýsa eða ufsi, en allt kom fyrir ekki. Netin búkk- uð af smærri þorski. „Þetta er með ólíkindum. Þeir í landi eru ekki hrifnir af því að fá þennan smærri fisk og þess vegna erum við nán- ast ráðþrota. Það er ekki eig- andi við aðrar tegundir, það er allsstaðar þorskur. Ég hef heyrt þann orðróm að menn hendi smærri fiskinum, en fyrr hætti ég til sjós en henda fiski, sagði Ásgeir Magnússon, skipstjóri í Grindavík. ■ Hönnun • smíði • viðgerðir • þjónusta STÓRÁSI 6 • 210 GARDAB/ER • SÍMI 565 2921 • FAX 565 2927 ueistlorar athugiol Eruð pið i samuandl? Boðherfin frá ftscom Taleco gera yhhur hieift að uera í stöðugu sambandl - rétta lausnin fyrir flotannt ..í þeim tilfellum þegar við erum við smíðar eða viðgerðir utan vélarúms er það ómetanlegur kostur að vera öruggur um að fá aðvörun frá viðvörunarkerfi vélarúmsins með texta á þoðtækið svo ekki sé talað um öryggið sem því fylgir". „Þetta boðtæki hefur að mínu mati gert viðgerðarvinnu um þorð í Málmey markvissari, ótímabærar stöðvanir tækja og búnaðar skemmri auk þess sem hugarró okkar er meiri en ella". Ásgeir Guðnason vnruéistióri á máimeu ascomTateco ^P^^NÝHERJI / RAPÍÓSTOFAN SKIPHOLTI 37 - SÍMl 569 7600 - FAX 569 7799 SjÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR 13

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.