Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1997, Qupperneq 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1997, Qupperneq 19
hversu vel er búið að öldruð- um að Hrafnistu þá mun það jafnt og aðrir vilja leggja góðu máli lið með því að eiga miða í Happdrætti DAS. Kynnum ungu fólki jafn gott málefni og Dvalarheimili aldraðra sjó- manna og við þann skilning mun þátttaka í Happdrætti DAS aukast á ný og verða aft- ur sá hvati að enn megi betur gera, gera Hrafnistu betri í framtíðinni. Ungu fólki sem er að hefja þátttöku í atvinnulífinu finnst vafalaust að framtíð efri áranna sé fjarlæg og ótíma- bært að leiða þar hugann að. Það fannst mér sjálfum einnig fyrir 30 árum, en mikið ósköp voru þau 30 ár fljót að líða. Oft er það gott sem gamlir kveða og eigi er gott ráð nema í tíma sé tekið. Þetta er hvort tveggja mælt af visku þeirra sem reynslu hafa og eru þekktir málshættir. Sem betur fer þurfa fáir í dag að „lepja dauð- ann úr skel.“ Verum samtaka um að koma í veg fyrir að það hlutskipti úr fortíðinni vitji okkar ekki á efri árum. Tryggjum framtíð Hrafnistuheimilanna með virkri þátttöku í Happ- drætti DAS. ■ Nýverið var tekin í notkun HEILSU- OG LÍKAMSRÆKTAR- STÖÐ í ÞESSU NÝJA HÚSI Hrafnistu í Reykjavík Verðmæti landaðs afla upp úr sjó í íslenskum höfnum Sautján hafnir með yfir milljarð Verðmæti landaðs afla í ís- lenskum höfnum nam samtals 52,5 milljörðum króna árið 1995 og er þá miðað við verð- mæti upp úr sjó. Verðmæti afla sem landað var í Reykjavíkur- höfn nam tæplega 6,3 milljörð- um króna og næst kemur Ak- ureyrarhöfn með 3,8 milljarða króna. Aflaverðmæti samtals 17 hafna fór yfir einn milljarð króna árið 1995. Þessar upplýsingar eru byggðar á virðisyfirliti Fiskifé- lagsins og koma fram í fylgi- skjali með þingsályktunartil- lögu um hafnaáætlun 1997- 2000. Landaður afli í íslensk- um höfnum árið 1995 var sam- tals liðleg 1,5 milljón tonn, en að sjálfsögðu fer ekki saman tonnafjöldi og aflaverðmæti. Á Vesturlandi var ein höfn yfir milljarðamarkinu fyrrgreint ár. Það er Akranes með 1,9 milljarða. Á Vestfjörðum er sömuleiðis aðeins ein höfn yfir þessu marki en það er fsa- fjöröur með 2,9 milljarða. Á Norðurlandi vestra er einnig um að ræða eina höfn, Siglu- fjörð, með aflaverðmæti upp á einn og hálfan milljarð. Þegar kemur að Norðurlandi eystra fjölgar milljarðahöfnum. Á Ólafsfirði og á Dalvík nam afla- verðmæti 1,1 milljarði á hvorri höfn. Akureyri státar af 3,8 milljörðum og Húsavík fer í tæplega 1,1 milljarð. Á Aust- fjörðum fara þrjár hafnir yfir þetta mark. Neskaupstaður með 1,3 milljarða, Eskifjörður 1,2 og Höfn með 1,4. í Suðurlands- kjördæmi eru Vestmannaeyjar með 2,9 milljarða og Þorláks- höfn með tvo milljarða. Á Reykjanesi komast fjórar hafnir á blað. Það eru Grindavík með 2,3 milljarða, Sandgerði 2,6, Reykjanesbær 1,1 og Hafnar- fjörður þrjá milljarða. Loks er það Reykjavíkurhöfn með landað aflaverðmæti er nam 6.249 milljónum króna. Erlend- is var landað afla að verðmæti þrír milljarðar uppúr sjó árið 1995. Að lokum má geta þess, að samkvæmt hafnaáætlun er áformað að framlög ríkissjóðs til hafnarmannavirkja á árunum 1997-2000 nemi samtals 2,6 milljörðum króna. ■ Verðmæti afla sem landað var i Reykjavikurhöfn nam tæplega 6,3 milljörðum króna og næst kemur Akur- eyrarhöfn með 3,8 milljarða króna. SjÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.