Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1997, Page 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1997, Page 25
Risa skemmtisnekkja smíðuð sos Ekki er morsið alveg horfið úr loftinu enn sem komið er þótt margar strandstöðvar um heim allan hafa þegar lagt nið- ur þjónustu við þessa bylgju- lengd sem endanlega verður lögð af í byrjun árs 1999. Þó brá svo við um daginn að rússneskt flutningaskip sendi út neyðarkall á morsi. Vera, sem er 1700 tonn að stærð fékk á sig brot í vondu veðri undan Terschelling í Hollandi með þeim afleiðingum að einn brúargluggi brotnaði og öll fjarskiptatæki eyðilögðust að undanskildum tækjum til sendinga á morse tíðninni. Því var ekki um annað að ræða en að bregða fyrir sig betri fætin- um í fjarskiptunum og senda út gamla SOS merkið. Stöð í Ostende í Belgíu svaraði kall- inu og var dráttarbátur sendur til aðstoðar. Engin neyðar- skeyti hafa borist til stöðva í Evrópu á morsetíðninni í lang- an tíma. ■ Soldáninn af Burnei hefur pantað sér nýja skemmti- snekkju sem smíða á hjá skipasmíðastöð í Bremen. Verður þetta stærsta skemmti- snekkja í heimi og er gert ráð fyrir að hún muni kosta um 60 milljónir dollara. inréttingarnar einar og sér munu kosta um 9 milljónir dollara en það er fyrir- tæki í Dresden sem hefur fengið samning um smíði þeir- ra. Stærsta skemmtisnekkja sem nú er til er í eigu Fahd konungs af Saudi Arabiu en hún er einungis146 metra löng eða 3 metrum styttri en nýjas- ta skip Eimskipa Brúarfoss. ■ Ritvélarán Nýtt diskótek Skipasmíðastöðin Stocznia Gdansk S.A. í Gdansk í Pól- landi var lýst gjaldþrota síðari hluta árs í fyrra. Nú hefur verið tilkynnt að hluta þessara skipasmíðastöðvar verði breytt í diskótek. Ein sex bygginga stöðvarinnar verður sem sagt breytt í næturklúbb sem verður um 21 þúsund fermetrar að flatarmáli. Þá ættu sjómenn sem koma til hafnar í Gdansk að geta skemmt sér niðri á bryggju og þurfa því ekkert að þvæl- ast langar leiðir í leigubílum til að komast á vit skemmtanalífs- ins. Ekki hefur enn verið gefið út hvenær staðurinn opnar né hvert nafnið verður. Ef einhverjir lesendur blaðsins verða á ferðinni í Gdansk ættu þeir að heimsækja þennan klúbb en því miður verður ekki um afslátt á ingangseyri að ræða fyrir lesendur Víkingsins. ■ Sjórán hafa oft verið til um- endurminningum sjóræningja fjöllunar hér og enn bætist ein því ekki skortir þeim orðið sagan til viðbótar. Þýskt 20 verkfærin til að skrifa. ■ þúsund tonna gámaskip, Libra Buenos Aires, varð sjóræningj- um að bráð nýlega. Sjóræn- ingjarnir komust um borð þar sem skipið lá á legu undan Rio de Janeiro í Brasilíu. Lokuðu þeir fimm skipverja inn í einum klefa og aðrir voru lokaðir inn í klefum sínum. Skipstjórinn varð fyrir barsmíðum og var neyddur til að opna peninga- skáp skipsins sem var tæmd- ur. Síðan voru allir klefar skipsins rannsakaðir og einnig voru gámar í farmi skipsins opnaðir. Meðal þess sem stolið var voru sex bretti með Olivetti ritvélum, 24000 banda- ríkjadollarar og persónulegar eigur skipverja. Nú er bara að sjá hvort ekki verða fljótlega gefnar út margar bækur með Det Norske Veritas Á árinu 1996 strikaði flokkunarfélagið Det Nor- ske Veritas 233 skip úr sín- um flokki. 80 þeirra voru skip sem ekki fylgdu kröf- um flokkunarfélagsins um úrbætur en afgangurinn af skipunum voru færð til annarra flokkunarfélaga. Meðalaldur skipanna sem ekki fylgdu kröfum félags- ins var 17,8 ár en þau sem flutt voru milli félaga var 12 ár. ■ SJÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR 25

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.