Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1997, Side 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1997, Side 31
Segja má að hin góða reynsla af SIF hafi hjálpað okkur í haráttunni fyrir stærri þyrlu að því leyti, að nú gerðu allir sér grein fyrir mikilvægi björgunarþyrlu. Enda fengum við mikinn stuðning frá sjómönnum og öllum almenningi. Við höfðum strax augastað á Super Puma þyrlu. til nýja þyrlan TF-LIF kom til landsins. Hvenær á þeim tíma farið þið að sjá þörfrna fyrir stærri og öflugri þyrlu? „Við gerðum okkur grein fyrir því þegar við fengum SIF, að hún væri millistærð af þyrlu. En við vissu líka að á þeim tíma vær- um við ekki tilbúnir til að taka við stærri og öflugri þyrlu. Við vorum ekki búnir að fá þá nauðsynlegu þekkingu og reynslu sem þurfti. Það var heldur ekki aðstaða í flugskýlinu íýr- ir stærri þyrlu. Ég sá hins vegar alltaf íýrir mér að reynslan af SIF myndi færa okkur stærra og öflugra tæki. Þegar við höfðum ver- ið með SIF í nokkur ár höfðum við rekið okkur á að við vorum alltof oft á rauðu strik- unum og þyrftum öflugri björgunarþyrlu, eins og við vissum fýrir. En fýrst þurfti að fá eina áhöfn í viðbót, fleiri flugvirkja og endur- byggja flugskýlið. Þar er nú komin ein besta viðhaldsaðstaða á landinu.“ Þið farið þá að þrýsta á um kaup á stærri þyrlu fýrir mörgum árum? „Já, við fórum að vekja athygli á nauðsyn þess að fá öflugri þyrlu. Þetta var öðru vísi en þegar við vorum að hamra í gegn að fá SIF. Þá vorum við í raun að berjast fýrir áfram- haldi á þyrlurekstrinum. Nú þurftum að sýna frammá að nauðsynlegt væri að fá stærri þyrlu og að við værum undir það búnir að reka hana. Segja má að hin góða reynsla af SIF hafi hjálpað okkur í baráttunni fýrir stær- ri þyrlu að því leyti, að nú gerðu allir sér grein fýrir mikilvægi björgunarþyrlu. Enda feng- um við mikinn stuðning frá sjómönnum og öllum aimenningi. Við höfðum strax auga- stað á Super Puma þyrlu. Þess má raunar geta PÁLL HALLDÓRSSON FLUGSTJÓRI I VINNUNNI. ÞEIR FÉLAGAR Á ÞYRLUNUM ERU OFTAR EN EKKI Á VAKT. að um 1980 komu Frakkar hingað til lands með tvær Puma þyrlur til að prófa og þróa af- ísingarbúnað á þær. Staðreyndin er sú að þessi þyrlumarkaður er eklci stór. Fólk getur valið milli tugi eða hundruða tegunda af bíl- um frá ýmsum löndum. Það er allt annað þegar kaupa á björgunarþyrlu. Þá er ekki nema fjórar til fimm gerðir sem koma til Ægir, eitt af þremur varðskipum Landhelgisgæslunnar. Sjómannablaðið Víkingur 31

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.