Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1997, Page 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1997, Page 35
Landhelgisgæslan keypti nýja þyrlu af gerðinni Sikorsky S 76 árið 1980. Hún bar einkennisstafina TF-RAN. Þyrlan var sér- hönnuð til landhelgisgæslu og með öflugan lyftibúnað til björgunarstarfa. RAN fórst í Jökulfjörðum 1983 með fjögurra manna áhöfn. Þetta er ein þyrluslys Gæslunnar þar sem manntjón hefur orðið. Hér á eftir verður stiklað á stóru í sögu RAN. Fyrsta eiginlega björgunarferð þyrlunnar var farin 18. nóvember árið 1980. Maður sem leysti af vitavörðinn á Hornbjargsvita fékk slæmt hjartakast snemma um daginn. Akveðið var að senda RAN eftir manninum. Veður var mjög slæmt, hvassviðri og lélegt skyggni. Af þessum sökum varð að fresta brottför þyrlunnar frá Reykjavík og farið að skipuleggja leiðangur björgunarsveitarmanna frá Isafirði til Hornavlkur með varðskipinu Ægi. Það átti síðan að bera manninn á bör- um til Hornavíkur og varðskipið að flytja hann til ísafjarðar. Reiknað var með slíkur leiðangur tæki um 12 klukkustundir. Um klukkan 14 tókst RAN hins vegar að komast á loft og flaug vestur á Horn- bjargsvita. Lending þar tókst vel þrátt fyrir mjög slæmt skyggni. Tíu mínútum síðar var þyrlan farin aftur í loftið með sjúklinginn og kom með hann til ísafjarðar um klukkan 16. Skipherra í ferðinni var Sigurður Arnason. Fyrsta ferð TF-RAN eftir manni í skipi á hafi úti var farin 13. febrúar 1982. Sjómaður um borð í skuttogaranum Jóni Baldvinssyni hafi slasast illa við vinnu sína, en skipið var þá statt 90 mílur út af Reykjanesi. Ferð RAN tókst vel undir flugsstjórn Björns Jónssonar og gekk greiðlega að ná manninum um borð °g flytja á sjúkrahús I Reykjavík. Björgun á síðustu stundu Um miðjan dag þann 31. október 1983 fórst vélbáturinn Haförn SH 22 frá Stykkis- hólmi við Bjarnareyjar á Breiðafirði eftir að bafa fengið á sig brotsjói á leið til lands. Sex tuanna áhöfn var um borð. Þrír náðu að losa gúmbát og stökkva um borð í hann í þann mund að Haförn sökk. Ekki náðist að senda ut neyðarkall. Mennirnir í gúmbátnum skutu upp neyðarblysi og skipverjar á Þórs- nesi sáu það. Þórsnes var um tvær mílur á eft- 't Haferninum. Þórsnes fór þegar að kalla Haförninn upp sem og skipverjar á Gretti, sem einnig var á heimleið. Þegar ekkert svar barst varð ljóst að Haförn hafði farist. Strax var haft samband við land og óskað eftir að- stoð þar sem ljóst var að bátar kæmust ekki nálægt slysstaðnum vegna brims og skerja. RA.N var í æfingaflugi þennan dag og settist á þyrlupall varðskipsins Óðins sem var útaf svonefndum Kvíum milli Veiðileysufjarðar og Lónafjarðar. Klukkan 22.53 hóf þyrlan sig á loft frá Óðni og var ætlunin að fljúga um Djúpið og æfa hífingar. Að því loknu átti að lenda aftur á varðskipinu. Skömmu eftir að þyrlan fór í loftið heyrðist eitthvað óskiljanlegt í talstöð hennar og skipverjar á Óðni sáu hregða fyrir ljósleiftri nokkuð frá skipinu. Þá hafði þyrlan aðeins verið á lofti í eina til tvær mínútur að því er varðskipsmenn töldu. Óðinsmenn reyndu að kalla þyrluna upp en þegar hún svaraði ekki þótti mönnum ljóst að slys hefði orðið. Áhöfn Þórsness sá að gúmbát Hafarnarins rak að skerjum við Bjarnareyjar og tveir menn komust þar í land. Bátinn rak frá aftur og bar síðan upp við eyjuna Lón og sást að þar komst þriðji maðurinn á land. Ekki var viðlit að sigla nálægt skerjunum vegna brims og björgun frá sjó útilokuð. Bátarnir lónuðu fyrir utan og svipuðust um eftir braki ef vera skyldi að fleiri hefðu komst af. Slysavarnarfélagið fékk tilkynningu um slysið klukkan 14.40 og þar var sagt að að- stoð þyrfti að berast skjótt. Slysavarnarfélagið hafði samband við Gæsluna og bað um að þyrlan yrði send á vettvang og einnig var ósk- að eftir þyrlu frá varnarliðinu. TF-RAN fór á vettvang og var Páll Halldórsson flugstjóri og Benóný Ásgrímsson flugmaður. Klukkan 16.10 var hún komin á staðinn og bjargaði fyrst mönnunum tveimur af skerinu. Þeir voru orðnir mjög kaldir og þrekaðir þegar þeir voru hífðir upp í þyrluna. Ljóst var að þeim var bjargað á síðustu stundu, enda gekk sjór yfir skerið. Síðan lenti þyrlan í Lóni og þriðja manninum bjargað, sem var orðinn aðframkominn af kulda. Þessi björgun tók aðeins 10 mínútur. RAN flutti skipbrots- mennina til Stykkishólms þar sem þeir voru lagðir á sjúkrahús. Hinir skipverjarnir þrír fórust. Friðgeir Olgeirsson stýrimaður á RAN sagði í viðtölum við fjölmiðla, að boða- föll hefðu gengið yfir mennina á skerinu þeg- ar þyrlan kom á vettvang. Þetta var síðasta björgunarflug sem farið var á TF-RAN. Slysið í Jökulfjörðum Áttundi nóvember 1983 er svartur dagur í þyrlusögu Landhelgisgæslunnar. Að kvöldi þess dags fórst TF-RAN í Jökulfjörðum í ísa- fjarðardjúpi með fjögurra manna áhöfn. Mennirnir sem fórust voru Björn Jónsson flugstjóri, 51 árs, Þórhallur Karlsson flug- stjóri, 40 ára, Bjarni Jóhannesson flug- vélstjóri, 36 ára og Sigurður Ingi Sigurjóns- son stýrimaður, 44 ára. RAN var í æfingaflugi þennan dag og sett- ist á þyrlupall varðskipsins Óðins sem var útaf svonefndum Kvíum milli Veiðileysu- fjarðar og Lónafjarðar. Klukkan 22.53 hóf þyrlan sig á loft frá Óðni og var ætlunin að fljúga um Djúpið og æfa hífingar. Að því loknu átti að lenda aftur á varðskipinu. Skömmu eftir að þyrlan fór í loftið heyrðist eitthvað óskiljanlegt í talstöð hennar og skip- verjar á Óðni sáu bregða fyrir ljósleiftri nokk- uð frá skipinu. Þá hafði þyrlan aðeins verið á lofti í eina til tvær mínútur að því er varð- skipsmenn töldu. Óðinsmenn reyndu að kalla þyrluna upp en þegar hún svaraði ekki þótti mönnum ljóst að slys hefði orðið. Óð- inn hóf leit þegar I stað og ennfremur komu bátar frá ísafirði og víðar að til leitar. Klukk- an tvö um nóttina fann línubáturinn Orri frá ísafirði brak í sjónum um hálfa mílu frá landi milli Veiðileysufjarðar og Lónafjarðar og þótti víst að það væri úr RAN. Síðar um nóttina fannst fleira úr þyrlunni. SJÓMANNABLAÐIÐ VfKINGUR 35

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.