Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1997, Side 37

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1997, Side 37
Guðjón Armann Eyjólfsson skólastjóri Stýrimannaskólans í Reykjavík segir stórfelldar breytingar í farvatninu. Páll Ásgeir Ásgeirsson blaða- maður kynnti sér málið Eigum Menntamálaráðuneytið hefur ákveðið að frá og með næsta skólaári sem væntan- lega þýðir frá og með hausti 1997 taki gildi breytt fýrirkomulag skipstjórnarnáms. Nám- inu verður eftirleiðis skipt í tvo hluta sem starfa að heita má á óiíkum svæðum. Annars vegar er tveggja ára nám á sjávarútvegsbraut sem boðið verður upp á við nokkra fram- haldsskóla og Stýrimannaskólann í Reykjavík og lýkur með 30 tonna skipstjórnarréttind- um. Það hefur hingað til verið kallað punga- próf en er ekki nefnt því nafni í námsvísin- um. Þetta er 68 eininga nám sem verður í boði við Framhaldsskóla Vestfjarða, Verk- menntaskólann á Akureyri, Sjávarútvegssvið á Dalvík, Verkmenntaskóla Austurlands, Framhaldsskólann á Höfn í Hornafirði, Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum og Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Þetta er auðvitað háð því skilyrði að næg þáttaka fáist. Hins vegar er tveggja ára fagnám sem ein- göngu verður í boði við Stýrimannaskólann í Reykjavik eftir 1999. Námið mun taka 2 ár og skiptast í 3 stig eins og það gerir í dag. Námsskrá er enn í vinnslu í því háa mennta- málaráðuneyti en verður tilbúin haustð 1998 SjÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR 37

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.