Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1997, Page 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1997, Page 39
Gestir skoða Stýrimannaskólann í Reykjavík. því ekki hægt að ráðast í þær fyrr en verulegt fjármagn fæst til verksins...Það er því ekki hægt að segja nákvæmlega til um hvenær verður hægt að hefjast handa.“ Verðum að gefa breytingum tíma í sama viðtali er velt upp þeirri hugmynd að nemendur við Sfyrimannaskólann fái að- gang að tækjum og búnaði stofnana eins og Hafró, Landhelgisgæslunnar, Veðurstofunn- ar og fleiri slíkra ríkisstofnana í tengslum við námið. Björn telur æskilegt að nemendur kynnist starfsemi þessara stofnana en skólinn verði sjálfur að semja um slíkan aðgang. Þessar umræður eiga rót sína í þeim hug- myndum að skólinn sé stórlega vanbúinn af tækjum og það út af fyrir sig standi gæðum námsins fyrir þrifum. Óþarflega neikvæð umræða Guðjón Ármann Eyjólfsson skólastjóri Sfyrimannaskólans sagði í samtali við sjó- mannablaðið Víking að hann teldi að ráð- herra menntamála hefði fullan hug á því að taka myndarlega á málefnum Sfyrimanna- skólans. „Ég vil þó hvetja menn til þess að gefa skólanum þann tíma sem þarf til þess að að- lagast nýjum starfsháttum. Umræðan um málefni skólans hefur oft verið óþarflega nei- kvæð að mínu mati og menn skulu ekki for- dæmi fyrirfram þessar breytingar sem fyrir- hugað er að gera. Sannleikurinn er sá að við eigum fullt í fangi með að standast alþjóðlega kröfur og að okkar nemendur fái alþjóðlegt skírteini. Skólinn hefur verið vanbúinn tækjum og hefur vissulega verið sveltur fjárhagslega en þetta stendur nú allt til bóta. f þeim alþjóðlegum stöðlum sem við þurf- um að standa við eru gerðar skýrar og ákveðnar kröfur um gerð samlíkja og herma Fjárframlög undanfar- inna ára hafa auðvitað verið langt frá því að vera fullnægjandi. Þetta eru engir myndvörpu- skólar, Stýrimannaskól- inn og Vélskólinn. Ef við viljum vera siglingaþjóð þá verðum við að standa almenni- lega að þessu námi. Það er verið að mennta hér menn sem eiga að bera ábyrgð á milljarða atvinnutækjum sem verða tæknilega fullkomnari með hverju árinu sem líður. sem nota skal við námið. GMDSS fjarskipta- námskeiðin eru gott dæmi um þetta en frá 1994 hefur skólinn útskrifað 300 manns með slík réttindi sem eru orðin alþjóðleg krafa. Þannig reynum við effir megni að stan- da við skuldbindingar okkar.“ Guðjón vildi nota tækifærið og þakka samtökum farmanna og fiskimanna og út- gerðarmönnum fyrir dyggan stuðning við skólann á erfiðum tímum. Þetta eru engir myndvörpuskólar „Fjárframlög undanfarinna ára hafa auð- vitað verið langt frá því að vera fullnægjandi. Þetta eru engir myndvörpuskólar, Sfyri- mannaskólinn og Vélskólinn. Ef við viljum vera siglingaþjóð þá verðum við að standa al- mennilega að þessu námi. Það er verið að mennta hér menn sem eiga að bera ábyrgð á milljarða atvinnutækjum sem verða tækni- lega fullkomnari með hverju árinu sem líð- ur.“ Guðjón segist fagna því að gera Sfyri- mannaskólann að kjarnaskóla og hafa for- námið á sérstökum brautum úti í framhalds- skólunum. „Við höfum ekki efni á því að vera með þetta nám út um allt land. Við þurfum sér- tækan skóla fyrir framhaldsnámið. Þetta er sú leið sem nágrannaþjóðir okkar hafa farið. Þeir eru með sérstaka skóla fyrir einstakar greinar. Þessi leið hefur verið farin hér með slysavarnarskóla sjómanna og gefist vel. Þess vegna er ég bjartsýnn á að þær breytingar sem hér er verið að gera.“ En hvað vill Guðjón segja um það sem er kallaður vandi Sfyrimannaskólans? „Að mínu viti er þetta fyrst og fremst vandi atvinnugreinarinnar. Það þekkja allir vand- ann sem fylgir útflöggun farskipa og fækkun fiskiskipa. Það ætti þess vegna ekki að koma mönnum á óvart þó aðsókn að skólanum minnki. Það er enginn skóli sem verður eins var við sveiflur í efnahag þjóðarinnar eins og þessi. Þeir sem hafa kallað þetta nám blind- götu hafa alls ekki rétt fyrir sér. Við þurfum vel menntaða menn til þess að sfyra góðum skipum og veiða fisk. Hér á að leggja góða undirstöðu og þá mun okkur vel farnast.“ Kostnaður við hvern nemanda er 260 ÞÚS. KR. Ef reynt er að fyna í tölur um menntunar- kostnað sfyrimanna kemur í ljós að Sfyri- mannaskólinn fær árlega 26 milljónir úr rík- issjóði. Árin 1991 til og með 1995 voru að SjÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR 39

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.