Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1997, Page 40
meðaltali 100 nemendur útskrifaðir frá skólan-
um árlega með einhver réttindi sem þýðir vænt-
anlega að kostnaður á hvern nema er um 260
þúsund. Það hefðu einhver tímann verið kölluð
reyfarakaup. Eitthvað sveiflast þetta milli ára og
þannig útskrifuðust aðeins 61 árið 1996 afþrem-
ur stigum og kostar þá hver nemandi 426 þúsund
kall.
Til samanburðar má benda á að bændaskól-
arnir á landinu sem eru tveir fá 93 milljónir. Ekki
er vitað hve margir útskrifast samtals þannig að
ekki er víst hvað hver bóndi kostar. Hitt er óhætt
að fullyrða að hann er talsvert dýrari en hver
stýrimaður.
íslenski dansflokkurinn fær 44 milljónir árlega
til þess að tipla á tánum fólki til yndisauka og
skemmtunar. Leiklistarskólinn fær árlega 32
milljónir til starfsemi sinnar. Þaðan útskrifast að
jafnaði 6 nemendur á ári. Það þýðir að hver og
einn kostar 5.3 milljónir. Ef það væri jafndýrt að
reka Stýrimannaskólann hefði þann tekið til sín
ríflega 530 milljónir á ári undanfarin ár.
Ekki er víst að öllum þyki þessar tölur góð eða
traust vísindi og alls ekki víst að þetta þýðir að
leggja megi að jöfnu 12 stýrimenn á móti einum
leikara eins og tölurnar benda til. Það sem tölurn-
ar hinsvegar gera er að benda okkur á forgangsröð
og verðmætamat og spyrja okkur hvort það sé
allskostar rétt hjá þjóð sem hefur lifibrauð sitt af
fiski að skera svo við nögl fé til menntunar þeirra
sem eiga að sækja handa okkur téðan fisk. ■
Engin kennsla er á þriðja stigi
Stýrimannaskólans í vetur þar sem nægur
ÁHUGI REYNDIST EKKI VERA FYRIR HENDI.
Örugg festing fyrir net og
Framleiðsla DREGG.
°9 sa,a: Ari Jónsson, Strandgötu 25, Akureyri.
Sími 461 1025, Farsími 853 2556
Söluaðili ÁSGEIR HJÁLMARSSON
a Suður-
nesjurn: Bakkastig 16, Njarðvík, Sími: 421 1830
Söluaðili SKIPAÞJÓNUSTA SUÐURLANDS
Tandé^ Unubk 10-12, Þorlákshöfn, Sími 483 3930
Söluaðili í
Vestmanna-
eyjum:
Nethamar hf.
Flötum 21, Vestmannaeyjum, Sími 481 3236
v\7VWWW
10 kg. 15 kg. 20 kg. 22 kg. 25 kg. 30 kg. í
40
Sjómannablaðið Víkingur