Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1997, Síða 41

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1997, Síða 41
Isak Örn Sigurðsson og Sigurjón Magnús Egilsson töluðu við nokkra sem þekktu af eigin raun Sjanghæ, en flestir sjómenn vita hvað það þýð- ir. Það er reyndar með ólíkindum hvað þessi aðferð við að manna fiski- skip gat gengið lengi og það jafnvel með þátttöku lögreglunnar. Hetjur hafsins og hermenn þjóðarinnar Fylkir RE er frá þeim tíma sem sjanghæið var hvað mest notað til að manna TOGARANA, EKKI ER ÞAR SEM SAGT AÐ ÞAÐ HAFI ÁTT VIÐ ÞENNAN TOGARA FREKAR EN AÐRA. „Sjanghæ" var vel þekkt fyrri hluta sjöun- da áratugarins, en „sjanghæ“ er dregið af nafni kínversku hafnarborginni Shanghai og þýðir að svæfa mann með vímugjafa og taka síðan nauðugan í sjómennsku. En hver var orsökin? Þau voru manna- skortur á togurum og skammarleg laun. Tímabilið upp úr 1960 er af mörgum sjó- mönnum talið vera mikið niðurlægingatíma- bil. Á þeim árum voru launin í sjómennsk- unni ekki til að hrópa húrra fyrir og launin hjá togarasjómönnum áberandi lægri en hjá þeim sem voru á bátaflotanum. Af þeim sök- um gekk oft mjög illa að manna togarana og var þá oft gripið til neyðarráða. Gripu þá útgerðir oft til þess ráðs að „ræna“ mönnum um borð til þess að ná höfðatölunni og beindu þá oftast spjótum sínum að drykkju- mönnum. Að manna togarana með þessum hætti var kallað „sjanghæ“. Tók miklum breytingum Óskar Vigfússon, fyrrverandi formaður Sjómannasambands íslands þekkir vel til þessa tímabils. „Forsaga þessa máls er sú að allt fram und- lr 1950 var togarasjómennskan talin til nteir- háttar starfa í þjóðfélaginu, sérstaklega hjá ungum mönnum. Á þessum tíma og áður var litið á togarasjómenn sem hetjur hafsins og hermenn þjóðarinnar. Þetta tók allt mildum breytingum í kringum 1955,“ sagði Óskar. „Þá má segja að þetta starfsmunstur hafi breyst. Menn fóru í auknum mæli yfir á báta- flotann og þar með varð mannekla á togara- flotanum. Það var á þeim tíma, uppúr 1955 sem frændur okkar Færeyingar komu til bjargar. Framyfir 1960 var þetta skarð fyllt á togaraflotanum af Færeyingum. Togarar gerðu á þeint tíma mikið af því að veiða í salt og voru með lengri útiveru. Færeyingar voru yfirleitt mjög góðir verkmenn, sérstaklega í sambandi við flatningu og annað slíkt. Eitt var það sem gerði það að verkum, að íslendingar fengust helst ekki til vinnu á tog- urunum á tímabili, en það var einfaldlega það að kaupið á togurunum þótti ekki neitt sérstaklega glæsilegt. Á þessu tímabili var kaupið betra á bátunum. Vegna gengisskrán- ingar íslensku krónunnar, fengu Færeyingar greitt í sínum gjaldeyri. Það má segja að með því hafi Færeyingarnir haft svona tvöfalt eða þrefalt kaup á við íslendinga. SJÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR 41

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.