Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1997, Page 43
gjafarvaldið hafi aldrei skipt sér af „sjang-
hæinu“, segir Óskar og heldur áfram að segja
frá.
„Ég held að það hafi horft í gegnum fingur
sér með þetta. Lögskráningin í þá daga var
nú svona og svona. Skipstjórnarmönnum var
gert það að skyldu að skrá mannskapinn og
tilkynna um hann til skráningarstjóra eigi
síðar en sólarhring eftir að skipið lagði frá
bryggju. Lögskráningin fór fyrir ofan garð og
neðan í mörgum tilfellum.
Það má segja að þetta „sjanghæástand" hafi
ekki breyst fyrr en með tilkomu skuttogara í
kringum 1970. Þá fara launin á skuttogurun-
um aftur að verða mannsæmandi og auðveld-
ar gekk að fá menn um borð í togarana. Eftir
1970 þá var það gegnumsneitt að ef menn
komu undir áhrifum um borð í skipið sitt, þá
var það brottrekstrarsök.
Það er gaman að velta fyrir sér upphafi
orðsins sjanghæ í þessu sambandi. Mikið var
reyndar talað um „sjanghæ" á tímum Nel-
sons flotaforingja (1758-1805) í Bretlandi. Á
þeim tíma voru menn sendir út af örkinni
með kylfur upp á búllurnar og þar voru
menn lokkaðir með flöskunni, rotaðir ein-
hvers staðar bakvið skúr og munstraðir um
borð í herskip. Shanghæ er hins vegar ein
stærsta hafnarborgin í Kína og ég ímynda
mér að nafngiftin hafi upphaflega komið
vegna þess að Kínverjar voru oft auðveld bráð
fyrir menn sem komu að höfn við kínverskar
strendur og þurftu að manna skip sín,“ sagði
Óskar.
Reynt að þagga niður
Halldór Baldvinsson, fyrrverandi stýri-
maður til margra ára þekkir vel til þessa tíma-
bils af eigin raun.
„Það var reynt að þagga „sjanghæið" niður
°g ég held að það hafi verið mun meira um
shanghæ en nokkurn tímann kom fram,“
sagði Halldór.
„Á árunum 1960-70, varð stýrimaðurinn
ura borð í togurunum að standa í því að ná
höfðatölunni, eftir að hann kom um borð.
Þeir sem voru „sjanghæaðir", voru aðallega
útigangsmenn, menn sem oft voru að drepast
úr þynnku. Við gáfum þeim snafs og plötuð-
um þá upp í bíl sem fór með þá um borð.
Þetta voru oft á tíðum með duglegustu
mönnum þegar þeir kom út á sjó. Maður
þekkti suma þeirra allvel. Ég man eftir ein-
um, sem nú er látinn, sem var alveg bráð-
fbnkur til vinnu. Hann var kallaður „Dáni
fleygur“.
„Shangæ“ hafði ekki eingöngu neikvæðar
Við gáfum þeim snafs og
plötuðum þá upp í bíl
sem fór með þá um borð.
Þetta voru oft á tíðum
með duglegustu mönnum
þegar þeir kom út á sjó.
Maður þekkti suma þeir-
ra allvel. Ég man eftir
einum, sem nú er látinn,
sem var alveg
bráðflinkur til vinnu.
Hann var kallaður
„Dáni fleygur“.
hliðar, Ég veit um tvö tilfelli um drykkju-
menn sem lentu oft í því að verða „sjang-
hæaðir“, að þeir fóru bara að vinna reglulega
vinnu og urðu nýtir menn. Annar þeirra varð
síðar eignamaður, en var allslaus iðjuleysingi
áður.
Við sóttum stundum menn í steininn og
þá var bara opnað og sagt: „Viltu þennan“.
Oft þurftum við að ná í menn sem þegar
voru búnir að munstra sig um borð, en höfðu
hætt við að fara og rifu bara kjaft. Ég held að
„sjanghæ“ hafi ekki bara viðgengist hér á
Stór-Reykjavíkursvæðinu, heldur einnig í
höfnum úti á landi. Það viðgekkst ekki á öll-
um togurum landsins, sumir höfðu rnjög
tryggar áhafnir og sjaldan kom til manna-
skorts. En þetta var töluvert algengt og hjá
okkur voru það allt að því þrír menn í sum-
um túrum sem voru „sjanghæaðir“. Miðað
við þá tölu, geri ég ráð fyrir að þeir hafi skipt
hundruðum sem lentu í því að verða „sjang-
hæaðir“ á árunum 1960-70.
Ég man eftir mörgum atvikum frá þessum
árum. Það var eitt sinn maður sem kom um
borð í bæjarútgerðartogara við bryggju að
hitta kunningja sína og hann var rakur þegar
hann kom um borð. Þeir urðu fljótlega uppi-
skroppa með vín og þá átti að fara frá borði.
En ég skaut á hann flösku og síðan var hann
bara tekinn með í túrinn. Ég náði þessum
sama manni oftar en einu sinni á svipaðan
máta. Hann var ekkert óánægður með það
eftir á, komst þarna í vinnu í stað þess að lig-
gja á fylleríi.
Þessi vandræði með að ná tilskildum fjölda
varð oft til þess að brottför tafðist um marga
klukkutíma á meðan reynt var að ná í mann-
skap. í einstaka tilfellum þurfti að snúa við af
því að ekki var nægur mannskapur um borð.
Island er ekki eina landið þar sem „sjang-
hæið“ var stundað. Það er alveg klárt að þetta
viðgekkst einnig í Englandi á svipuðum
tíma. Sjómenn í Grimsby og Hull töluðu
heilmikið um „shanghæ“ á þessum árum,“
sagði Halldór. ■
Halldór Baldvinsson stýrimaður.
SJÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR
43