Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1997, Síða 47

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1997, Síða 47
sjö tommu netum, og urðum við talsvert var- ir við ufsa, en veiðunum urðum við að hætta eftir stuttan tíma. Ástæðan var sú að mikið var af þorski með ufsanum, þorskur sem var fjögurra til sex kílóa, hefðbundinn vertíðar- fiskur. En hann er of smár til að eyða kvóta í hann. Vetrarvertíð hættum við um miðjan mars, sökum kvótaleysis. Ofmetnir og vanmetnir stofnar Nú hefur kvóti í ufsa og ýsu ekki náðst undanfarin ár. Fiskifræðingar hjá Hafró telja að þessar tegundir hafi verið ofmetnar, og því sé æskilegt að minnka útgefinn kvóta bæði í ufsa og ýsu. Hefur þessum sömu fræðingum ekki kom- ið í hug að þorskstofninn sé að sama skapi stórlega vanmetinn. Og því beri að auka kvóta í þorski, það hlýtur að vera rökrétt ályktun, því þorskkvótinn hefur alltaf náðst og rúmlega það. BÁTAR VIÐ BRYGGJU í NJARÐVÍKURHÖFN. Stofnstærðarmælingar HAFA brugðist Gífurleg uppsveifla hefur orðið í þorsk- stofninum síðastliðin tvö ár. Stofnstærðar- mælingar á þorski hafa algjörlega brugðist og eru engan veginn marktækar. Stofninn hefur verið mældur með mjög umdeildu togararalli og veiðiskýrslum skipa, sem eru ekki mark- tækar í aflamarkskerfi. Veiðiskýrslur eru að- eins marktækar í frjálsri veiði. í mörg ár var óskað eftir því að önnur veið- arfæri yrðu tekin inn. Loksins á seinasta ári var farið í netarall og aftur í ár. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um útkomuna, netin voru bókstaflega full af fiski. Það staðfestir það sem við skipstjórnarmenn höfum haldið fram, það er að sjórinn sé gulur af þorski. Er orðið dýrt fyrir þjóðina Samkvæmt nýjustu fréttum var afli í neta- rallinu 20 prósentum meiri í ár, en hann var í fyrra. Það staðfestir það sem skipstjórnar- menn höfum haldið fram um aukna þorsk- gegnd. Nú bregður svo við að forstjóri Hafró læt- ur hafa eftir sér að fara verði varlega í að auka þorskkvótann út frá þessum niðurstöðum og óvíst er hvenær niðurstöður úr netarallinu verða notaðar í sambandi við stofnstærðar- mælingar og veiðiráðgjöf. Verða það fimm eða tíu ár, ég bara spyr. Hvenær ætla fiskifræðingar að skilja að stofnstærðarmælingar þeirra eru rangar. Þær passa engan veginn við það sem er að gerast á miðunum. Að fiskifræðingar Hafró skuli vaða svona villu er orðið ansi dýrt fýrir sjó- menn og fýrir alla þjóðina. Fiskifræðingum til vansa Þorskkvótinn var 170 þúsund tonn á fisk- veiðiárinu 1995 til 1996. Útgefinn kvóti í ár er 186 þúsund tonn. Að kvótinn hafi ekki verið aukinn þegar í ljós kom hin gríðarlega uppsveifla í þorskstofninum er fiskifræðing- um hjá Hafró til vansa og sýnir að þeir eru úr öllum tengslum við það sem er að gerast á miðunum í kringum landið. Á vertíðinni 1996 urðu menn varir við mikið af þorski á miðunum var því farið fram að kvótinn yrði aukinn um 50 þúsund tonn, úr 170 þúsund tonnum í 220 þúsund tonn. Á það var ekki hlustað. Á vertíðinni í ár var sama upp á teningun- um, nema að nú var mun meiri þorskur. Var aftur lagt til að kvótinn yrði aukinn um 50 þúsund tonn, úr 186 þúsund tonnum í 236 þúsund tonn.. En var ekki hlustað á óskir um aukningu. Skýringin var sú að stofninn hefði ekki aukist að neinu marki. Mín skoðun er sú að við ættum að vera veiða 250 til 300 þúsund tonn af þorski. Ég SjÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR 47

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.