Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1997, Qupperneq 50

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1997, Qupperneq 50
Guðmundur Gíslason skrifar. Útflöggun íslenskra kaupskipa og ummæli forstjóra íslensku útgerðarfélaganna Farmenn ívöm Sunnudaginn 13. apríl s.l. birust í Morg- unblaðinu umfjöllun um málefni farmanna undir ofangreindri fyrirsögn. Umfjöllun þessi er um margt merkileg. Sér í lagi er athyglisvert að lesa um það sem for- stjórar H.F. Eimskipafélags fslands og Sam- skips h.f. hafa til málanna að leggja í þessu sambandi. Það sem Ólafur Ólafsson, forstjóri Sam- skip, hefir að segja um þetta er akkúrat ekki neitt ef undan er skilið hnútukast í stéttarfé- lögin sem starfsmennirnir eru í. Hans fram- tíðarsýn varðandi íslenska kaupskipaútgerð virðist mér engin vera enda þar á bæ einungis gert út eitt kaupskip með íslenskri áhöfn og ekkert undir íslenskum fána. Fiskar í gruggu vatni Framtíðarsýn Harðar Sigurgestssonar, for- stjóra Eimskip, hvað varðar atvinnu far- manna hlýtur að valda áhyggjum frá bæjar- dyrum farmanna séð. Að hans áliti eru þessi mál í stakasta lagi og ekkert við það að athuga þótt helmingurinn af þeim tíu skipum sem nú eru í föstum átlanaferðum (hjá Eimskip og Samskip) til og frá Islandi séu tímaleigu- skip með erlendum áhöfnum (fjórir fslend- ingar eru á einu skipanna) og einungis eitt skipanna sigli undir íslenskum fána. „Mér finnst ég ekki þurfa að verja þetta siðferðilega,“ segir Hörður. „Þetta er alþjóð- legur markaður, menn fara og leita að ódýr- ustu skipunum og mannaflanum sem er ann- arsstaðar en í Bandaríkjunum og Vestur-Evr- ópu. Við erum að hjálpa til við að skapa tekj- ur í þróunarlöndunum. Fólkið sem er í þess- um alþjóðlegu siglingum fær þar í flestum til- vikum miklu betri kjör en það fengi heima hjá sér þar sem yfirleitt eru í boði illa launuð störf eða engin vinna.“ Hér finnst mér Hörður fiska í gruggu vatni svo ekki sé meira sagt. Áætlanasiglingar Eim- skip eru ekki í alþjóðlegri samkeppni enn sem komið er. Því til sönnunar má nefna að Eimskip hækkaði einhliða flutningsgjöld á flutningi frá Bandaríkjunum nú í maí. Rök stéttarfélaga yfirmanna á skipunum fyrir kröfu sinni um að skipin sem eru í áætlana- siglingum séu mönnuð íslenskum farmönn- um hafa einmitt verið þau að áætlanasigling- arnar séu ekki háðar alþjóðlegri samkeppni. Þetta ætti Hörður Sigurgestsson að vita manna best. Ég læt þróunarhjálpina liggja milli hluta. Stórfelld fækkun Það má vel vera rétt að farmenn, sem starfsstétt, séu í vörn. Fyrir liggur að far- mönnum á skipum innan Sambands ís- lenskra kaupskipaútgerða, hefir fækkað um helming frá árinu 1990, eða um 266 ársverk, og mikið meira, ef farið er lengra aftur í tím- ann. Það er rétt að hluti þessara fækkunnar á sér eðlilegar skýringar. Hins vegar er stærsti hlut- inn tilkominn vegna þess að íslendingar hafa tapað þeim flutningum sem voru í þeirra höndum og eru alfarið í alþjóðlegri sam- 50 keppni. Hér er um að ræða svokallaða stór- flutninga, þ.e. flutninga á vörum í heilum förmum svo sem loðnu- og síldarmjöl, salt og timbur svo eitthvað sé nefnt. A öllum Norðurlöndunum, nema á fs- landi, og löndum Vestur-Evrópu, sem gera út kaupskip að einhverju marki, hafa verið gerðar ráðstafanir til styrktar kaupskipaút- gerðum viðkomandi landa. í þessum lönd- um er ekki litið svo á að verið sé að styrkja einstakar útgerðir eða farmennina sem á skipunum starfa. Enda eru slík sjónarmið hreinn smáborgaraháttur, sem hvergi tíðkast nema á íslandi. Á þessar aðgerðir er miklu fremur litið sem nauðsynlegan þátt hins opinbera til verndar atvinnugreininni og til að skapa henni starfs- grundvöll í harðri samkeppni um ódýrt vinnuafl. Órækasta vitnið um þetta er svo- nefnd Kinnock-skýrsla Evrópusambandsins sem fjallar um stuðningsaðgerðir ESB við út- gerðir innan þess. Reyndar má segja að ekk- ert nýtt komi fram í þessari skýrslu, en það sem þar er sagt, staðfestir að þær hugmyndir sem fram hafa verið settar af stéttarfélögum yfirmanna á kaupskipum falla í öllum meg- inatriðum saman við það sem í skýrslunni segir. Samgönguráðherrann íslenski sótti Kinnock-skýrsluna til Brussel s.l. haust og lét þau orð falla nýlega kominn heim að nú þyrfti að láta hendur standa fram úr ermum í þessum efnum. (Stundum þurfa menn að sækja vatnið yfir bæjarlækinn). Frá ráðherr- anum hefir hins vegar ekkert heyrst í þessum Sjómannablaðið Víkingub J
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.