Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1997, Side 52
Breytingar á lögum um þjóðfánann
Fáni við hún á
öllum skipum
Samkvæmt tillögu að reglu- ætlast til Þess að fiskiskip jafnt greinargerð með tillögunni er
gerð við frumvarp að lögum sem kaupskip hafi íslenska fán- jafnframt að finna nákvæma lýs-
varðandi Þjóðfána íslendinga, er ann uppi á fánatíma dag hvern. f ingu á reglum um viðteknar al-
þjóðavenjur er varða kveðjur
skipa í kurteisis- og viður-
kenningarskyni.
Síðla vetrar var lagt fram
stjórnarfrumvarp á Alþingi
um breytingu á lögum frá 17.
júní 1944 um þjóðfána fs-
lendinga. f tillögu að reglu-
gerð um notkun og meðferð
þjóðfánans, sem íýlgir frum-
varpinu, eru sérstakar greinar
er varða fána á skipum og bát-
um. Þar kemur fram að al-
mennar reglur um notkun og
meðferð fánans skulu gilda
jafnt á sjó sem á landi eftir því
sem við á og við verður kom-
ið. Nýmæli er að skip má hafa
fánann uppi utan löglegs
fánatíma sem er frá klukkan
sjö að morgni til sólarlags og
aldrei lengur en til miðnættis.
Tillagan gerir ráð fyrir skip
megi hafa fánann uppi utan
reglulegs fánatíma ef nauðsyn
krefur. f skýringum með til-
lögunum er bent á, að Það
geti alltaf borið við á sjó að
nauðsyn krefji að fáni sé dreg-
in að hún á hvaða tíma sólar-
hringsins sem er, til dæmis
Þegar skip sigli að nóttu inn í
landhelgi erlends ríkis.
Viö
vöktuma /i jx
umhverpo
meðfullkomnu öryggiskerfi og skráningarbúnaði
Element býöur upp á háþróaöa og hagkvæma lausn fyrir breitt sviö í gas-
skynjun t.d. fyrir ammoníak, freon, propan, metan og skráningu á
t.d.hita, raka og gasmengun.Element gasskynjarakerfiö er fjölbreytt
aö uppbyggingu. Hægt er aö bjóöa upp á sérhvern skynjara sem sjálfstæöa
einingu meö aövörun/stýringu og hins vegar stærri kerfi meö mismunandi
vöktunarmöguleika.
Element Sensor Systoms
Árlorg 1
550 Sauöárkrókur
Slmi: 455 4555 Fax: 455 4499
http://www.element.is
e-mail: element@element.is
f 25. grein tillögunnar að
reglugerð segir: „Skip á að jafnaði
að hafa fánann uppi á fánatíma".
I skýringum við greinina segir að
hér sé mælst til að skip hafi fán-
ann uppi á reglulegum fánatíma.
„Er Þetta mikils um vert fyrir allt
eftirlit með skipum, svo sem
vegna stjórnunar fiskveiða og al-
mennrar löggæslu strandríkis. Á
kaupskipum er venja að hafa fán-
ann uppi á fánatíma og fer vel á
að svo verði einnig um fiskiskip,"
segir 1 skýringunum.
Þegar kemur að þeim kafla
reglugerðarinnar er snýr að
kveðjum skipa með fánanum er
þeim reglum lýst á eftirfarandi
hátt:
„Þegar skip sigla þétt hvort
fram hjá öðru í höfn eða á hafi úti
og heilsa í kurteisis- og viður-
kenningarskyni skal það gert
þannig: Skip það, sem frum-
kvæði á, dregur sinn fána niður
með hægum og jöfnum hraða
þannig að neðri jaðar fánans
nemi við borðstokk eða, ef um rá
er að ræða, við þrjár til fjórar
fánabreiddir undir ráarenda. í
þessari stöðu er svo beðið með
fánann þar til skipið, sem heilsað
er, hefur svarað kveðjunni til
fúllnustu.
Það skip svarar kveðjunni með
því að draga sinn fána niður með
hægum og jöfnum hraða þanni-
ga að neðri jaðar fánans nemi við
borðstokk eða, ef um rá er að
ræða, við þrjár til fjórar fána-
breiddir undir ráarenda og án
tafar aftur upp.
Skipið sem frumkvæðið átti
lýkur nú kveðjunni með því að
draga sinn fána að hún með hæg-
um og jöfnum hraða.“ ■
Allt til krókaveiða
Sjálfvirk línukerfi og færavindu
fyrir allar stærðir báta
AKUREYRI
461 1122
GARÐABÆ
565 8455
52
Sjómannablaðið Víkingur