Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1997, Side 75
Icedan
eins og á síðasta ári rekur ísfell
útibú á Nýfundnalandi.
Reynsla síðasta árs er ótvírætt
sú að þörf hafi verið á slíkri
þjónustu, þar sem boðið er
upp á bestu fáanlegu vörur, og
sem íslenskir sjómenn þekkja
af langri reynslu.
Innkaupadeildin
Nú um s.l. áramót yfirtók ís-
fell rekstur dótturfyrirtækis
síns, Innkaupadeildarinnar sf.
Auk veiðarfæra hefur Inn-
kaupadeildin annast innflutn-
ing og sölu á striga, sem og á
Mitsubishi-skilvindum og vara-
hlutum til þeirra. Eins og áður
segir, fellur þetta nú undir
starfsemi ísfells. Sem fyrr eru
þessar vörur í umsjón Ragnars
Aka Jónssonar.
Húsnæði
Nú er hafin bygging nýs
húsnæðis að Fiskislóð 82. Þar
mun verða framtæíðaraðstetur
Isfells og samstarfsfyrirtækj-
anna Álftafells og Marex. Áætl-
að er að flytja starfsemina fyrir
lok ársins. ■
Hnútalaus net
Fyrir skömmu tóku Andvari
VE og Blængur NK ný rækju-
troll í notkun, trollin eru unnin
úr Dyneema hnútalausu neti
frá Nichimo í Japan, en lcedan
ehf., í Hafnarfirði, er umboðs-
aðili fyrir Nichimo. Trollin voru
sett upp hjá netagerð ÚA á
Akureyri.
Samkvæmt upplýsingum frá
Pétri Sveinssyni, skipstjóra á
Andvara, þá komu nýju trollin
mjög vel út, en Andvari dregur
tvö rækjutroll samtímis. Þrátt
fyrir að höfuðlína, rockhopper,
grandarar og hlerar séu ná-
kvæmlega eins og áður var
notað, með gömlu trollunum,
hefur hlerabil aukist úr 85
metrum í 105 metra, eða sem
nemur 24 prósentum og sama
tíma er höfuðlínuhæðin sú
sama, sem sýnir hversu lítil
mótstaðan er í hnútalausa net-
inu.
Öll vinna í kringum trollin er
mun léttari, til dæmis voru
grandaraspilin á hámarksálagi
með gömlu trollin, en með nýju
trollin var álagið mun minna.
Trollin í Andvara eru með
hnútalausu neti f öllum belgn-
um að skilju, skver, topp-
vængjum og hliðarvængjum.
Ánetjun er lítil sem engin, eða
svipað og var áður í gömlu
trollin.
Þá er Blængur NK kominn
af stað með sitt Dyneema
rækjutroll, sem er Anmagsaliq
3.850 möskva. Blængur notar
einnig 3.200 möskva Cosmos
rækjutroll. Helgi Valdimarsson
skipstjóri segir hlerabil vera 10
metrum meira á nýju trollinu en
því gamla ásamt því að olíu-
eyðsla er 10 til 15 prósent
minni.
Nýja trollið hjá Blæng er
með hnútulausu neti í öllum
belg að skilju og í skvernum,
sömu sögu er að segja af
Blæng hvað varðar ánetjun og
hjá Andvara.
Hnútalausa netið frá
Nichimo er nefnt Ultra Cross,
en það varðar sjálfa flettinguna
á netinu. Þessi tegund af flétt-
ingu er algjört einsdæmi í
heiminum, þar sem fléttingin
gerir það að verkum að ekki er
möguleiki á því að það dragist
til í netinu. Þá raknar netið ekki
svo auðveldlega upp þó netið
rifni.
Eingöngu Nichimo, og dótt-
urfyrirtæki þess Net Systems í
Bandaríkjunumm hafa yfir að
ráða þeirri tækni sem til þarf
við framleiðslu netsins. Aðeins
hefur borið á misskilningi hvað
varðar hnútalausa netið, því
annað hnútalaust net sem hef-
ur fundist á markaðnum á
undanförnum árum er snúið
og raknar auðveldlega upp
ásamt því að það dregst til í
netinu. ■
Hér má sjá muninn á hnútalausu neti og hefðbundnu, en um jafn stór net er að ræða.
SjÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR
75