Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2002, Page 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2002, Page 6
Svipmyndk úr siðusta (?) ferð Óðins Varðskipið Óðinn hefur sinnt hluiverki sínu með mikilli prýði áratugum saman, en hann kom nýr til landsins 27. janúar 1960. „Megi hann koma rammefldur og heill úr hverri raun,“ sagði Bjarni Bene- diktsson dómsmálaráðherra í ávarpi sínu við komu skipsins. Nú er velmegun þjóðarinnar hins veg- ar orðin svo mikil að ráðamenn landsins sjá sér ekki annað fært en þrengja að starfsemi Landhelgisgæslunnar með því að leggja gamla góða Óðni í sparnaðar- skyni. Almenna fjársöfnun þarf til að búa þyrlusveit Gæslunnar nauðsynlegum nætursjónaukum. Haldi þjóðarauðurinn enn áfram að vaxa má búast við stjórn- völd neyðist til að hætta við smíði á nýju varðskipi sem áform eru uppi um að ráð- ast i, ef ekki að leggja Landhelgisgæsluna niður og bjóða verkefni hennar út í nafni hagræðingar og sparnaðar. Ekki þarf að fjölyrða um nauðsyn þess að halda úti þremur varðskipum hið minnsta. Þúsundir íslenskra sjómanna eru á miðunum umhverfis landið og eiga annað og betra skilið en að dregið sé úr öryggi þeirra á hafi úti með fækkun varð- skipa, sem hafa mikilvægu björgunarhlut- verki að gegna, auk annarra verkefna. í áliðnum ágúst kom Óðinn úr sinni síðustu siglingu, ef fram fer sem horfir. Jón Páll Ásgeirsson stýrimaður á Óðni, sem er lesendum Víkingsins að góðu kunnur fyrir margar frábærar ljósmyndir, lét blaðinu í té nokkrar myndir sem hann tók í þessari ferð. -SG Þyrluœfing erfast- ur liður um borð. Varðskipið Óðinn áfullri siglingu. Halldór Gunnlaugsson skipherra ogjónas Þorvaldsson bátsmaður. Góða veðrið var notað tíl að mála skipið. Óðinn er skip með góða sál og mér hcfur alltafliðið sérstaklega vcl hér um borð,“ segirjón PáII Ásgeirsson stýrimaður.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.