Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2002, Qupperneq 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2002, Qupperneq 9
Svanur KE 6 hafði verið mikið fyrir jólaköku og sultu. Meðan Garðar var að gleypa í sig matinn sagði hann sögur úr stríðinu. Annars virtist skipstjórinn aðallega lifa á krein- kexi og kaffi. • • • • Skipstjórinn svaf í bestikkinu og þar var líka talstöð sem fékk orku frá þrem jarðýturafgeymum sem voru uppi á stýr- ishúsþakinu. Þarna á þakinu var líka gúmmíbátur í trékassa sem lokað var með trolltvinna og svo náttútulega hnífur festur við snærið. Þarna uppi var líka heljarstór ljóskastari og svo aðalsiglinga- tækið, kompásinn sem felldur var niður fremst í þakið. Inni í stýrishúsinu var stýrið og Simrad dýptarmælir með hand- snúnu botnstykki. í lúkarnum var olíu- kynt kolaeldavél sem notuð var við mat- argerðina og logaði í henni allan sólar- hringinn. Frá eldavélinni lágu hitaleiðsl- ur aftur í stýrishús og káetu. Á eldavél- inni stóð pottur með vatni í, stöðugt sauð í pottinum, var vatnið úr honum notað til þvotta á mönnum og matarílát- úm. Svo var helll upp á kaffi beint úr pottinum. Venjulega vorum við búnir að landa seint á kvöldin, stundum gengum við strákarnir eftir löndunina upp á bílastöð sem var þarna á Vatnsnesinu. Eitt sinn er við vorum þarna seint á föstudagskvöldi kom einn bílstjórinn með brennivíns- hassa, skellti honurn á gólfið og seldi sjó- útönnunum innilialdið á c.a. þrem mín- útum. Allt á yfirverði og staðgreitt því venja var að láta inenn hafa þúsundkall eftir föstudagslöndunina. í lok marz vorum við að steina niður net, þá birtist skyndilega maður og fór að vinna með okkur. Þama var kominn Ó- lafur Guðlaugsson, föðurbróðir Guðrún- ar Helgadóltur rithöfundar. Ólafur var mikill sögumaður og gekk kjafturinn á honutn eins og vélbyssa all- an sólarhringinn. Eftir þetta varð kokk- urinn þögull því hann hafði ekkert við Óla sem víða hafði verið, svo sem á tog- urum við Grænland, í Hvítahafinu, róið frá Vestfjörðum, verið verkstjóri í Breta- vinnunni, hjá Kananum á Keflavíkurflug- velli, nú svo á unglingsárum aðstoðar- maður breskra laxveiðimanna í Borgar- firði en af þeim hafði hann lært ensku. Mér hafði gengið illa í fermingarfræðsl- unni, gekk illa að læra sálmana og hafði verið fermdur hálfgert upp á faðirvorið. Veltitíðni á netabát virtist breyta þessu, því skyndilega kunni ég vísur eftir að hafa heyrt þær einu sinni. Óli sagði okk- ur frá körlum í Bretavinnunni sem voru að kveðast á. Brezki offiserinn skildi þetta ekki og spurði hvað mennirnir væru að gera. Þá sagði annar karlinn: We are fighting men We are united nation We will fight to the last drop of blood If we have ammoniation Svo hvarf vörubíllinn og offiserinn varð órólegur. Þá heyrðist í einum: Sir, I am so sorry To tell you the story Of the lorry ll is fucked up In the quarry Svo skall á togaraverkfall. Nágranni minn og skólabróðir úr Skerjafirðinum, Gylfi Helgason og nokkrir aðrir af togar- anum Ingólfi Arnarsyni, fóru að róa á Haföldunni frá Neskaupstað sem haldið var út frá Sandgerði. Eftir löndun eitt kvöldið var ég að drekka kaffi með Halla og Villa. Þá birtist Gylfi þarna í lúkarn- um og spyr hvort okkur vanti ekki kven- fólk, hann sé með tvær stelpur sem hann þyrfti að losna við. Karlarnir urðu klumsa við, þetta var nú einum of mikið þó að þeir væru ýmsu vanir úr slríðinu. Gylfi sagði að þetta væru kostakaup. Við þyrftum ekkert að borga og svo gætu stelpurnar vaskað upp og þrifið, sér sýndist að það veitti ekki af því. Þá fór nú að síga í Halla kokk. Heilinn í honum hefir sennilega farið í lága drifið því hann skynjaði að við Gylfi værum kunn- ugir. Þá fór málið að skýrast. Togaramenn- irnir höfðu bruðið sér á ball í Þórskaffi og boðið stelpunum með til sjós, nú voru þær orðnar leiðar og vildu komast heim. Þar sem þeir voru tímabundnir og leiðin til Reykjavíkur var löng fannst þeim upplagt að koma þeim á okkur. Villi var svona maður sem sat bara og hugsaði sitt. Skyndilega segir hann: Þið eigið bara að fara með stelpurnar upp á rútustöð. Þar með var sá vandi leystur. Helgina eftir þetta fékk ég far með Sand- gerðingunum til Reykjavíkur. Á leiðinni fóru þeir að segja frá skáldum sem voru á Ingólfi Arnarsyni. Þetta voru Magnús Stephensen og Bjarni Veturliðason. Ein- hventíma lenti Hreiðar svarti í vandræð- um við forhlerann. Þá kvað Magnús: Sukk er margt í sjóferðum Sverfur skart að honum Hreiðar svarti á hleranum Hangir á kartnöglonum Lestarmaðurinn á Ingólfi hét Einar Mýrkjartansson. Magnúsi þótti hann svo- lítið kúnstugur og kvað um hann: Fríður í vöngum feikna snar Fjarri röngum línum Einar löngum lestarnar Labbar í öngum sínum Bjarni Veturliða sagði að þetta væri gamaldags hjá Magnúsi og kvað: Langt úti á Faxaflóa er togari á beit Þorskur stingur hausnum upp úr sjón- um og spyr Sjómannablaðið Víkingur - 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.