Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2002, Side 10
Hvað er klukkan
Skipstjórinn stendur í
brúnni
Tekur í nefið og svarar
Allt í lagi góði
Það er glas
• • • •
Af þessari upptalningu
mætti halda að við hefðum
verið á leiðinni á einhverja
kvæðamannaráðstefnu. Svo
var ekki því aðalerindið var
að fara á ball í Þórskaffi.
Eitt mikilvægt atriði hafði
þó gleymst; spariföt Eiríks
Sigurjónssonar voru í
hreinsun og hreinsunin var búin að loka
þegar kvæðamennirnir komu þangað. Þá
hófst dauðaleit að fötum á Erík sem end-
aði með því að hann skreið inn um
glugga hjá systur sinni upp i Hlíðum. Þar
fann hann nokkurn veginn passlegan
jakka af strætóstjóra. Þeir í Þórskaffi
höfðu nýlega lent i vandræðum með ein-
hverja hermenn og voru búnir að loka á
alla menn í uniformum. Þá reyndum við
að komast í Vetrargarðinn en þar var allt
fullt og lögreglan búin að setja vörð í
eldhúsið, en þar var vanalega hægt að
komast inn gegn aukagjaldi ef aðgöngu-
miðarnir voru uppseldir. Þarna var orðið
það áliðið að við fórum bara aftur suð-
ur með sjó, klárir í nýjan róður.
Fiskiriið gekk prýðilega. Við vorum
mikið í straumnum úti við Eldey og
þess vegna vorum við með tvo stóra
dreka á hvorum trossuenda og svo fjóra
belgi til að halda uppi færunum.
Ljósmyndasamkeppni
sjómanna
Munið að senda
myndir í keppnina
Eins og sagt var frá í síðasta tbl.
Víkingsins hefur blaðið hrundið af
stað ljósmyndasamkeppni sjómanna.
Keppnin er tvíþætt, annars vegar
landskeppni og hins vegar Norður-
landakeppni. Myndir í keppnina
þurfa að hafa borist Sjómannablað-
inu Víkingi, Borgartúni 18, 105
Reykjavík fyrir 15. nóvember næst
komandi.
Hver keppandi rná senda inn allt
að 10 ljósmyndir, svarthvítar, lit-
myndir eða litskyggnur en mynda-
efnið verður að tengjast sjómennsku.
Baujurnar voru svona sex
metra langir tréstaurar með
korkfloti og nokkrum
hlekkjum af ankeriskeðju í
kjölfestu. Eitt sinn vorum
við með eina trossu i bak-
borðsganginum og ég er að
drauja bauju yfir trossuna
þarna í ganginum þegar
hællinn á öðru stígvélinu
festist í möskva og ég beint
á rassgatið, en gallinn var
bara sá að rassgatið lenti
fyrir utan lunninguna.
Hausinn kom fyrst í sjóinn
og mér fannst að sjóhattur-
inn myndi týnast og það
yrði töluvert tjón. Næsta skynjun er sú
að ég held með báðum höndum um
baujufærið, sem rekst út en festist fljót-
lega. Þarna dróst ég aftan í bátnum og
beið björgunar. Sú bið varð ekki löng því
allt í einu heyrðust hróp og köll, bátur-
inn stöðvaðist, áhlaupasveitin birtist á
lunninguni og fallistinn var dreginn um
borð. Sjóhatturinn var enn á hausnum,
stígvélin voru brett alveg niður á hæla og
ég var þurr fyrir ofan mitti. Garðar skip-
stjóri varð alveg kolbrjálaður og sagði að
ef menn væru skráðir á skip þá ættu þeir
að vera urn borð en ekki hangandi aftan í
þeim. Mig rak hann ofan í vél til að
skipta um sokka og buxur. Buxurnar
hengdi ég upp í vélarrúminu, en þessu
vélarrúmi átti ég eftir að kynnast mjög
vel seinna.
í kaffinu var Garðar farinn að róast
og sagði okkur frá öðrum loftfimleika-
manni sem hafði verið þarna vertíðina
árið áður. Sá hafði leikið það að stökkva
upp af úrgreiðsluborðinu, í kröppum sjó
svona rétt áður en báturinn komst á
öldutopp. í seinasta stökkinu var hann
svo óheppinn að bálurinn valt undan og
hann lenti í sjónum.
Vikuna fyrir páska skiptum við um
net. Þetta gekk þannig fyrir sig, að á
landsthninu skárurn við af steina og kúl-
ur, svo var steinuð niður ný trossa eftir
löndun. Vanalega var því ekki lokið fyrr
en klukkan þrjú á næturnar, svefntím-
inn var þá bara útstímið sem var þrír
timar. Um páskana voru slæm veður og
mikill straumur, þegar við á endanum
komust út fundurn við bara tvær trossur.
Þegar þær voru dregnar hófst leit að hin-
um. Tvær fundust með dýptarmælinum
og voru þær slæddar upp, þetta var ógur-
legur ýlduköggull. Það sem heilt var af
fiskinum settum við í lestina en hitt á
dekkið. Þegar við fórum að landa dekk-
Carðar Magnússon shipstjóri
farminum gaus upp slík fýla að hafnar-
svæðinu hefði verið lokað ef núgildandi
mengunarreglur hefðu verið til.
Á sumardaginn fyrsta höfðum við lok-
ið öllum verkum um níuleytið. Þá datt
Óla það í hug, að það væri upplagt að
fara á slysavarnaball í Úngó. Kokkurinn
sagði að Gestur yrði að styrkja félagið ef
hann dytti aftur í sjóinn og þyrfti að
kalla út björgunarsveit. Þegar við voruni
sestir niður fór Óli að segja sögur, við
vorum með appelsín í glösum en ekkert
brennivín. Það gerði ekkert til því þeir
sem hlustuðu á Óla borguðu með brenni-
víni og sögurnar mögnuðust um leið og
appelsínið varð ljósara. Skyndilega hætti
tónlistin og hljómsveitarstjórinn sagði að
það væri áríðandi tilkynning, „Gestur og
Ólafur á Svaninum eiga að tala við dyra-
vörðinn strax".
-Far þú að tala við útkastarann, sagði
Óli. Jú, dyravörðurinn sagði að skipsjór-
inn hefði verið þarna og sagt að það yrði
ekki róið í nótt. Þegar ég kom til baka
var Óli að segja söguna af því þegar tog-
arinn Júlí strandaði 1. desember 1948.
Áður en þeir fóru dreymdi hann að hann
væri á bryggjunni í Hafnarfirði þar sem
Júlí lá, á bryggjunni voru 24 líkkistur.
Óli kíkti í kisturnar og voru þær allar
tómar nema ein . Sá sem var í kistunni
frétti af draumnum og fór ekki með skip-
inu. Skipið standaði í brjáluðu veðri á
versta stað yst í Önundarfirði og var öll-
um bjargað af togaranum Ingólfi Arnar-
syni. Þegar þeir koma suður frétta þeir
að sá sem ekki fór með hafi dottið á
svelli á bryggjunni og látist af höfuðá-
verka.
Við fórum beint um borð eftir ballið.
Þar voru Halli og Villi eitthvað skrýtnir á
svipinn. Halli spurði hvort Garðar hefði
verið á ballinu. -Nei, en hann talaði víst
við dyravörðinn, sagði Óli. Þá fór Villi að
hlæja og sagði að það hefði verið Halli
sem talaði við dyravörðinn, en þetta er
allt í lagi. Garðar var hérna og sagði að
spáin væri svo leiðinleg að það borgaði
sig ekki að róa.
Þegar við vorum á leið til lands 3. maí,
fór veður versnandi. Stýrimaðurinn
stoppaði vegna þess að fiskkassi aftan við
lúguna hafði brotnað og fiskurinn var
kominn út um allt. Við gerðum við þetta
og héldurn svo áfram heim. Þegar við
komum inn heyrðum við það að það
væri týndur bálur úr Njarðvík. Við lönd-
unina var ég uppi á bílpallinum og sá unr
trogið sem tók hálft tonn. Vegna þess að
báturinn valt við brggjuna þá rann ég til
á slorhálum pallinum um leið og ég kall-
10 - Sjómannablaðið Víkingui