Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2002, Síða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2002, Síða 14
Hilmar Snorrason skipstjóri Utan úr heimi Skemmtilegt nafn á skipi. Áhersla á skipsnafninu Það hefur ekki svo sem farið fram hjá sjómönnum að útgerðir þurfa að halda vel um aura sína, sem og reyndar allir aðrir, til að lifa í hinum harða samkeppn- isheimi. Eitt lykilatriðið í siglingum er tíminn. Tíminn sem tekur að sigla, losa, og sem fer í bið. Hollenskum útgerðar- manni þótti ástæða til að leggja sérstak- lega áherslu á það að tíminn væri pening- ar með því að nefna skip sitt, sem hann jafnframt stjórnar sjálfur, „Time is mon- ey“ sem útleggst á íslensku sem tíminn er peningur. Það þarf vart að efast um það að nafn skipsins eitt og sér leggur pressu á þá sem nálægt því koma. Hugsanlega gætum við átt von á nöfnum eins og Meiri afurðir, Alltaf fullt skip, Aldrei stoppað, ef einhverjir íslenskir útgerðar- menn vildu feta í fótspor Hollendingsins. Gámar í Evrópu A tíu ára tímabili hefur umsetning gáma í höfnum í Norður-Evrópu fjórfald- ast en á síðasta ári voru um 31,4 milljón- ir TEU’s sem fóru um svæðið. Spár gera ráð fyrir að gámafjöldinn eigi eftir að tvöfaldast fram til ársins 2015 og að þá muni fara mill 62 og 69 milljónir eininga um þessar hafnir. Þetta gefur vísbend- ingu um að gámahafnir þurfi að geta mætt þessari aukningu bæði hvað varðar landrými og viðlegukanta. Þá verða skipafélögin einnig að hafa yfir skipa- kosti að ráða til flutninganna. Skipt um höfn Baráttan um að halda skipafélögum í höfnum er rnikil og mikið í húfi ef risarnir hugsa sér til hreyfings. New World Alliance, sem samanstendur af gámaflutningarisunum APL/NOL og Hyundai MM, ákvað nýlega að fara með Kína-Evrópu Express þjónustu sína frá ETC Delta Terminal í Rotterdam og yfir til samkeppnishafnar hennar, Antwerpen. Samtals er um að ræða 60 þúsund TEU’s á ársgrundvelli sem flytjast frá Rotter- dam, en mikil óánægja hefur verið vegna hversu dýr höfnin er orðin. Það er margt sem hefur verið að angra viðskiptavinina, s.s. ýmisskonar eftirlit sem viðskiptavin- urinn þarf að borga og erfiðleikar gagn- vart greiðslu til hafnarverkamanna. ETC þurftu að segja upp 350 manns við að missa NWA yfir til Antwerpen. Bjartsýni Þrátt fyrir að menn séu að gera spár um verulega aukningu á sjóflutningum þá er ekki eins víst að auðvelt sé að kom- ast inn í sjóflutninga. Vestur í Vancou- ver voru tveir athafnamenn, Klaus og Mark Glusing, sem stofnuðu skipafélagið Valuship og ætluðu að ná sér í hluta af gámaflutningum heimsins. Sigla átti á milli Vancouver og hafna í Evrópu í svokölluðum Trans-Atlantic siglingum. Með bjartsýnina að vopni var farið af stað og tóku þeir tvö gámaskip á leigu til siglinganna. Ekki létu nú félagarnir byrjunina trufla sig þegar skip þeirra lét úr höfn með ekki einn einasta gám um borð. Þeir gáfust nú ekki upp við þessa mótbáru þar sem fullt af gámum hlytu að vera út um allt til að flytja. Þegar yfir til Evrópu kom var lítið meira þar að flytja og áður en skipin höfðu lokið við hring- ferðina ákváðu félagarnir að gefast upp og hætta við áform sín. Var skipunum skilað og eru þeir nú að berjast við skuldir þær sem þeir stofnuðu til í þessu stutta ævintýri sínu. Vírusvarnir óvirkar Skemmtiferðaskip Holland Ainerica Iines, Ryndam, þurfti að tal<a úr rekstri fyrr á þessu ári sökum óskemmúlegrar uppákomu um borð. Um borð kom upp vírus sem heijaði á farþega skipsins í tveimur ferðum þess. í fyrri ferðinni veiktust 163 farþegar en í næstu ferð á efúr löggðust 189. Niðuigangur og uppköst vom sjúkdómseinkennin sem farþegamir fengu og nutu sjállsagt ekki ferðarinnar íýrir vikið. Skipinu var lagt í Vancouver i Kanada þar sem umfangsmikil sótthreinsun á skipinu fór fram undir efúrliú kanadíska heilgbrigðis- efúrlitsins. Spánverjar sekta Smygl á fólki til Evrópu hefur farið vaxandi sem og að smygla í land laumu- farþegum sem um borð í skip komast. Erfiðlega getur verið fyrir skipstjóra að losna við laumufarþega eftir því hvert sé þjóðerni þeirra, skipsins, svo og landsins sem komið er til. Spænsk yfirvöld hafa nú hert á þumalskrúfunni gagnvart skip- stjórum sem reyna að losna við laumu- farþega þar í land með þvi að setja lág- markssekt upp á 150 þúsund fyrir hvern laumufarþega sem skipstjóri reynir að smygla í land. Keypti réttindin Það getur verið erfitt að vera svo ríkur að það sé ekkert vandamál kaupa lysti- snekkju og réttindi til að stjórna henni. Norski milljarðamæringurinn Kjell-Inge Rökke hefur orðið að ganga í gegnum heldur neyðarlega uppákontu þegar upp- lýstist að hann hefði undir höndum fölsk sænsk skipstjórnaréttindi til að sigla lystisnekkjunni sinni. Mönnum var ein- faldlcga borgað fyrir að útbúa réttindi 14 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.