Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2002, Síða 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2002, Síða 16
sinna þeim slörfum sem henni er ætlað að sinna? Árekstur Harður árekstur varð á milli tveggja skipa undan Gotlandi í apríl s.l. þegar ílutningaskipin Nikar G og Smaland sigldu með stefnin saman á venjulegri siglinga- leið. Skipin sem bæði eru þýsk urðu fyrir miklum skemmdum en urn borð í Smaland fórust þrír sjómenn. Voru þeir allir við vinnu sína í bakka skipsins þegar áreksturinn varð og létust þeir samstundis. Ástæður árekstursins eru ekki kunnar. Aðvörun til sjómanna Lögmenn i Sameinuðu arabísku fursta- dæmunum hafa gefið út aðvörun til sjó- manna. Hún er á þá leið að ef þeir lenda í einhverjum óhöppum hvort heldur um minni eða meiriháttar atvik er að ræða þegar skip þeirra eru innan lögsögu landsins, þá skuli þeir koma sér hið snarasta úr landi. Ástæðan er sú að þar- lend stjórnvöld hafa tekið upp þann sið að kyrrsetja skipstjóra og jafnvel alla á- höfnina vegna minniháttar óhappa sem orðið hafa. Ef menn fara ekki að ráðum lögmannanna mega þeir eiga von á að vera kyrrsettir um lengri tíma þar í landi. Nóg að gera Á síðasta ári fluttu ferjur og skemmti- ferðaskip um 810 milljónir farþega, 124 milljónir bíla og 20 milljónir flutninga- vagna samkvæmt samantekt frá ShipPax í Halmstad í Svíþjóð. Fram kom hjá þeim að 11. september hefði einungis haft lítil áhrif á skemmtiferðaskipaút- gerðir þar sem aðeins varð um 0,2% samdráttur í farþegum hjá þeim milli ára en 12 milljónir manna lóku sér far með slíkum skipum á árinu. Ókeypis skoðun Siglingayfirvöld á Kýpur eru farin að leggja mikin metnað í gæði þeirra skipa sem undir fána þeirra sigla. Eitt stærsta vandamál í heimssiglingum eru stórflutn- ingaskip sem hafa verið að brotna og far- ast. Mörg þeirra hafa siglt undir fána Kýp- ur og nú hafa yfirvöld ákveðið að skoða 100 gömul stórflutingaskip í þeim tilgangi að leita að veikleikum í bol skipanna. Skoðunin, sem er útgerðum að kostnaðar- lausu, felst í röntgenskoðun á burðavirki skipanna og þegar þetta er skrifað hafa 10 skip þegar farið í gegnum slíka skoðun. Skemmdir fundust í tveimur skipanna sem varð þess valdandi að annað þeirra sigldi beint í brotajárn. Þrátt fyrir að skoðun skipanna sé útgerðum að kostnaðarlausu hefur fjöldi útgerðarmanna flutt skip sín undir aðra fána til að þurfa ekki að láta þau í gegnum þetta fría skoðunarferli kýp- versku siglingastofnunarinnar. Mútur Yfirvöld í Hong Kong hafa dæmt kín- verskan skipstjóra í fjögurra mánaða fang- elsi fyrir að reyna að múta skipaskoðunar- manni til að láta skip sitt fá hreint haffæri. Við skoðun á skipinu dró skipstjórinn 100 dollara seðil upp úr vasa sínum og rétti til skoðunarmannsins. Sá sló ekki til heldur kærði skipstjórann fyrir svokölluðu spill- ingaráði en mikil barátta er gegn spillingu þar í landi. Ekki fer sögum um það hvað það var sem skoðunarmaðurinn var ekki ánægður með gagnvart skipi skipstjórans. Ferjur og skemmtiferðaskip jluttu á síðasta ári 810 milljónir farþega Dómur ítalskur dómstóll hefur dæmt fimm menn, þar af skipstjóra og framkvæmda- stjóra hjá Fincantieri skipasmíðastöðinni í allt að 26 tnánaða fangelsi vegna mann- dráps. Fimm tæknimenn stöðvarinnar og fulltrúi ABS ílokkunarfélagsins létust utn borð í flutningaskipinu Snam Portovenere sem var í viðgerð hjá skipasmíðastöðinni. Voru mennirnir staddir í vélarúmi skipsins þegar skipstjórinn lét gangsetja C02 slök- kvikerfi vélarúmsins án þess að ganga fyrst úr skugga um að það væri mannlaust. Ódýru of dýrir Það hefur reyndar áður komið fram hér á þessum síðum að kínverskir sjó- menn eru farnir að flæða yfir heimsflotan þar sem filippínskir sjómenn eru nú tald- ir vera of dýrir þrátt fyrir að laun þeirra séu margfalt lægri en það sem við þekkj- um á vesturlöndum. Eitt stærsta skipafé- lag Japans K-Line hefur nú skipt út á- höfnum sínum fyrir Kínverja. Það hefði einhvern tima þótt saga til næsta bæjar að of dýrt væri að hafa flippa í vinnu. Skortur á sjómönnum Það gæti hugsanlega orðið lausn fyrir Bandaríkjamenn að fara að ráði K-Line og ráða Kínverja til að geta mannað þau 90 skip sem eru í viðbragðsflota þeirra. Nú er svo komið hjá Könunum að skort- ur er orðin á þarlendum sjómönnum en kaupskipastóllinn hefur verið að hverfa frá þeim vegna mikils kostnaðar. Laun bandarískra sjómanna eru meðal stærstu vandamála í rekstri þarlendra kaupskipa en yfirmaður hefur að meðaltali um 11 milljónir í árslaun. Siglingaráðgjafi Bush forseta, William Schubert, hefur varað forsetan við þeim vanda að viðbragðsfloti þeirra, sem ávallt á að vera tilbúinn ef til stríðs kemur, er það hreint ekki. Þessi floti á að sigla með vopn og birgðir til á- takastaða og eru skipin mönnuð óbreytt- um borgurum. Svindl Mikið svindlmál er kornið upp í Kenya í tengslum við ráðningu á fólki til starfa á skemmtiferðaskipum. Fimm mönnunarskrifstofur í Nairobi auglýstu eftir 50.000 þarlendu fólki til starfa á skemmtiferðaskipum og segjast þær hafa gert þetta eftir beiðni fyrirtækis í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, A1 Najat Shipping. Átti hver og einn að borga 128 dollara fyrir að fá slíka vinnu og var þetta sögð vera greiðsla vegna skráningar og læknisskoðunar. Um 6 16 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.