Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2002, Page 26
Sigling um Netið 7
í umsjón Hilmars Snorrasonar
Að venju verður víða komið við á Net-
inu að þessu sinni og skulum við fyrst
byrja á safnarasviðinu. Margir eru safnarar
á skipamyndir en hér kemur síða fyrir á-
hugasama póstkortasafnara sem eru á
skipasviðinu. Á heimasíðunni Haroldjor-
dan shipping postcards
http://www.hjcards.co.uk gefur að líta lista
yfir skipapóstkort sem hægt er að skoða og
Útbúum
lyfjakistur
fyrir skip og báfa
Eigum ávallt tilbúna sjúkrakassa
fyrir vinnustaði, bifreiðar og heimili.
Lyf & heilsa
•Kringlan 1. hæð, sími: 568 9970
• Hafnarstræti Akureyri, sími: 460 3452
Lyf&heilsa
MHM APOTEK mmmm
B E T R I L í 0 A N
einnig kaupa. Flest eru þau þó af breskum
skipum en einnig er eitlhvað um annarra
þjóða skip ef grannt er leitað. Á heimasíðu
R Oost, http://www.p-
oostcards.nl/engels.htm eru póstkort af öll-
um gerðum skipa. Eigandi síðunnar byrj-
aði ungur að safna skipapóstkortum en
þegar árin liðu varð úrvalið stöðugt minna
af kortum þar sem útgerðir hættu að gefa
þau út. Hann hefur því sett á laggirnar fyr-
irtæki sem prentar póstkort þannig að ef
einhverjum útgerðarmanni langar að útbúa
póstkort með ntynd af skipi sínu ætti sá
hinn sama að líta inn á síðuna. Þriðja og
síðasta síðan með póstkortum er að finna á
http://shiplover.virtualave.net/ en þetta er
finnsk siða sem heitir Ships & Ships.
I’arna getur að líta 26 ntismunandi póst-
kort af skipum auk fjölda skipaljósmynda.
Þeir sem hafa gaman af líkönum
skipa geta fundið eitthvað við silt hæfi á
Netinu. Á síðunni http://www.classic-
ship.de er hægt að kaupa líkön ýmissa
skipategunda en það sem merkilegast var
að mínu mati hjá þeim var líkan af flutn-
ingaskipinu Wiebke sem er 17 cm langt.
En hvað skyldi nú vera merkilegt við þetta
líkan? Jú á þvi eru 9 lítil fiskiskip sem eru
okkur íslendingum vel kunn og flutt voru
hingað til lands með skipinu frá Kína.
Einnig er hægt að kaupa ýmis skipalíkön á
http://www.miniships.com/ en þar eru aðal-
ega herskip sem eru í boði. Fyrir þá sem
frekar vilja leggja sitt af mörkum til smíð-
innar þá er síðan Tower Hobbies
h t tp ://www. model-ships. com/ staðurinn.
Þarna gefur að líta ýmsar gerðir líkana sem
menn geta glímt við að smíða og hér er
ekki verið að tala um plastlíkön.
Næst förum við á síðu sem heitir
British Maritime Technology og er á slóð-
inni http://www.bmt.org Þar getur að líta
upplýsingar uni ýmsar nýjunar í skipaiðn-
aði Breta. Ef einhverjir lesendur blaðsins
þurfa á flutningum að halda þá er síða í
Danmörku sem heitir Coaster Sentralen á
slóðinni http://www.shortsea.dk þar sem
hægt er að leita að skipuni til flutninga á
förmum víðsvegar að úr heiminum. Mjög
gaman fyrir áhugamenn um flulninga að
skoða.
Ef einhverjir lesendur hafa áhuga á
að skoða skipaskrá Hong Kong þá er hana
að finna á http://www.info.gov.hk/mar-
dep/register/shipname.htm Þá er að skoða
skipamyndasíðu frá Nýja Sjálandi á slóð-
inni http://www.ship-photos.com/frames-
tart.html en þar er um að ræða möguleika
á að skrá sig í myndaklúbb. Reyndar hef ég
skráð mig í klúbbinn og er að bíða eftir
svari frá þeim.
Fyrir þá sem hafa áhuga á að fylgjast
með þeim mikla vanda sem sjórán em orð-
in þá er á síðu ICC
h ttp ://www.iccwbo. org/ccs/imb_piracy/wee
kly_piracy_report.asp hægt að sjá hvað er
að gerast daglega í þessum efnum.
Lokasíðan að þessu sinni er síða sem
mér barst frá einum af lesendum blaðsins
en hún er af hjálparskipinu Galö sem í eina
tíð hét Herjólfur. Nú er skipið í herbúningi
á síðunni http://www.4minkriflj.mil.se/arti-
cle.php?id=1654 en þetta er hluti af heima-
síðu sænska sjóhersins.
Vona ég að þið njótið siglingarinnar
að þessu sinni og þar til næst: Ef þið rekist
á síður sem þið teljið að lesendur blaðsins
hafi áhuga á að sjá þá sendið línu til net-
skipstjórans á iceship@hn.is.
26 - Sjómannablaðið Víkingur