Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2002, Qupperneq 30
Hornbjargsvitinn og ibúðarhús þar voru byggð á árunum 1930 - 1931. Par varföst búseta vita-
varðar allt frá því að vitinn tók til starfa árið 1930 ogfram til ársins 1995 að nýting sólarorku
og aultin sjálfvirkni tœkja gerði kleift að leggja niður búestu á þessum afskekkta stað. Ljósm.
Guðmundur Bemódusson. í eigu Siglingastofnunar Islands.
honum einkum hafa verið ætlað að fást
við vatnsaflsvirkjanir og járnbrautalagn-
ingu, en atvikin höguðu því svo til að ís-
lensk vitamál urðu aðal viðfangsefni
Krabbes og starfsvettvangur um þriggja
áratuga skeið.
ÖNNUR TÍMAMÓT Á REYKJA-
NESI 1907-1908
Fyrsta verkefni Thorvalds Krabbe í vita-
byggingum var ekki smátt í sniðum.
Hvorki var um meira né minna að tefla en
að reisa nýjan vita á Reykjanesi. Reykja-
nesið er jarðskjálftasvæði og skjálftarnir
höfðu hrist og skekið vitann frá 1878 svo
að hann var hrörlegur orðinn og stóð auk
þess orðið tæpt þvi allmikið hafði hrunið
úr Valahnúknum. Áleit vitavörðurinn að
vitinn myndi steypast í sjóinn þá og þegar
og neitaði orðið að standa þar vaktir.
Danska vitastofnunin hafði nýjan Reykja-
nesvita í undirbúningi en var skammt á
veg komin svo augljóst var að langt væri í
að hægt yrði að hefjast handa. íslenskir
ráðamenn máttu ekki til þess hugsa að
vitalaust yrði á Reykjanesi og Stjórnarráð
íslands fól þeim Krabbe og Frederik
Kiorboe arkitekt, sem þá starfaði hér að
byggingu Safnahússins við Hverfisgötu, að
gera teikningar að nýjum vita. Danska
vitastjórnin hafði ráðgert að reistur yrði
járngrindaviti á Reykjanesinu en nú báru
þeir Krabbe og Kiorboe arkitekt fram til-
lögu að vita úr hlöðnum steini og stein-
steypu. Hugmyndir þeirra hlutu samþykki
Stjómarráðsins og vitinn, sem enn stend-
ur, var byggður veturinn 1907-1908 og
þótti takast vel í hvívetna.
Reykjanesvitinn yngri var mikið mann-
virki á íslenskan mælikvarða og er áreið-
anlegt að bygging hans jók rnjög sjálfs-
traust allra þeirra sem hlut áttu að máli
enda hafði með þessari framkvæmd verið
sýnt frarn á að íslendingar væra fullfærir
um að ráðast í stórvirki af eigin rammleik
og leiða þau lil lykta. Þess má geta að
danskir tæknimenn sáu um uppsetningu
sjálfs vitatækisins, þ.e. linsu og lampa, og
bar nokkuð á deilum milli þeirra og
Krabbes, sem taldi að hann sem fulltrúi
islensku heimastjórnarinnar væri æðsti yf-
irmaður verksins, en það áttu Iandar hans
erfitt með að viðurkenna og töldu dönsku
vitastjórnina hafa forræði yfir íslenskum
vitamálum.
VITAMÁL í VEXTI OG VITA-
KERFI VERÐUR TIL
Árið 1907 veitti Alþingi fé til að byggja
vita á Siglunesi og nýjan vita á Dalalanga í
stað þess sem Otto Wathne hafði látið
byggja og var báðum vitunum komið upp
sumarið 1908. Brinch vitafræðingur kom
frá Danmörku til að setja upp Ijóstækin í
þessa vita og það var í síðasta sinn sem
danskur tæknimaður setti upp vitatæki
hérlendis.
Eftir vel heppnuð afskipti sín af bygg-
ingu Reykjanesvitans varð Thorvald
Krabbe ráðgjafi íslenskra stjórnvalda í
vitamálum en gegndi jafnframt ýmsum
öðrum ráðgjafa- og tæknislörfum einkum
varðandi hafnargerðir og vatnsveitur
Hann hafði þó mestan áhuga á vitamálun-
um og hvatti til þess að settur yrði sér-
stakur umsjónarmaður með öllum vitum
landsins, enda yrði ekki hægt að halda
vitum og sjómerkjum í viðunandi horfi
nema einhver einn aðili væri ábyrgur fyrir
verkefninu.
Stjórnvöld brugðust við þessum tilmæl-
um og var Krabbe skipaður umsjónar-
maður með vitum landsins frá og með I.
janúar 1910. Eftir að Krabbe kom til
starfa á þessum vettvangi fjölgaði mjög
vitabyggingum. Þannig voru reistir 19
nýir vitar víðsvegar um landið á árunurn
1908-1918 að báðum meðtöldum. Krabbe
fékk fljótlega starfsheitið „landsverkfræð-
ingur vitamála" og á fjárlögum ársins
1914 var í fyrsta sinn veitt fé til sérstaks
skrifstofuhalds fyrir vitamálin og lands-
verkfræðingi vitamála heimilað að ráða
sér aðstoðarmann sem varð Guðmundur
J. Hlíðdal verkfræðingur. Mátti þá heita að
til væri orðin sérstök stofnun er hefði það
hlutverk að sinna vitamálunum. Vitastofn-
un var svo formlega sett á stofn þegar ís-
land varð fullvalda árið 1918 og varð
Krabbe þá vitamálastjóri.
GAS OG JÁRNGRINDUR VALDA
ÞÁTTASKILUM í VITAMÁLUM
Olíuljós voru lang algengust í vitum á
síðari hluta 19. aldar þegar vitarekstur á
hófst á íslandi og fyrstu vitar hér voru all-
ir með olíulömpum en um það leyti sem
Dalatangi og Siglunesviti voru reistir fóru
að berast fregnir af nýrri gerð vitatækja
sem áttu eflir að reynast þarfir þjónar á ís-
landi og raunar um allan heim. Þetta voru
gasvitar frá sænska fyrirtækinu
Gasaccumulator í Stokkhólmi. Þetta fyrir-
tæki var stofnað árið 1904 í því skyni að
hagnýta kolefnisgas og fór fljótlega að
gera tilraunir til að nota það til vitaljósa,
enda höfðu Svíar mikla þörf fyrir hentuga
vita á hina miklu strandlengju landsins.
Þessi viðleitni skilaði svo góðum árangri
að brátt var farið að fjöldaframleiða vila
sem brenndu kolefnisgasi.
Vitamálastjóri Dana, H.O. Ravn, varð til
þess í lok árs 1907 að vekja athygli Thor-
valds Krabbe á þessari nýjung sem hann
taldi líkur til að gæti hentað vel við ís-
lenskar aðstæður og Krabbe varð fljótt á-
hugasamur um gasvitana enda höfðu þeir
þann ótvíræða kost að geta logað langtím-
um saman án þess að bæla þyrfti á þá
eldsneyti og þurftu þeir því langtum
minni gæslu en steinolíuvitarnir. Hann
hóf að leita sér upplýsinga í Svíþjóð og
þóttist fljótt sjá að gasvilarnir myndu
bæði reynast ódýrari í rekstri og uppsetn-
ingu en steinolíuvitar, jafnvel svo að
byggja mælli tvo gasvita fyrir einn steinol-
30 - Sjómannablaðið Víkingur