Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2002, Blaðsíða 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2002, Blaðsíða 36
ingin því steinuðu fletirnir vörðu sig miklu betur gegn veðurálagi. Nýtt var einnig í Knarrarósvita að í stað hefðbund- inna glugga var notað hleðslugler sem steypt var inn í veggina og í stað tréhurð- ar var sett hurð úr galvanhúðuðu járni. Þessum aðferðum var einnig beitt í mörg- um þeirra vita sem reistir voru á næstu árum. Skömmu eftir að Emil tók við vitamála- stjórastöðunni var einnig stigið það skref að tekið var að byggja vita í útskerjum og á eyðieyjum hér við land. Hugmyndir um það voru alls ekki nýjar af nálinni því skerja- og eyjavitar við ísland höfðu verið meðal þess sem danskir vitafræðingar töldu einna mest aðkallandi fyrir íslensk siglingamál við Iok 19. aldarinnar, en Krabbe hafði aldrei ráðist í slík stórvirki þótt ódeigur væri í uppbyggingu vitakerf- isins. Skerjavitar voru byggðir hér við land í fyrsta sinn sumarið 1939 og þá frekar tveir en einn. Þetta voru Miðfjarðar- skersviti í Borgarfirði og Þrídrangaviti við Vestmannaeyjar. Þrátt fyrir erfiðar aðstæð- ur gekk bygging þessara vita greiðlega og á næstu árum voru byggðir allmargir eyja- og skerjavitar hér við land og skulu nefndir Þormóðsskersviti, Selskersviti, og Hrólfsskersviti, en fleiri eru þeir. VITAMÁL í SEINNI HEIMSSTYRJ- ÖLD Jafnskjótt og Bretar höfðu hernumið ís- land vorið 1940 tók breska flotastjórnin við umráðum yfir vitamálum íslands og hélt þeinr meðan styrjöldin varði. í fyrstu fyrirskipuðu Bretar að slökkt skyldi á öll- um vitum landsins, jafnt ljósvitum sem radíóvitum og lögðu þó mesta áherslu á þá síðarnefndu. En fljótlega var slakað á þessu banni og því meir sem lengra leið á stríðið og er greinilegt að góð samvinna var með íslenskum yfirmönnum vitamála og Bretunum um að halda takmörkunum á vitalýsingu í algeru lágmarki. Miklu meiri áhrif hafði það á uppbygg- ingu vitakerfisins og endurnýjun vita að eins og á stríðsárunum fyrri varð verulega erfitt að afla ljóstækja í vita. Samgöngur við Svíþjóð féllu nánast alveg niður þannig að ekki fengust vitatæki þaðan og varahlutir í vita ekki nema eftir krókaleið- um og með miklum eftirgangsmunum. Emil sneri sér þá til Bretlands eins og Krabbe hafði raunar gert í fyrri heims- styrjöldinni og þar tókst að útvega nokk- uð af vitatækjum, þó með ýmsutn hindr- unum vegna stríðsins. Stjórnvöld lögðu talsvert fé til Vitastofnunarinnar á striðs- árnunum og var því hægt að byggja meira en unnt hafði verið árin á undan og var það ötullega gert þrátt fyrir að vitatækin vantaði. En vegna þess þurftu margir ný- byggðir vitar að standa ljóslausir um nokkurt skeið, stundum svo árum skipti, og voru fyrir vikið kallaðir hálfvitar af sumum. Er stríðinu lauk raknaði nokkuð úr í þessum efnum fyrir vitamálamönn- um, en þó ekki eins og ætla mætti, því fljótlega eftir stríð var tekin upp gjaldeyr- isskömmtun sem varð til að seinka kaup- um á ýmsum tækjum til vitaþjónustunnar, notendum vitakerfisins lil mikillar grenrjú sem vonlegt var. LJÓSAHRINGNUM LOKAÐ Við lok seinni heimsstyrjaldar voru Is- lendingar betur settir fjárhagslega en þeir höfðu nokkru sinni verið því þjóðin hafði hagnast vel á stríðsárunum á fisksölu til Bretlands og þjónustu við hernámsliðin í landinu. Þegar stríðinu lauk og aftur varð unnt að stunda viðskipti á venjulegan hátt gáfust því tækifæri fyrir landsmenn til að takast á við uppbyggingu atvinnuveganna og fjárfestingar í þvr skyni. Ærin þörf var fyrir það að flestra dómi því lítil endur- nýjun hafði orðið á atvinnutækjum á krepputimanum á fjórða áratugnum. Mik- ill hluti íslenskra atvinnutækja var því gamall og úr sér genginn og framleiðslu- tæki vantaði á fjölmörgunr sviðum. Þetta átti meðal annars við unr fiskiskipastól landsmanna sem var að miklum hluta til kominn til ára sinna. Þegar fór að líða að styrjaldarlokum ríkti um það allmikil samstaða milli borg- aralegra stjórnmálamanna og vinstri manna að brýnt væri að nota það tækifæri sem við blasti til að byggja upp atvinnu- vegi hins nýstofnaða lýðveldis á myndar- legan hátt eftir hningun og afturför kreppuáranna. í þessu skyni tókst sam- starf með Sjálfstæðisflokki, Alþýðuflokki og Sósíalistaflokki í svonefndri nýsköpun- arstjórn, sem tók við völdum lýðveldis- sumarið 1944. Þessari ríkisstjórn, sem að- eins sat um tveggja ára skeið, varð margt ágengt í því ællunarverki sínu að endur- nýja atvinnutækin, þar á meðal var i hennar tíð lagður grunnur að gagngerri endurnýjun fiskiskipaflotans með kaup- unr á breskum togurum og fiskibátum frá Svíþjóð auk þess sem lögð voru drög að smíði fjölda fiskibáta hér á landi. Ríkisstjórnin sem tók við af nýsköpun- arstjórninni, Stefanía svonefnd, eftir Stef- áni Jóhann Stefánssyni forsætisráðherra, tók ákvörðun unr aðild íslands að fram- lagi Bandaríkjanna til efnahagsuppbygg- ingar í Evrópu, Marshalllrjálpinni, og fyrir það fé sem þaðan barst voru keyptir fleiri togarar og eftir nokkra lægð í endurnýjun bátaflotans á árunum 1948-1953 tóku innlendar bátasnríðar og innflutningur fiskibáta aftur að aukast. Auk hinnar miklu endurnýjunar á fiski- skipastólnunr, sem hófst við lok seinni heimsstyrjaldarinnar, var farþega- og kaupskipafloti islensku skipafélagana byggður upp og keypt iil lairdsins fleiri, Knarrarósvitinn var byggður áríð 1938. Hann er timamótabygging í íslenskri vitasögu þvi þar birtust ymsar nýjungar sem voru óspart notaðar í þeim vitum sem byggðir voru nœstu tvo ára- tugi. Ljósm. Kristján Sveinsson. í eigu Siglingastofnunar íslands. 36 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.